Sex hundruð unglingar sem breyta heiminum 27. október 2012 06:00 Um helgina verða unglingarnir 600 staddir á Egilsstöðum á vegum þjóðkirkjunnar. Þar ætla þau að safna fé til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar og leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn. Féð sem safnast verður nýtt til þess að byggja brunna handa fólki í Malaví sem hefur engan aðgang að hreinu vatni. Hreint vatn er ekki sjálfsagður hluti af tilveru allra og þó er það ein af forsendum lífs á jörðu. Fjöldi fólks deyr á hverjum degi úr sjúkdómum sem tengjast óhreinu vatni. Vatnsskorturinn bitnar til dæmis á stúlkum sem eyða heilu dögunum í að sækja vatn fyrir fjölskylduna. Á meðan eru þær ekki í skóla og samfélagið allt líður fyrir. Það er ekki auðvelt fyrir okkur sem erum búsett á Íslandi að setja okkur í þessi spor en unglingarnir okkar eru magnaðir og þau ætla nú til Egilsstaða og eyða þar helgi við skemmtun og lærdóm, vinnu og helgihald og þau ætla að leggja sitt af mörkum til þess að systkini okkar í Malaví eigi kost á betra lífi. Landsmótið á Egilsstöðum er það næststærsta í sögu Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ). Á hverju ári leggja unglingarnir sitt af mörkum til góðra verkefna. Á undanförnum árum hafa þau safnað fé til að leysa þrælabörn frá Indlandi úr ánauð og til þess að hjálpa japönskum jafnöldrum sínum eftir jarðskjálfta þar í landi. Landsmót gefur þeim einnig tilfinningu fyrir því að þau séu hluti af mun stærra samhengi en söfnuðinum heima á Vopnafirði, Digranesi, Hvammstanga, Grafarvogi. Þau finna sig sem hluta af lifandi þjóðkirkju sem starfar um allt land. Þau kynnast hvert öðru, læra hvert af öðru og stilla saman strengi til góðra verka. Megi Guð gefa að mótið fari vel fram og okkur takist saman að breyta heiminum, vera hendur Guðs til góðra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Um helgina verða unglingarnir 600 staddir á Egilsstöðum á vegum þjóðkirkjunnar. Þar ætla þau að safna fé til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar og leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn. Féð sem safnast verður nýtt til þess að byggja brunna handa fólki í Malaví sem hefur engan aðgang að hreinu vatni. Hreint vatn er ekki sjálfsagður hluti af tilveru allra og þó er það ein af forsendum lífs á jörðu. Fjöldi fólks deyr á hverjum degi úr sjúkdómum sem tengjast óhreinu vatni. Vatnsskorturinn bitnar til dæmis á stúlkum sem eyða heilu dögunum í að sækja vatn fyrir fjölskylduna. Á meðan eru þær ekki í skóla og samfélagið allt líður fyrir. Það er ekki auðvelt fyrir okkur sem erum búsett á Íslandi að setja okkur í þessi spor en unglingarnir okkar eru magnaðir og þau ætla nú til Egilsstaða og eyða þar helgi við skemmtun og lærdóm, vinnu og helgihald og þau ætla að leggja sitt af mörkum til þess að systkini okkar í Malaví eigi kost á betra lífi. Landsmótið á Egilsstöðum er það næststærsta í sögu Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ). Á hverju ári leggja unglingarnir sitt af mörkum til góðra verkefna. Á undanförnum árum hafa þau safnað fé til að leysa þrælabörn frá Indlandi úr ánauð og til þess að hjálpa japönskum jafnöldrum sínum eftir jarðskjálfta þar í landi. Landsmót gefur þeim einnig tilfinningu fyrir því að þau séu hluti af mun stærra samhengi en söfnuðinum heima á Vopnafirði, Digranesi, Hvammstanga, Grafarvogi. Þau finna sig sem hluta af lifandi þjóðkirkju sem starfar um allt land. Þau kynnast hvert öðru, læra hvert af öðru og stilla saman strengi til góðra verka. Megi Guð gefa að mótið fari vel fram og okkur takist saman að breyta heiminum, vera hendur Guðs til góðra verka.
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar