Jón Steinar Gunnlaugsson og Hæstiréttur Íslands Valtýr Sigurðsson skrifar 25. október 2012 06:00 Í sunnudagsblaði Mbl. er að finna viðtal við Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem ber yfirskriftina „Fann fyrir mótbyr og andúð". Þar kemur fram að Jón Steinar sé ánægður með að vera hættur í réttinum enda hafi honum ekkert orðið ágengt við að bæta starfsemi Hæstaréttar. Í greininni rekur hann það helsta sem hann hefði viljað breyta bæði í fyrirkomulagi réttarins og eins hvernig aðrir dómarar komast að niðurstöðu. Hann hafi fundið fyrir „mótbyr og andstöðu annarra dómara" og að ákvarðanir hafi verið teknar án aðildar hans. Hann hafi því skilað mörgum sératkvæðum í gegnum tíðina. Jón Steinar virðist eiga erfitt með að skilja af hverju þetta gerðist. Ekki virðist hvarfla að Jóni Steinari að eitthvað af þeim erfiðleikum sem hann telur sig hafa orðið fyrir í réttinum eigi e.t.v. rætur að rekja til persónuleika hans sjálfs. Að sjálfsögðu er ekkert að því að menn ræði breytingar á Hæstarétti og starfsemi hans. Hins vegar er umræða af þessu tagi til þess fallin að draga úr trúverðugleika réttarins. Það virðist einnig vera tilgangurinn. Ég hef þekkt Jón Steinar lengi og get borið sem fyrrverandi dómari að hann var góður málflytjandi. Fór þar saman góð lagakunnátta en ekki síður hæfileiki til að samsama sig algjörlega málatilbúnaði skjólstæðingsins hverju sinni. Hann átti hins vegar mjög erfitt með að taka því að ekki væri fallist á skoðanir hans. Að mínu mati hentaði dómarastarfið honum því illa. Í september 2008 sendi ég sem ríkissaksóknari bréf til Hæstaréttar og krafðist þess að Jón Steinar viki sæti í tilteknu kynferðisbrotamáli. Í bréfinu segir m.a. að fyrir ákæruvaldið og málsaðila skipti höfuðmáli að við meðferð dómsmála séu notaðar viðurkenndar og hefðbundnar aðferðir við sönnunarfærslu og sönnunarmat í sakamálum. Í bréfinu eru rakin greinarskrif Jóns Steinars sem bera yfirskriftina „Mál af þessu tagi" og grein Eiríks Tómassonar þá prófessors af því tilefni. Taldi Eiríkur að Jón Steinar hefði í sératkvæði í tilteknu Hæstaréttarmáli vikið frá settri lagareglu. Í bréfi ríkissaksóknara til Hæstaréttar segir, að sjónarmið Jóns Steinars hljóti að vekja spurningar hjá ákæruvaldinu um hæfi hans til að skipa sæti í umræddu máli enda sé því haldið fram fullum fetum, að tiltekin sönnunargögn í opinberum málum hafi almennt séð ekkert vægi og að aðeins í undantekningartilvikum sé unnt að taka eitthvert tillit til þeirra. Í niðurlagi bréfsins segir: „Þá segir Jón Steinar í grein sinni: „Í seinni tíð má finna dæmi um áfellisdóma í kynferðisbrotamálum, þar sem sönnunarfærsla er afar veik svo ekki sé meira sagt. Til athugunar vísast til dæmis til H. 2002.1065, H.2003.3386, H.2005.4042, H 1. júní 2006 í máli nr. 44/2006 og H.1. febrúar 2007 í máli nr. 243/2006." Jón Steinar sat aðeins í dómi í einu þessara mála þannig að mat hans á að þarna hafi sönnunarfærslan verið afar veik „svo ekki sé meira sagt" hlýtur að vera í aðalatriðum byggð á lestri hans á dómunum. Því má ætla að í þessu felist sú skoðun hans, að ekki eigi að taka tillit til óbeinna sönnunargagna nema í undantekningartilvikum. Sú skoðun er sem áður sagði í andstöðu við orð 47. gr. laga um meðferð opinberra mála, skýr dómafordæmi Hæstaréttar og hefur auk þess enga stoð í reglum þjóðaréttar. Hún er sett fram opinberlega og sem almenn skoðun dómarans. Þá gengur þessi skoðun, eins og hún er fram sett, mun lengra en leitt getur af fræðilegri umræðu. Skoðun Jóns Steinars um að sönnunarfærslan sé afar veik „svo ekki sé meira sagt" í þessum tilteknu dómum er því alvarlegt mál enda myndi hún, væri fallist á sjónarmið hans, væntanlega leiða til þess að óhjákvæmilegt yrði að sýkna í flestum, jafnvel öllum málum af þessu tagi svo framarlega sem ákærðu neituðu staðfastlega sök. Sú niðurstaða væri óásættanleg fyrir ákæruvaldið í landinu, brotaþola kynferðisbrota og beinlínis atlaga að réttarríkinu." Ríkissaksóknari taldi það skyldu skyldu sína að krefjast þess að Jón Steinar viki sæti í málinu þar sem efast mætti um að hann myndi fylgja viðurkenndum og eðlilegum leikreglum við mat á sönnunargögnum. Í nýjasta þætti Klinksins um helgina hélt Jón Steinar gagnrýni sinni áfram og átaldi dómstóla fyrir að hafa slakað á sönnunarkröfum í kynferðisbrotamálum. Hann gekk jafnframt svo langt að segja að af þeim sökum sæti saklaus maður nú í fangelsi. Slík framsetning fyrrverandi hæstaréttardómara er fordæmalaus. Af þessu tilefni taldi ég rétt að vekja athygli á umræddu bréfi ríkissaksóknara til Hæstaréttar og þeim vandamálum sem seta Jóns Steinars í réttinum skapaði a. m.k. í kynferðisbrotamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í sunnudagsblaði Mbl. er að finna viðtal við Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem ber yfirskriftina „Fann fyrir mótbyr og andúð". Þar kemur fram að Jón Steinar sé ánægður með að vera hættur í réttinum enda hafi honum ekkert orðið ágengt við að bæta starfsemi Hæstaréttar. Í greininni rekur hann það helsta sem hann hefði viljað breyta bæði í fyrirkomulagi réttarins og eins hvernig aðrir dómarar komast að niðurstöðu. Hann hafi fundið fyrir „mótbyr og andstöðu annarra dómara" og að ákvarðanir hafi verið teknar án aðildar hans. Hann hafi því skilað mörgum sératkvæðum í gegnum tíðina. Jón Steinar virðist eiga erfitt með að skilja af hverju þetta gerðist. Ekki virðist hvarfla að Jóni Steinari að eitthvað af þeim erfiðleikum sem hann telur sig hafa orðið fyrir í réttinum eigi e.t.v. rætur að rekja til persónuleika hans sjálfs. Að sjálfsögðu er ekkert að því að menn ræði breytingar á Hæstarétti og starfsemi hans. Hins vegar er umræða af þessu tagi til þess fallin að draga úr trúverðugleika réttarins. Það virðist einnig vera tilgangurinn. Ég hef þekkt Jón Steinar lengi og get borið sem fyrrverandi dómari að hann var góður málflytjandi. Fór þar saman góð lagakunnátta en ekki síður hæfileiki til að samsama sig algjörlega málatilbúnaði skjólstæðingsins hverju sinni. Hann átti hins vegar mjög erfitt með að taka því að ekki væri fallist á skoðanir hans. Að mínu mati hentaði dómarastarfið honum því illa. Í september 2008 sendi ég sem ríkissaksóknari bréf til Hæstaréttar og krafðist þess að Jón Steinar viki sæti í tilteknu kynferðisbrotamáli. Í bréfinu segir m.a. að fyrir ákæruvaldið og málsaðila skipti höfuðmáli að við meðferð dómsmála séu notaðar viðurkenndar og hefðbundnar aðferðir við sönnunarfærslu og sönnunarmat í sakamálum. Í bréfinu eru rakin greinarskrif Jóns Steinars sem bera yfirskriftina „Mál af þessu tagi" og grein Eiríks Tómassonar þá prófessors af því tilefni. Taldi Eiríkur að Jón Steinar hefði í sératkvæði í tilteknu Hæstaréttarmáli vikið frá settri lagareglu. Í bréfi ríkissaksóknara til Hæstaréttar segir, að sjónarmið Jóns Steinars hljóti að vekja spurningar hjá ákæruvaldinu um hæfi hans til að skipa sæti í umræddu máli enda sé því haldið fram fullum fetum, að tiltekin sönnunargögn í opinberum málum hafi almennt séð ekkert vægi og að aðeins í undantekningartilvikum sé unnt að taka eitthvert tillit til þeirra. Í niðurlagi bréfsins segir: „Þá segir Jón Steinar í grein sinni: „Í seinni tíð má finna dæmi um áfellisdóma í kynferðisbrotamálum, þar sem sönnunarfærsla er afar veik svo ekki sé meira sagt. Til athugunar vísast til dæmis til H. 2002.1065, H.2003.3386, H.2005.4042, H 1. júní 2006 í máli nr. 44/2006 og H.1. febrúar 2007 í máli nr. 243/2006." Jón Steinar sat aðeins í dómi í einu þessara mála þannig að mat hans á að þarna hafi sönnunarfærslan verið afar veik „svo ekki sé meira sagt" hlýtur að vera í aðalatriðum byggð á lestri hans á dómunum. Því má ætla að í þessu felist sú skoðun hans, að ekki eigi að taka tillit til óbeinna sönnunargagna nema í undantekningartilvikum. Sú skoðun er sem áður sagði í andstöðu við orð 47. gr. laga um meðferð opinberra mála, skýr dómafordæmi Hæstaréttar og hefur auk þess enga stoð í reglum þjóðaréttar. Hún er sett fram opinberlega og sem almenn skoðun dómarans. Þá gengur þessi skoðun, eins og hún er fram sett, mun lengra en leitt getur af fræðilegri umræðu. Skoðun Jóns Steinars um að sönnunarfærslan sé afar veik „svo ekki sé meira sagt" í þessum tilteknu dómum er því alvarlegt mál enda myndi hún, væri fallist á sjónarmið hans, væntanlega leiða til þess að óhjákvæmilegt yrði að sýkna í flestum, jafnvel öllum málum af þessu tagi svo framarlega sem ákærðu neituðu staðfastlega sök. Sú niðurstaða væri óásættanleg fyrir ákæruvaldið í landinu, brotaþola kynferðisbrota og beinlínis atlaga að réttarríkinu." Ríkissaksóknari taldi það skyldu skyldu sína að krefjast þess að Jón Steinar viki sæti í málinu þar sem efast mætti um að hann myndi fylgja viðurkenndum og eðlilegum leikreglum við mat á sönnunargögnum. Í nýjasta þætti Klinksins um helgina hélt Jón Steinar gagnrýni sinni áfram og átaldi dómstóla fyrir að hafa slakað á sönnunarkröfum í kynferðisbrotamálum. Hann gekk jafnframt svo langt að segja að af þeim sökum sæti saklaus maður nú í fangelsi. Slík framsetning fyrrverandi hæstaréttardómara er fordæmalaus. Af þessu tilefni taldi ég rétt að vekja athygli á umræddu bréfi ríkissaksóknara til Hæstaréttar og þeim vandamálum sem seta Jóns Steinars í réttinum skapaði a. m.k. í kynferðisbrotamálum.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun