Sex hundruð unglingar sem breyta heiminum 27. október 2012 06:00 Um helgina verða unglingarnir 600 staddir á Egilsstöðum á vegum þjóðkirkjunnar. Þar ætla þau að safna fé til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar og leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn. Féð sem safnast verður nýtt til þess að byggja brunna handa fólki í Malaví sem hefur engan aðgang að hreinu vatni. Hreint vatn er ekki sjálfsagður hluti af tilveru allra og þó er það ein af forsendum lífs á jörðu. Fjöldi fólks deyr á hverjum degi úr sjúkdómum sem tengjast óhreinu vatni. Vatnsskorturinn bitnar til dæmis á stúlkum sem eyða heilu dögunum í að sækja vatn fyrir fjölskylduna. Á meðan eru þær ekki í skóla og samfélagið allt líður fyrir. Það er ekki auðvelt fyrir okkur sem erum búsett á Íslandi að setja okkur í þessi spor en unglingarnir okkar eru magnaðir og þau ætla nú til Egilsstaða og eyða þar helgi við skemmtun og lærdóm, vinnu og helgihald og þau ætla að leggja sitt af mörkum til þess að systkini okkar í Malaví eigi kost á betra lífi. Landsmótið á Egilsstöðum er það næststærsta í sögu Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ). Á hverju ári leggja unglingarnir sitt af mörkum til góðra verkefna. Á undanförnum árum hafa þau safnað fé til að leysa þrælabörn frá Indlandi úr ánauð og til þess að hjálpa japönskum jafnöldrum sínum eftir jarðskjálfta þar í landi. Landsmót gefur þeim einnig tilfinningu fyrir því að þau séu hluti af mun stærra samhengi en söfnuðinum heima á Vopnafirði, Digranesi, Hvammstanga, Grafarvogi. Þau finna sig sem hluta af lifandi þjóðkirkju sem starfar um allt land. Þau kynnast hvert öðru, læra hvert af öðru og stilla saman strengi til góðra verka. Megi Guð gefa að mótið fari vel fram og okkur takist saman að breyta heiminum, vera hendur Guðs til góðra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Um helgina verða unglingarnir 600 staddir á Egilsstöðum á vegum þjóðkirkjunnar. Þar ætla þau að safna fé til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar og leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn. Féð sem safnast verður nýtt til þess að byggja brunna handa fólki í Malaví sem hefur engan aðgang að hreinu vatni. Hreint vatn er ekki sjálfsagður hluti af tilveru allra og þó er það ein af forsendum lífs á jörðu. Fjöldi fólks deyr á hverjum degi úr sjúkdómum sem tengjast óhreinu vatni. Vatnsskorturinn bitnar til dæmis á stúlkum sem eyða heilu dögunum í að sækja vatn fyrir fjölskylduna. Á meðan eru þær ekki í skóla og samfélagið allt líður fyrir. Það er ekki auðvelt fyrir okkur sem erum búsett á Íslandi að setja okkur í þessi spor en unglingarnir okkar eru magnaðir og þau ætla nú til Egilsstaða og eyða þar helgi við skemmtun og lærdóm, vinnu og helgihald og þau ætla að leggja sitt af mörkum til þess að systkini okkar í Malaví eigi kost á betra lífi. Landsmótið á Egilsstöðum er það næststærsta í sögu Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ). Á hverju ári leggja unglingarnir sitt af mörkum til góðra verkefna. Á undanförnum árum hafa þau safnað fé til að leysa þrælabörn frá Indlandi úr ánauð og til þess að hjálpa japönskum jafnöldrum sínum eftir jarðskjálfta þar í landi. Landsmót gefur þeim einnig tilfinningu fyrir því að þau séu hluti af mun stærra samhengi en söfnuðinum heima á Vopnafirði, Digranesi, Hvammstanga, Grafarvogi. Þau finna sig sem hluta af lifandi þjóðkirkju sem starfar um allt land. Þau kynnast hvert öðru, læra hvert af öðru og stilla saman strengi til góðra verka. Megi Guð gefa að mótið fari vel fram og okkur takist saman að breyta heiminum, vera hendur Guðs til góðra verka.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar