Við megum ekki gefast upp Auður Guðjónsdóttir skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Norðurlandaþingið tillögu um mænuskaða á þingi sínu árið 2011. Tillagan kom upprunalega frá Íslandi og unnu þingmennirnir Siv Friðleifsdóttir, Helgi Hjörvar og Álfheiður Ingadóttir ötullega að því að koma henni í gegn. Í stórum dráttum gekk tillagan út á að ráðið setti á fót sérfræðingahóp með það hlutverk að skoða stóru rannsóknarmynd mænunnar og reyna að finna út hvort mögulegt væri að samþætta rannsóknarniðurstöður og nota sem innlegg í þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Slík heildarskoðun gæti ekki aðeins gagnast mænuskaða heldur einnig sjúkdómum í mænu s.s. MS, MND og fleiru. Þrátt fyrir mikilvægi tillögunnar get ég því miður ekki sagt farir hennar rennisléttar innan Norðurlandaráðs. Á Norðurlandaþinginu sem haldið var í byrjun nóvember kom í ljós að ráðherranefndin, sem hefur úrslitavald um hvort samþykktar tillögur lifa eða deyja, hefur ákveðið að taka eitt ár til viðbótar í að meta hvort mænuskaði verði gerður að forgangsmáli eða ekki. Mænuskaði í forgang Skaði á mænu er eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Mjög erfiðlega hefur gengið að þróa lækningastefnu fyrir hann og þarf vísindasviðið alvarlega á aðstoð að halda. Ef miðað er við framfarir á mörgum öðrum vísindasviðum þá þyrfti í raun að blása til alþjóðlegs átaks í þágu lækninga á mænuskaða. Sem fulltrúa Íslands í ráðherranefnd Norðurlandaráðs um velferðarmál bið ég Guðbjart Hannesson vinsamlegast um að beita töfrum sínum og sannfæra kollega sína í ráðherranefndinni um nauðsyn þess fyrir mannkynið að starfshópnum verði komið á fót. Þetta mál er það langt komið að ekki má gefast upp á endasprettinum. Það verður að berjast til sigurs og klára málið á þeim forsendum sem lagt var upp með og koma mænuskaðanum í forgang. Ég treysti því að velferðarráðherra verði við bón minni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Skoðanir Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Norðurlandaþingið tillögu um mænuskaða á þingi sínu árið 2011. Tillagan kom upprunalega frá Íslandi og unnu þingmennirnir Siv Friðleifsdóttir, Helgi Hjörvar og Álfheiður Ingadóttir ötullega að því að koma henni í gegn. Í stórum dráttum gekk tillagan út á að ráðið setti á fót sérfræðingahóp með það hlutverk að skoða stóru rannsóknarmynd mænunnar og reyna að finna út hvort mögulegt væri að samþætta rannsóknarniðurstöður og nota sem innlegg í þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Slík heildarskoðun gæti ekki aðeins gagnast mænuskaða heldur einnig sjúkdómum í mænu s.s. MS, MND og fleiru. Þrátt fyrir mikilvægi tillögunnar get ég því miður ekki sagt farir hennar rennisléttar innan Norðurlandaráðs. Á Norðurlandaþinginu sem haldið var í byrjun nóvember kom í ljós að ráðherranefndin, sem hefur úrslitavald um hvort samþykktar tillögur lifa eða deyja, hefur ákveðið að taka eitt ár til viðbótar í að meta hvort mænuskaði verði gerður að forgangsmáli eða ekki. Mænuskaði í forgang Skaði á mænu er eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Mjög erfiðlega hefur gengið að þróa lækningastefnu fyrir hann og þarf vísindasviðið alvarlega á aðstoð að halda. Ef miðað er við framfarir á mörgum öðrum vísindasviðum þá þyrfti í raun að blása til alþjóðlegs átaks í þágu lækninga á mænuskaða. Sem fulltrúa Íslands í ráðherranefnd Norðurlandaráðs um velferðarmál bið ég Guðbjart Hannesson vinsamlegast um að beita töfrum sínum og sannfæra kollega sína í ráðherranefndinni um nauðsyn þess fyrir mannkynið að starfshópnum verði komið á fót. Þetta mál er það langt komið að ekki má gefast upp á endasprettinum. Það verður að berjast til sigurs og klára málið á þeim forsendum sem lagt var upp með og koma mænuskaðanum í forgang. Ég treysti því að velferðarráðherra verði við bón minni.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar