Nýjasta glæpasaga Yrsu Sigurðardóttur, Kuldi, er væntanleg úr prentun á föstudag eða laugardag og kemur líklega í búðir um svipað leyti.
Fyrsta upplagið sem prentað verður er fimmtán þúsund eintök en síðasta saga hennar, Brakið, var prentuð í jafnmörgum eintökum til að byrja með.
Hún seldist í 22 þúsund eintökum og var vinsælasta bók síðasta árs. Rétt eins og í hinni hrollvekjandi Ég man þig fær lögmaðurinn Þóra Guðmundsdóttir frí í Kulda.
Prentuð í 15 þúsundum
![Yrsa Sigurðardóttir](https://www.visir.is/i/B2A413B7A03CEE31C92775876137DA34D23128455E2E47DF3BC84B8D7F2F80BD_713x0.jpg)