Gelding grísa án deyfingar loks færð í lög Guðný Nielsen skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Á undanförnum árum hafa íslensk svínabú legið undir ámæli fyrir það verklag að grísir eru geltir án deyfingar. Neytendur virtust áður almennt ómeðvitaðir um að þetta færi fram hérlendis, enda alla jafna talið að gætt sé að velferð dýra í íslenskum landbúnaði. Frumvarp til laga um velferð dýra var lagt fram á Alþingi 25. október síðastliðinn og gekk það samdægurs til atvinnuveganefndar. Drög að frumvarpinu eru heldur eldri og fólu þau í sér skýrt bann við geldingu dýra án deyfingar. Nú hefur þrýstingur hagsmunahópa náð að knýja fram breytingar og gerir núverandi frumvarp ráð fyrir heimild til geldingar grísa, yngri en vikugamalla, án deyfingar. Frumvarpið gerir ráð fyrir verkjastillandi lyfjagjöf, en gelding er sársaukafull aðgerð og lyfjagjöf ein og sér kemur aldrei í stað fyrir deyfingu. Í núgildandi lögum um dýravernd er kveðið á um að dýr skuli ávallt deyfð eða svæfð við sársaukafulla aðgerð. Hins vegar hefur undanþága í reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína hingað til gert svínaræktendum kleift að gelda grísi, yngri en sjö daga gamalla, án deyfingar. Þetta er gert til hagræðingar fyrir eigendur svínabúa því það er kostnaðarsamt að kalla til dýralækni til þess að framkvæma deyfingu á hundruðum grísa. Grísirnir þjást við geldingu hvort sem þeir eru þriggja, sjö eða fimmtán daga gamlir. Verði framangreint frumvarp um velferð dýra að lögum verður heimildin til að framkvæma þessa sársaukafullu aðgerð án allrar deyfingar loks færð í lög. Með því yrði stigið stórt skref aftur á bak í velferðarmálum dýra. Það er með öllu ótækt að þetta skuli heimilað með lögum sem tryggja eiga velferð dýra á Íslandi. Ég skora á atvinnuveganefnd að sjá til þess að svo verði ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa íslensk svínabú legið undir ámæli fyrir það verklag að grísir eru geltir án deyfingar. Neytendur virtust áður almennt ómeðvitaðir um að þetta færi fram hérlendis, enda alla jafna talið að gætt sé að velferð dýra í íslenskum landbúnaði. Frumvarp til laga um velferð dýra var lagt fram á Alþingi 25. október síðastliðinn og gekk það samdægurs til atvinnuveganefndar. Drög að frumvarpinu eru heldur eldri og fólu þau í sér skýrt bann við geldingu dýra án deyfingar. Nú hefur þrýstingur hagsmunahópa náð að knýja fram breytingar og gerir núverandi frumvarp ráð fyrir heimild til geldingar grísa, yngri en vikugamalla, án deyfingar. Frumvarpið gerir ráð fyrir verkjastillandi lyfjagjöf, en gelding er sársaukafull aðgerð og lyfjagjöf ein og sér kemur aldrei í stað fyrir deyfingu. Í núgildandi lögum um dýravernd er kveðið á um að dýr skuli ávallt deyfð eða svæfð við sársaukafulla aðgerð. Hins vegar hefur undanþága í reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína hingað til gert svínaræktendum kleift að gelda grísi, yngri en sjö daga gamalla, án deyfingar. Þetta er gert til hagræðingar fyrir eigendur svínabúa því það er kostnaðarsamt að kalla til dýralækni til þess að framkvæma deyfingu á hundruðum grísa. Grísirnir þjást við geldingu hvort sem þeir eru þriggja, sjö eða fimmtán daga gamlir. Verði framangreint frumvarp um velferð dýra að lögum verður heimildin til að framkvæma þessa sársaukafullu aðgerð án allrar deyfingar loks færð í lög. Með því yrði stigið stórt skref aftur á bak í velferðarmálum dýra. Það er með öllu ótækt að þetta skuli heimilað með lögum sem tryggja eiga velferð dýra á Íslandi. Ég skora á atvinnuveganefnd að sjá til þess að svo verði ekki.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar