Hver býr til jólakonfektið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Yfirgnæfandi líkur eru á því að neytendur styðji með óbeinum hætti við barnaþrælkun þegar þeir kaupa íslenskt súkkulaði. Þrátt fyrir að barnaþrælkun sé bönnuð með lögum á Fílabeinsströndinni, sem er stærsti útflutningsaðili á kakói í heiminum, þá viðgengst hún þar samt sem áður hjá fjölmörgum kakóframleiðendum. Algengt er að börn séu keypt sem ódýrt vinnuafl frá nágrannalöndum og látin vinna við hættulegar aðstæður; þau úða skordýraeitri án þess að klæðast hlífðarfatnaði og vinna með sveðjum sem þau stórslasa sig á. Börnin þekkja ekkert annað en vinnu og fá hvorki tækifæri til að ganga í skóla né njóta samvista með fjölskyldum sínum. Barnaþrælkun verði útrýmt Árið 2002 tóku kakóframleiðendur og dreifingaraðilar sig saman og stofnuðu samtökin ICI (International Cocoa Initiative) með það markmið að útrýma barnaþrælkun í kakóiðnaðinum fyrir 2005. Það tókst ekki og áætlar UNICEF að um hálf milljón barna vinni enn við framleiðslu á kakói í Vestur-Afríku. ICI hefur ítrekað veitt frest á yfirlýstu markmiði sínu og hefur nú framlengt hann til 2020; þá á að vera búið að útrýma barnaþrælkun í kakóiðnaði. Þau eru s.s. enn ófædd mörg þeirra barna sem munu vinna að kakóframleiðslu við hörmulegan aðbúnað. Mörgum þykir miða hægt í rétta átt og að framleiðendur, dreifingaraðilar og súkkulaðiverksmiðjur taki ekki nægjanlega hart á vandanum. Framleiðendur benda á að barnaþrælkun sé flókið og djúpstætt vandamál sem vandi sé að uppræta og að erfitt sé að komast inn í afskekkt héruð í Vestur-Afríku þar sem kakóbaunir eru ræktaðar. Nýleg rannsókn, gerð fyrir bandarísk yfirvöld, bendir til þess að lítill metnaður sé í raun lagður í að ná til kakóbænda og að mesta púðrið fari í fagrar yfirlýsingar og stefnur. Engin vottun hérlendis Enn sem komið er býður enginn íslenskur framleiðandi upp á súkkulaði þar sem vottað er að sanngjarnir viðskiptahættir hafi verið við hafðir. Úr því verða íslenskir súkkulaðiunnendur að bæta. Neytendur þurfa að krefjast þess að eiga kost á súkkulaði og kakói þar sem tryggt er að börn hafi ekki unnið við framleiðsluna og að verkafólk hafi fengið mannsæmandi laun. Við eigum að geta gefið börnunum okkar jólakonfekt og páskaegg sem eru ekki framleiðsla byggð á barnaþrælkun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á því að neytendur styðji með óbeinum hætti við barnaþrælkun þegar þeir kaupa íslenskt súkkulaði. Þrátt fyrir að barnaþrælkun sé bönnuð með lögum á Fílabeinsströndinni, sem er stærsti útflutningsaðili á kakói í heiminum, þá viðgengst hún þar samt sem áður hjá fjölmörgum kakóframleiðendum. Algengt er að börn séu keypt sem ódýrt vinnuafl frá nágrannalöndum og látin vinna við hættulegar aðstæður; þau úða skordýraeitri án þess að klæðast hlífðarfatnaði og vinna með sveðjum sem þau stórslasa sig á. Börnin þekkja ekkert annað en vinnu og fá hvorki tækifæri til að ganga í skóla né njóta samvista með fjölskyldum sínum. Barnaþrælkun verði útrýmt Árið 2002 tóku kakóframleiðendur og dreifingaraðilar sig saman og stofnuðu samtökin ICI (International Cocoa Initiative) með það markmið að útrýma barnaþrælkun í kakóiðnaðinum fyrir 2005. Það tókst ekki og áætlar UNICEF að um hálf milljón barna vinni enn við framleiðslu á kakói í Vestur-Afríku. ICI hefur ítrekað veitt frest á yfirlýstu markmiði sínu og hefur nú framlengt hann til 2020; þá á að vera búið að útrýma barnaþrælkun í kakóiðnaði. Þau eru s.s. enn ófædd mörg þeirra barna sem munu vinna að kakóframleiðslu við hörmulegan aðbúnað. Mörgum þykir miða hægt í rétta átt og að framleiðendur, dreifingaraðilar og súkkulaðiverksmiðjur taki ekki nægjanlega hart á vandanum. Framleiðendur benda á að barnaþrælkun sé flókið og djúpstætt vandamál sem vandi sé að uppræta og að erfitt sé að komast inn í afskekkt héruð í Vestur-Afríku þar sem kakóbaunir eru ræktaðar. Nýleg rannsókn, gerð fyrir bandarísk yfirvöld, bendir til þess að lítill metnaður sé í raun lagður í að ná til kakóbænda og að mesta púðrið fari í fagrar yfirlýsingar og stefnur. Engin vottun hérlendis Enn sem komið er býður enginn íslenskur framleiðandi upp á súkkulaði þar sem vottað er að sanngjarnir viðskiptahættir hafi verið við hafðir. Úr því verða íslenskir súkkulaðiunnendur að bæta. Neytendur þurfa að krefjast þess að eiga kost á súkkulaði og kakói þar sem tryggt er að börn hafi ekki unnið við framleiðsluna og að verkafólk hafi fengið mannsæmandi laun. Við eigum að geta gefið börnunum okkar jólakonfekt og páskaegg sem eru ekki framleiðsla byggð á barnaþrælkun.
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar