Færum Sjálfstæðisflokkinn aftur til fólksins í landinu Jakob F. Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn er á vegamótum. Hann hefur að ýmsu leyti fjarlægst uppruna sinn, gleymt hinum gömlu og góðu gildum sjálfstæðisstefnunnar. Í vissum skilningi má jafnvel segja að hann hafi fjarlægst fólkið í landinu, einstaklingana og lífsbaráttu þeirra, og samsamað sig um of sérfræðiálitum og öflugum hagsmunasamtökum. Það er lífsnauðsyn að færa Sjálfstæðisflokkinn aftur til almennings og gera hann á ný að brjóstvörn einstaklinga og smáfyrirtækja gagnvart stórhagsmunum og alltumlykjandi ríkisvaldi. En það gerist ekki nema það eigi sér stað rækileg endurnýjun á framboðslistum flokksins. Það gerist ekki nema flokkurinn bjóði upp á frambjóðendur sem njóta trausts og búa yfir fjölbreyttri reynslu. Trúverðug og skýr stefna Landsstjórnin er í algerum ógöngum. Almenningur finnur það á sjálfum sér. Fólkið í þessu landi leitar að trúverðugum valkosti. Sjálfstæðisflokkurinn á að vera sá valkostur. Fólk vill leiðsögn. Sjálfstæðisflokkurinn á að veita þá leiðsögn. Hvernig á að leysa snjóhengjuvandann? Hvernig á að takast á við yfirgang erlendu vogunarsjóðanna? Hvernig á að bregðast við skuldavanda heimilanna og treysta í sessi séreign einstaklinga á húsnæði sínu? Hvernig á að brjótast út úr skattpíningarhlekkjum vinstri stjórnarinnar sem lama einstaklingsframtakið og drepa starfsemi smáfyrirtækja í dróma? Hvernig á að treysta stoðir sjávarútvegsins á ný? Hvernig á að hleypa nýju lífi í atvinnulífið og skapa hagvöxt sem gerir það meðal annars að verkum að fólkið sem flutti burt eftir bankahrunið snúi aftur heim til Íslands? Í öllum þessum efnum verður Sjálfstæðisflokkurinn að bjóða upp á trúverðuga og skýra stefnu. Samhliða á hann að beita sér fyrir því að gerð verði víðtæk úttekt á ríkisgeiranum með það fyrir augum að laga hann að þörfum 300.000 manna þjóðfélags og þar með lækka svo um munar þær byrðar sem lagðar eru á skattgreiðendur þessa lands og skapa forsendur fyrir öflugu velferðar- og menntakerfi til framtíðar. Sjaldan hefur verið ríkari þörf á því en nú að vinna sjálfstæðisstefnunni framgang – treysta frelsi einstaklingsins, stuðla að frjálsu og öflugu atvinnulífi og standa vörð um sjálfstæði landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er á vegamótum. Hann hefur að ýmsu leyti fjarlægst uppruna sinn, gleymt hinum gömlu og góðu gildum sjálfstæðisstefnunnar. Í vissum skilningi má jafnvel segja að hann hafi fjarlægst fólkið í landinu, einstaklingana og lífsbaráttu þeirra, og samsamað sig um of sérfræðiálitum og öflugum hagsmunasamtökum. Það er lífsnauðsyn að færa Sjálfstæðisflokkinn aftur til almennings og gera hann á ný að brjóstvörn einstaklinga og smáfyrirtækja gagnvart stórhagsmunum og alltumlykjandi ríkisvaldi. En það gerist ekki nema það eigi sér stað rækileg endurnýjun á framboðslistum flokksins. Það gerist ekki nema flokkurinn bjóði upp á frambjóðendur sem njóta trausts og búa yfir fjölbreyttri reynslu. Trúverðug og skýr stefna Landsstjórnin er í algerum ógöngum. Almenningur finnur það á sjálfum sér. Fólkið í þessu landi leitar að trúverðugum valkosti. Sjálfstæðisflokkurinn á að vera sá valkostur. Fólk vill leiðsögn. Sjálfstæðisflokkurinn á að veita þá leiðsögn. Hvernig á að leysa snjóhengjuvandann? Hvernig á að takast á við yfirgang erlendu vogunarsjóðanna? Hvernig á að bregðast við skuldavanda heimilanna og treysta í sessi séreign einstaklinga á húsnæði sínu? Hvernig á að brjótast út úr skattpíningarhlekkjum vinstri stjórnarinnar sem lama einstaklingsframtakið og drepa starfsemi smáfyrirtækja í dróma? Hvernig á að treysta stoðir sjávarútvegsins á ný? Hvernig á að hleypa nýju lífi í atvinnulífið og skapa hagvöxt sem gerir það meðal annars að verkum að fólkið sem flutti burt eftir bankahrunið snúi aftur heim til Íslands? Í öllum þessum efnum verður Sjálfstæðisflokkurinn að bjóða upp á trúverðuga og skýra stefnu. Samhliða á hann að beita sér fyrir því að gerð verði víðtæk úttekt á ríkisgeiranum með það fyrir augum að laga hann að þörfum 300.000 manna þjóðfélags og þar með lækka svo um munar þær byrðar sem lagðar eru á skattgreiðendur þessa lands og skapa forsendur fyrir öflugu velferðar- og menntakerfi til framtíðar. Sjaldan hefur verið ríkari þörf á því en nú að vinna sjálfstæðisstefnunni framgang – treysta frelsi einstaklingsins, stuðla að frjálsu og öflugu atvinnulífi og standa vörð um sjálfstæði landsins.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar