Við megum ekki gefast upp Auður Guðjónsdóttir skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Norðurlandaþingið tillögu um mænuskaða á þingi sínu árið 2011. Tillagan kom upprunalega frá Íslandi og unnu þingmennirnir Siv Friðleifsdóttir, Helgi Hjörvar og Álfheiður Ingadóttir ötullega að því að koma henni í gegn. Í stórum dráttum gekk tillagan út á að ráðið setti á fót sérfræðingahóp með það hlutverk að skoða stóru rannsóknarmynd mænunnar og reyna að finna út hvort mögulegt væri að samþætta rannsóknarniðurstöður og nota sem innlegg í þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Slík heildarskoðun gæti ekki aðeins gagnast mænuskaða heldur einnig sjúkdómum í mænu s.s. MS, MND og fleiru. Þrátt fyrir mikilvægi tillögunnar get ég því miður ekki sagt farir hennar rennisléttar innan Norðurlandaráðs. Á Norðurlandaþinginu sem haldið var í byrjun nóvember kom í ljós að ráðherranefndin, sem hefur úrslitavald um hvort samþykktar tillögur lifa eða deyja, hefur ákveðið að taka eitt ár til viðbótar í að meta hvort mænuskaði verði gerður að forgangsmáli eða ekki. Mænuskaði í forgang Skaði á mænu er eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Mjög erfiðlega hefur gengið að þróa lækningastefnu fyrir hann og þarf vísindasviðið alvarlega á aðstoð að halda. Ef miðað er við framfarir á mörgum öðrum vísindasviðum þá þyrfti í raun að blása til alþjóðlegs átaks í þágu lækninga á mænuskaða. Sem fulltrúa Íslands í ráðherranefnd Norðurlandaráðs um velferðarmál bið ég Guðbjart Hannesson vinsamlegast um að beita töfrum sínum og sannfæra kollega sína í ráðherranefndinni um nauðsyn þess fyrir mannkynið að starfshópnum verði komið á fót. Þetta mál er það langt komið að ekki má gefast upp á endasprettinum. Það verður að berjast til sigurs og klára málið á þeim forsendum sem lagt var upp með og koma mænuskaðanum í forgang. Ég treysti því að velferðarráðherra verði við bón minni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Skoðanir Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Norðurlandaþingið tillögu um mænuskaða á þingi sínu árið 2011. Tillagan kom upprunalega frá Íslandi og unnu þingmennirnir Siv Friðleifsdóttir, Helgi Hjörvar og Álfheiður Ingadóttir ötullega að því að koma henni í gegn. Í stórum dráttum gekk tillagan út á að ráðið setti á fót sérfræðingahóp með það hlutverk að skoða stóru rannsóknarmynd mænunnar og reyna að finna út hvort mögulegt væri að samþætta rannsóknarniðurstöður og nota sem innlegg í þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Slík heildarskoðun gæti ekki aðeins gagnast mænuskaða heldur einnig sjúkdómum í mænu s.s. MS, MND og fleiru. Þrátt fyrir mikilvægi tillögunnar get ég því miður ekki sagt farir hennar rennisléttar innan Norðurlandaráðs. Á Norðurlandaþinginu sem haldið var í byrjun nóvember kom í ljós að ráðherranefndin, sem hefur úrslitavald um hvort samþykktar tillögur lifa eða deyja, hefur ákveðið að taka eitt ár til viðbótar í að meta hvort mænuskaði verði gerður að forgangsmáli eða ekki. Mænuskaði í forgang Skaði á mænu er eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Mjög erfiðlega hefur gengið að þróa lækningastefnu fyrir hann og þarf vísindasviðið alvarlega á aðstoð að halda. Ef miðað er við framfarir á mörgum öðrum vísindasviðum þá þyrfti í raun að blása til alþjóðlegs átaks í þágu lækninga á mænuskaða. Sem fulltrúa Íslands í ráðherranefnd Norðurlandaráðs um velferðarmál bið ég Guðbjart Hannesson vinsamlegast um að beita töfrum sínum og sannfæra kollega sína í ráðherranefndinni um nauðsyn þess fyrir mannkynið að starfshópnum verði komið á fót. Þetta mál er það langt komið að ekki má gefast upp á endasprettinum. Það verður að berjast til sigurs og klára málið á þeim forsendum sem lagt var upp með og koma mænuskaðanum í forgang. Ég treysti því að velferðarráðherra verði við bón minni.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun