Gelding grísa án deyfingar loks færð í lög Guðný Nielsen skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Á undanförnum árum hafa íslensk svínabú legið undir ámæli fyrir það verklag að grísir eru geltir án deyfingar. Neytendur virtust áður almennt ómeðvitaðir um að þetta færi fram hérlendis, enda alla jafna talið að gætt sé að velferð dýra í íslenskum landbúnaði. Frumvarp til laga um velferð dýra var lagt fram á Alþingi 25. október síðastliðinn og gekk það samdægurs til atvinnuveganefndar. Drög að frumvarpinu eru heldur eldri og fólu þau í sér skýrt bann við geldingu dýra án deyfingar. Nú hefur þrýstingur hagsmunahópa náð að knýja fram breytingar og gerir núverandi frumvarp ráð fyrir heimild til geldingar grísa, yngri en vikugamalla, án deyfingar. Frumvarpið gerir ráð fyrir verkjastillandi lyfjagjöf, en gelding er sársaukafull aðgerð og lyfjagjöf ein og sér kemur aldrei í stað fyrir deyfingu. Í núgildandi lögum um dýravernd er kveðið á um að dýr skuli ávallt deyfð eða svæfð við sársaukafulla aðgerð. Hins vegar hefur undanþága í reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína hingað til gert svínaræktendum kleift að gelda grísi, yngri en sjö daga gamalla, án deyfingar. Þetta er gert til hagræðingar fyrir eigendur svínabúa því það er kostnaðarsamt að kalla til dýralækni til þess að framkvæma deyfingu á hundruðum grísa. Grísirnir þjást við geldingu hvort sem þeir eru þriggja, sjö eða fimmtán daga gamlir. Verði framangreint frumvarp um velferð dýra að lögum verður heimildin til að framkvæma þessa sársaukafullu aðgerð án allrar deyfingar loks færð í lög. Með því yrði stigið stórt skref aftur á bak í velferðarmálum dýra. Það er með öllu ótækt að þetta skuli heimilað með lögum sem tryggja eiga velferð dýra á Íslandi. Ég skora á atvinnuveganefnd að sjá til þess að svo verði ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa íslensk svínabú legið undir ámæli fyrir það verklag að grísir eru geltir án deyfingar. Neytendur virtust áður almennt ómeðvitaðir um að þetta færi fram hérlendis, enda alla jafna talið að gætt sé að velferð dýra í íslenskum landbúnaði. Frumvarp til laga um velferð dýra var lagt fram á Alþingi 25. október síðastliðinn og gekk það samdægurs til atvinnuveganefndar. Drög að frumvarpinu eru heldur eldri og fólu þau í sér skýrt bann við geldingu dýra án deyfingar. Nú hefur þrýstingur hagsmunahópa náð að knýja fram breytingar og gerir núverandi frumvarp ráð fyrir heimild til geldingar grísa, yngri en vikugamalla, án deyfingar. Frumvarpið gerir ráð fyrir verkjastillandi lyfjagjöf, en gelding er sársaukafull aðgerð og lyfjagjöf ein og sér kemur aldrei í stað fyrir deyfingu. Í núgildandi lögum um dýravernd er kveðið á um að dýr skuli ávallt deyfð eða svæfð við sársaukafulla aðgerð. Hins vegar hefur undanþága í reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína hingað til gert svínaræktendum kleift að gelda grísi, yngri en sjö daga gamalla, án deyfingar. Þetta er gert til hagræðingar fyrir eigendur svínabúa því það er kostnaðarsamt að kalla til dýralækni til þess að framkvæma deyfingu á hundruðum grísa. Grísirnir þjást við geldingu hvort sem þeir eru þriggja, sjö eða fimmtán daga gamlir. Verði framangreint frumvarp um velferð dýra að lögum verður heimildin til að framkvæma þessa sársaukafullu aðgerð án allrar deyfingar loks færð í lög. Með því yrði stigið stórt skref aftur á bak í velferðarmálum dýra. Það er með öllu ótækt að þetta skuli heimilað með lögum sem tryggja eiga velferð dýra á Íslandi. Ég skora á atvinnuveganefnd að sjá til þess að svo verði ekki.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun