Saurmengun í Elliðavatni 25. október 2012 07:00 Elliðavatn. Mikil saurmengun greindist í Elliðavatni í nýrri rannsókn, sjöfalt yfir þeim mörkum sem teljast ásættanleg í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Einnig finnst saurmengun á nokkrum stöðum í Elliðaánum en í litlum mæli. „Þessar niðurstöður komu okkur á óvart, sérstaklega þar sem við greindum nóróveirur á þremur stöðum þar sem þær hafa ekki greinst áður, hvorki í vatninu eða ánum. Sú veira finnst bara í meltingarvegi manna og bendir það til skólpmengunar sem kemst út í árnar og vatnið," segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, sem kynnti meistaraprófsverkefni sitt í umhverfis- og auðlindafræði í Háskóla Íslands í gær. Rannsóknin sýnir að í Elliðavatni er saurmengunin hátt yfir mörkum fyrir örverumengun, samkvæmt reglugerð. Í vatninu mældist mengunin sjöföld að meðaltali miðað við efri mörk þess sem telst ásættanlegt. Í ánum er mengunin miklu minni, og telst lítil samkvæmt sömu viðmiðum. Mengunin mældist mest í Elliðavatni við útfall ánna, og við Neshólma. Í ánum mældist mengunin mest í Árbæjarlóni. Árið 2009 sýndi vöktun Reykjavíkurborgar saurmengun neðst í Elliðaánum. Þá var ráðist í sérstakt mengunarvarnaátak sem enn er yfirstandandi. Mælingar í vatninu gáfu hins vegar ekki tilefni til aðgerða, að sögn Kristínar Lóu Ólafsdóttur, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Kristín Lóa segir að niðurstöðurnar séu allrar athygli verðar en tekur fram að hún hafi ekki kynnt sér rannsóknina í smáatriðum. Niðurstöðurnar komi á óvart hvað varðar Elliðavatn í ljósi mælinganna árið 2009. „Við munum bregðast við þessum niðurstöðum, á því er enginn vafi í mínum huga," segir Kristín Lóa og minnir á að Elliðavatn liggi innan ystu marka vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins. Kristín Elísa flokkaði vatnið og árnar í rannsókn sinni með tilliti til fyrrnefndrar reglugerðar. Niðurstaðan er að Elliðavatn fellur í D-flokk eða „verulega snortið vatn" og árnar í B-flokk eða „lítið snortið vatn". Markmið rannsóknar Kristínar Elísu, sem unnin var hjá Matís, var að skoða örveruflóru vatnasviðsins og saurmengun frá Elliðavatni niður að ósum Elliðaánna. Sýni voru tekin á þremur stöðum í vatninu og sex stöðum í ánum, fjórum sinnum yfir níu mánaða tímabil. - shá Fréttir Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Mikil saurmengun greindist í Elliðavatni í nýrri rannsókn, sjöfalt yfir þeim mörkum sem teljast ásættanleg í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Einnig finnst saurmengun á nokkrum stöðum í Elliðaánum en í litlum mæli. „Þessar niðurstöður komu okkur á óvart, sérstaklega þar sem við greindum nóróveirur á þremur stöðum þar sem þær hafa ekki greinst áður, hvorki í vatninu eða ánum. Sú veira finnst bara í meltingarvegi manna og bendir það til skólpmengunar sem kemst út í árnar og vatnið," segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, sem kynnti meistaraprófsverkefni sitt í umhverfis- og auðlindafræði í Háskóla Íslands í gær. Rannsóknin sýnir að í Elliðavatni er saurmengunin hátt yfir mörkum fyrir örverumengun, samkvæmt reglugerð. Í vatninu mældist mengunin sjöföld að meðaltali miðað við efri mörk þess sem telst ásættanlegt. Í ánum er mengunin miklu minni, og telst lítil samkvæmt sömu viðmiðum. Mengunin mældist mest í Elliðavatni við útfall ánna, og við Neshólma. Í ánum mældist mengunin mest í Árbæjarlóni. Árið 2009 sýndi vöktun Reykjavíkurborgar saurmengun neðst í Elliðaánum. Þá var ráðist í sérstakt mengunarvarnaátak sem enn er yfirstandandi. Mælingar í vatninu gáfu hins vegar ekki tilefni til aðgerða, að sögn Kristínar Lóu Ólafsdóttur, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Kristín Lóa segir að niðurstöðurnar séu allrar athygli verðar en tekur fram að hún hafi ekki kynnt sér rannsóknina í smáatriðum. Niðurstöðurnar komi á óvart hvað varðar Elliðavatn í ljósi mælinganna árið 2009. „Við munum bregðast við þessum niðurstöðum, á því er enginn vafi í mínum huga," segir Kristín Lóa og minnir á að Elliðavatn liggi innan ystu marka vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins. Kristín Elísa flokkaði vatnið og árnar í rannsókn sinni með tilliti til fyrrnefndrar reglugerðar. Niðurstaðan er að Elliðavatn fellur í D-flokk eða „verulega snortið vatn" og árnar í B-flokk eða „lítið snortið vatn". Markmið rannsóknar Kristínar Elísu, sem unnin var hjá Matís, var að skoða örveruflóru vatnasviðsins og saurmengun frá Elliðavatni niður að ósum Elliðaánna. Sýni voru tekin á þremur stöðum í vatninu og sex stöðum í ánum, fjórum sinnum yfir níu mánaða tímabil. - shá
Fréttir Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira