Menntamálaskýrsla úr tengslum við veruleika skólastarfs 22. nóvember 2012 06:00 Nýlega kynnti starfshópur undir forystu Skúla Helgasonar, alþingismanns og varaformanns menntamálanefndar, tillögur sínar um samþættingu menntunar og atvinnu. Verulegum hluta skýrslunnar er beint að framhaldsskólanum á Íslandi. Í upphafi vekur athygli að framhaldsskólinn átti engan fulltrúa í þessum starfshópi ef frá er talinn einn starfandi skólameistari einkarekins framhaldsskóla. Umfjöllun um grunnskóla og framhaldsskóla einkennist af því að horft er á skólastigin utan frá og starfshópurinn virðist hvorki hafa átt beinar samræður við starfsfólk skólanna né samtök kennara og skólastjórnenda sem gerst þekkja þær aðstæður sem skólastarfinu eru búnar. Ekkert er stuðst við rannsóknir á skólastarfi né heldur vitnað í skýrslur um skólastarf og skólahald. Hér verður sjónum fyrst og fremst beint að því hvernig skýrslan snertir veruleikann í starfi íslenskra framhaldsskóla sem berjast nú í bökkum enn eitt árið og veruleika stjórnvalda sem fjórum árum eftir setningu nýrra framhaldsskólalaga sjá ekki til lands um framkvæmd þeirra. Umfjöllun skýrsluhöfunda um málefni eins og brottfall, skil grunn- og framhaldsskóla og framhalds- og háskóla, stöðu verk- og tæknimenntunar og lengd námstíma til stúdentsprófs og annarra lokaprófa er síðan efni í fleiri greinar. Menntastefnan og vandamálin Greining hópsins á meginþáttum og markmiðum í almennri menntastefnu á Íslandi er kunnugleg útlistun atriða sem flest eru þegar hluti opinberrar menntastefnu. Áhyggjuefnum sem reifuð eru í skýrslunni deila kennarar sannarlega með skýrsluhöfundum. Má þar nefna hátt hlutfall einstaklinga sem aðeins hefur lokið grunnskólamenntun, mikið atvinnuleysi ungs fólks með litla menntun, brotthvarf úr námi, skort á leiðsögn og ráðgjöf um náms- og starfsval og skort á verk- og tæknimenntuðu fólki. Raunar má líka benda á að um flest þessara mála hefur Ísland fyrir löngu sett sér markmið með samstarfsþjóðum á Evrópuvettvangi en lítið orðið um framkvæmd eða efndir og mega þar bæði alþingismenn og ríkisstjórnir undanfarin 10-15 ár spyrja að ábyrgð sinni. Skautað yfir veruleikann Á meðan unnið var að skýrslunni sem hér er til umræðu var frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2013 lagt fram á Alþingi. Í því er ekki gert ráð fyrir neinu fé til að koma framhaldsskólalögunum frá 2008 í framkvæmd og áformaðar fjárveitingar framhaldsskólanna munu ekki duga mörgum þeirra til þess að ná endum saman í rekstri sínum. Á sama tíma var unnið að úrvinnslu samkomulags mennta- og menningarmálaráðherra við framhaldsskólakennara og stjórnendur í framhaldsskólum sem gert var vorið 2011 um faglega og kjaralega endurskoðun í tengslum við framhaldsskólalögin. Það hafði mikil og neikvæð áhrif á þá vinnu að hvorki reyndist til heildaráætlun um innleiðingu laganna, sem taka eiga gildi að fullu 2015, né heldur hafði ríkisvaldið búið sig fjárhagslega undir kostnað af væntanlegu samkomulagi. Því vekur fullyrðing skýrsluhöfunda á bls. 4 furðu en hún er svohljóðandi: Fyrir liggur áætlun um fulla innleiðingu laganna til ársins 2015. Þá verða allir skólar komnir með námsbrautir byggðar á hinni nýju námskrá. Allir námsáfangar og námsbrautir verða skilgreindar á hæfniþrep og aðgengilegar í námskrárgrunni á netinu." Því er svo við þetta að bæta að um 2 milljarðar króna sem áætlaðir voru til innleiðingar nýju framhaldsskólalaganna hurfu í hít hrunsins og rekstur framhaldsskóla hefur verið skorinn niður ár hvert síðan – í raun miklu meira en stjórnvöld hafa viljað vera láta þar sem nemendum hefur sífellt fjölgað en umfjöllun um fjármál framhaldsskóla við fjárlagagerðina ár hvert ekki tekið til þess veruleika. Námsaðstæður í framhaldsskólum eru nú verri en fyrir setningu laganna margumræddu þar sem skólarnir hafa tilneyddir fjölgað nemendum óhóflega í námshópum, skorið niður stoðþjónustu og dregið úr námsframboði – allt vegna niðurskurðar. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013 kemur fram að uppsafnaðar aðhaldsaðgerðir í framhaldsskólakerfinu árin 2009-2013 eru rúmir 4 milljarðar. Fjölbreyttur framhaldsskóli Aðferð skýrsluhöfunda er í meginatriðum sú að tilgreina ýmis kunnugleg vandamál sem þeir telja óleyst og beina því síðan til ýmissa aðila að leysa þau en án þess að gera grein fyrir forsendum sem skapa þarf s.s. um mannafla og sérfræðiþekkingu, aðstæður, námsgögn og annan búnað. Nær öll þessi atriði eru beintengd fjármunum og því ámælisvert að í skýrslunni skuli alvarleg fjárhagsstaða framhaldsskólanna alveg hunsuð og vart nokkurs staðar getið um hlutverk og þýðingu kennara í endursköpun íslensks framhaldsskóla. Framhaldsskólarnir sjálfir eru þrátt fyrir erfiðar aðstæður í sífelldri þróun og hafa á að skipa því fólki sem er í bestri aðstöðu til þess að meta og koma til framkvæmda nauðsynlegum breytingum á námi og skólastarfi. Með þessu er í engu skorast undan því að endurskoða gildandi skipulag, velta fyrir sér leiðum til þess að kveikja og viðhalda námsáhuga og færa skólastarfið nær veruleika ungs fólks á 21. öld. Ekki er heldur litið fram hjá nauðsyn þess að tengja saman skóla og atvinnulíf eða skólann og samfélagið í víðari skilningi. Að lokum má spyrja hvers vegna vinna starfshópsins og afurðir hans eru ekki unnar í beinum tengslum við framkvæmd nýrra laga um skólastarf og menntastefnu sem ætla verður að þeir flokkar sem starfa saman í ríkisstjórn standi saman um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti starfshópur undir forystu Skúla Helgasonar, alþingismanns og varaformanns menntamálanefndar, tillögur sínar um samþættingu menntunar og atvinnu. Verulegum hluta skýrslunnar er beint að framhaldsskólanum á Íslandi. Í upphafi vekur athygli að framhaldsskólinn átti engan fulltrúa í þessum starfshópi ef frá er talinn einn starfandi skólameistari einkarekins framhaldsskóla. Umfjöllun um grunnskóla og framhaldsskóla einkennist af því að horft er á skólastigin utan frá og starfshópurinn virðist hvorki hafa átt beinar samræður við starfsfólk skólanna né samtök kennara og skólastjórnenda sem gerst þekkja þær aðstæður sem skólastarfinu eru búnar. Ekkert er stuðst við rannsóknir á skólastarfi né heldur vitnað í skýrslur um skólastarf og skólahald. Hér verður sjónum fyrst og fremst beint að því hvernig skýrslan snertir veruleikann í starfi íslenskra framhaldsskóla sem berjast nú í bökkum enn eitt árið og veruleika stjórnvalda sem fjórum árum eftir setningu nýrra framhaldsskólalaga sjá ekki til lands um framkvæmd þeirra. Umfjöllun skýrsluhöfunda um málefni eins og brottfall, skil grunn- og framhaldsskóla og framhalds- og háskóla, stöðu verk- og tæknimenntunar og lengd námstíma til stúdentsprófs og annarra lokaprófa er síðan efni í fleiri greinar. Menntastefnan og vandamálin Greining hópsins á meginþáttum og markmiðum í almennri menntastefnu á Íslandi er kunnugleg útlistun atriða sem flest eru þegar hluti opinberrar menntastefnu. Áhyggjuefnum sem reifuð eru í skýrslunni deila kennarar sannarlega með skýrsluhöfundum. Má þar nefna hátt hlutfall einstaklinga sem aðeins hefur lokið grunnskólamenntun, mikið atvinnuleysi ungs fólks með litla menntun, brotthvarf úr námi, skort á leiðsögn og ráðgjöf um náms- og starfsval og skort á verk- og tæknimenntuðu fólki. Raunar má líka benda á að um flest þessara mála hefur Ísland fyrir löngu sett sér markmið með samstarfsþjóðum á Evrópuvettvangi en lítið orðið um framkvæmd eða efndir og mega þar bæði alþingismenn og ríkisstjórnir undanfarin 10-15 ár spyrja að ábyrgð sinni. Skautað yfir veruleikann Á meðan unnið var að skýrslunni sem hér er til umræðu var frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2013 lagt fram á Alþingi. Í því er ekki gert ráð fyrir neinu fé til að koma framhaldsskólalögunum frá 2008 í framkvæmd og áformaðar fjárveitingar framhaldsskólanna munu ekki duga mörgum þeirra til þess að ná endum saman í rekstri sínum. Á sama tíma var unnið að úrvinnslu samkomulags mennta- og menningarmálaráðherra við framhaldsskólakennara og stjórnendur í framhaldsskólum sem gert var vorið 2011 um faglega og kjaralega endurskoðun í tengslum við framhaldsskólalögin. Það hafði mikil og neikvæð áhrif á þá vinnu að hvorki reyndist til heildaráætlun um innleiðingu laganna, sem taka eiga gildi að fullu 2015, né heldur hafði ríkisvaldið búið sig fjárhagslega undir kostnað af væntanlegu samkomulagi. Því vekur fullyrðing skýrsluhöfunda á bls. 4 furðu en hún er svohljóðandi: Fyrir liggur áætlun um fulla innleiðingu laganna til ársins 2015. Þá verða allir skólar komnir með námsbrautir byggðar á hinni nýju námskrá. Allir námsáfangar og námsbrautir verða skilgreindar á hæfniþrep og aðgengilegar í námskrárgrunni á netinu." Því er svo við þetta að bæta að um 2 milljarðar króna sem áætlaðir voru til innleiðingar nýju framhaldsskólalaganna hurfu í hít hrunsins og rekstur framhaldsskóla hefur verið skorinn niður ár hvert síðan – í raun miklu meira en stjórnvöld hafa viljað vera láta þar sem nemendum hefur sífellt fjölgað en umfjöllun um fjármál framhaldsskóla við fjárlagagerðina ár hvert ekki tekið til þess veruleika. Námsaðstæður í framhaldsskólum eru nú verri en fyrir setningu laganna margumræddu þar sem skólarnir hafa tilneyddir fjölgað nemendum óhóflega í námshópum, skorið niður stoðþjónustu og dregið úr námsframboði – allt vegna niðurskurðar. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013 kemur fram að uppsafnaðar aðhaldsaðgerðir í framhaldsskólakerfinu árin 2009-2013 eru rúmir 4 milljarðar. Fjölbreyttur framhaldsskóli Aðferð skýrsluhöfunda er í meginatriðum sú að tilgreina ýmis kunnugleg vandamál sem þeir telja óleyst og beina því síðan til ýmissa aðila að leysa þau en án þess að gera grein fyrir forsendum sem skapa þarf s.s. um mannafla og sérfræðiþekkingu, aðstæður, námsgögn og annan búnað. Nær öll þessi atriði eru beintengd fjármunum og því ámælisvert að í skýrslunni skuli alvarleg fjárhagsstaða framhaldsskólanna alveg hunsuð og vart nokkurs staðar getið um hlutverk og þýðingu kennara í endursköpun íslensks framhaldsskóla. Framhaldsskólarnir sjálfir eru þrátt fyrir erfiðar aðstæður í sífelldri þróun og hafa á að skipa því fólki sem er í bestri aðstöðu til þess að meta og koma til framkvæmda nauðsynlegum breytingum á námi og skólastarfi. Með þessu er í engu skorast undan því að endurskoða gildandi skipulag, velta fyrir sér leiðum til þess að kveikja og viðhalda námsáhuga og færa skólastarfið nær veruleika ungs fólks á 21. öld. Ekki er heldur litið fram hjá nauðsyn þess að tengja saman skóla og atvinnulíf eða skólann og samfélagið í víðari skilningi. Að lokum má spyrja hvers vegna vinna starfshópsins og afurðir hans eru ekki unnar í beinum tengslum við framkvæmd nýrra laga um skólastarf og menntastefnu sem ætla verður að þeir flokkar sem starfa saman í ríkisstjórn standi saman um.
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar