Launamisréttið burt – vilji er allt sem þarf 24. október 2012 06:00 Á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975 ákváðu kvennasamtök á Íslandi að sýna fram á hve mikilvægt vinnuframlag kvenna væri fyrir samfélagið allt. Ákveðið var að leggja niður störf á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október og safna konum saman um allt land. Þátttaka var gríðarleg og samfélagið nánast lamaðist. Íslenskar konur urðu heimsfrægar fyrir samstöðu og öflugar aðgerðir. Síðan hefur þessi dagur verið séríslenskur baráttudagur kvenna og jafnan helgaður stöðu þeirra á vinnumarkaði þótt ýmis önnur mál hafi borið á góma í áranna rás. Í tilefni dagsins boðar Jafnréttisstofa til fundar á Akureyri kl. 12.00 á Hótel KEA og verður sjónum beint að launamisrétti kynjanna og veitir ekki af. Þrátt fyrir að Ísland hafi vermt efsta sætið undanfarin þrjú ár í mælingu World Economic Forum á kynjabili í heiminum getum við gert mun betur. Okkar veika hlið er staða kvenna á vinnumarkaði. Við okkur blasir mikið karlaveldi í stjórnunarstöðum fyrirtækja og kynbundinn launamunur sem mælist þó meiri hjá opinberum aðilum en á almennum markaði. Hlutur kvenna í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga stendur til bóta og hefur þegar batnað töluvert í kjölfar samþykktar laga um kynjakvóta sem ganga í gildi í september á næsta ári. Það er launamisréttið sem hefur gengið afar illa að vinna á. Árið 1961 voru sett lög um launajafnrétti kynjanna og var meiningin að útrýma launamisrétti í áföngum á nokkrum árum. Sem kunnugt er höfðu lögin litla þýðingu enda launamisrétti kynjanna enn til staðar. Vandinn reyndist mun djúpstæðari en menn héldu. Þar bjuggu að baki eldgamlar hefðir kynjakerfisins, mismunandi mat á störfum kvenna og karla, vanmat á umönnunarstörfum, fyrirvinnuhugtakið sem fól í sér að karlar þyrftu hærri laun en konur og mat kvenna sjálfra á sínum störfum ef marka má kannanir. Ýmis stéttarfélög gera reglulegar launakannanir svo sem VR, SFR og BSRB. Nýjustu kannanir um laun ársins 2011 sýna að kynbundinn launamunur er svo sannarlega til staðar. Hann reyndist 13,1% hjá félögum BSRB og er meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu sem er rannsóknarefni. Aðrar kannanir sýna að launamunur virðist vaxandi í sumum atvinnugreinum. Hvað er til ráða? Nýlega var birt í Noregi viðamikil skýrsla unnin fyrir stjórnvöld um skipulag og stöðu kynjajafnréttis þar í landi. Ein af meginniðurstöðum nefndarinnar sem vann skýrsluna er að stjórnvöld, sem bera ábyrgð á framkvæmd jafnréttislaga og mótun jafnréttisstefnu, hafi ekki lagt nægilega áherslu á kynjajafnrétti á vinnumarkaði. Nefndin leggur til að gert verði nýtt þríhliða samkomulag um jafnrétti á vinnustöðum með aðkomu stjórnvalda, verkalýðshreyfinga og samtaka atvinnulífsins. Þar verði m.a. tekið á kynskiptingu vinnumarkaðarins, launamisrétti, vinnutíma, ráðningum, framgangi í störfum og vinnumenningu. Þetta hljómar kunnuglega enda er launamisrétti kynjanna ekkert einkamál okkar hér á landi. Engu ríki hefur tekist að útrýma því svo vitað sé. Það er að meðaltali um 17% innan ríkja EU. Ný framkvæmdaáætlun gegn launamisrétti kynjanna er í þann mund að líta dagsins ljós hér á landi. Segja má að þar sé farin svipuð leið og norska nefndin leggur til. Hún felur í sér margháttaðar aðgerðir en megininntakið er samvinna aðila vinnumarkaðarins og samstaða um að taka á málum. Meðal aðgerða er að fylgja jafnlaunastaðlinum eftir en hann er tilraun sem eflaust á eftir að vekja mikla athygli ef vel tekst til. Það þarf að gera reglulegar mælingar á launagreiðslum og skoða þær kerfisbundið þannig að staðan og árangur sé ljós. Það þarf að fá fyrirtækin til að fara í sjálfsskoðun, greina launabókhaldið reglulega og leiðrétta mismunun. Launamunurinn hefur því miður tilhneigingu til að aukast ef ekki er fylgst vel með. Síðast en ekki síst þurfa opinberir aðilar að taka sér tak og vera til fyrirmyndar í hvívetna. Þeim ber ekki síst að endurmeta hin mikilvægu umönnunarstörf sem m.a. gera fólki kleift að stunda vinnu utan heimilis. Og hvar er umræðan um styttingu vinnuvikunnar? Fátt væri meiri kjarabót fyrir fjölskyldurnar í landinu. Nokkur sveitarfélög hafa náð góðum árangri við að draga úr launamisrétti kynjanna sem segir okkur að það er hægt að sigra þennan forna fjanda. Vilji er allt sem þarf. Það eru hvorki lög né reglur sem hindra heldur hugmyndir kynjakerfisins sem sitja blýfastar í hausnum á allt of mörgum. Það þarf að breyta hugarfarinu þannig að réttlætið sigri og mannréttindi séu virt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975 ákváðu kvennasamtök á Íslandi að sýna fram á hve mikilvægt vinnuframlag kvenna væri fyrir samfélagið allt. Ákveðið var að leggja niður störf á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október og safna konum saman um allt land. Þátttaka var gríðarleg og samfélagið nánast lamaðist. Íslenskar konur urðu heimsfrægar fyrir samstöðu og öflugar aðgerðir. Síðan hefur þessi dagur verið séríslenskur baráttudagur kvenna og jafnan helgaður stöðu þeirra á vinnumarkaði þótt ýmis önnur mál hafi borið á góma í áranna rás. Í tilefni dagsins boðar Jafnréttisstofa til fundar á Akureyri kl. 12.00 á Hótel KEA og verður sjónum beint að launamisrétti kynjanna og veitir ekki af. Þrátt fyrir að Ísland hafi vermt efsta sætið undanfarin þrjú ár í mælingu World Economic Forum á kynjabili í heiminum getum við gert mun betur. Okkar veika hlið er staða kvenna á vinnumarkaði. Við okkur blasir mikið karlaveldi í stjórnunarstöðum fyrirtækja og kynbundinn launamunur sem mælist þó meiri hjá opinberum aðilum en á almennum markaði. Hlutur kvenna í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga stendur til bóta og hefur þegar batnað töluvert í kjölfar samþykktar laga um kynjakvóta sem ganga í gildi í september á næsta ári. Það er launamisréttið sem hefur gengið afar illa að vinna á. Árið 1961 voru sett lög um launajafnrétti kynjanna og var meiningin að útrýma launamisrétti í áföngum á nokkrum árum. Sem kunnugt er höfðu lögin litla þýðingu enda launamisrétti kynjanna enn til staðar. Vandinn reyndist mun djúpstæðari en menn héldu. Þar bjuggu að baki eldgamlar hefðir kynjakerfisins, mismunandi mat á störfum kvenna og karla, vanmat á umönnunarstörfum, fyrirvinnuhugtakið sem fól í sér að karlar þyrftu hærri laun en konur og mat kvenna sjálfra á sínum störfum ef marka má kannanir. Ýmis stéttarfélög gera reglulegar launakannanir svo sem VR, SFR og BSRB. Nýjustu kannanir um laun ársins 2011 sýna að kynbundinn launamunur er svo sannarlega til staðar. Hann reyndist 13,1% hjá félögum BSRB og er meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu sem er rannsóknarefni. Aðrar kannanir sýna að launamunur virðist vaxandi í sumum atvinnugreinum. Hvað er til ráða? Nýlega var birt í Noregi viðamikil skýrsla unnin fyrir stjórnvöld um skipulag og stöðu kynjajafnréttis þar í landi. Ein af meginniðurstöðum nefndarinnar sem vann skýrsluna er að stjórnvöld, sem bera ábyrgð á framkvæmd jafnréttislaga og mótun jafnréttisstefnu, hafi ekki lagt nægilega áherslu á kynjajafnrétti á vinnumarkaði. Nefndin leggur til að gert verði nýtt þríhliða samkomulag um jafnrétti á vinnustöðum með aðkomu stjórnvalda, verkalýðshreyfinga og samtaka atvinnulífsins. Þar verði m.a. tekið á kynskiptingu vinnumarkaðarins, launamisrétti, vinnutíma, ráðningum, framgangi í störfum og vinnumenningu. Þetta hljómar kunnuglega enda er launamisrétti kynjanna ekkert einkamál okkar hér á landi. Engu ríki hefur tekist að útrýma því svo vitað sé. Það er að meðaltali um 17% innan ríkja EU. Ný framkvæmdaáætlun gegn launamisrétti kynjanna er í þann mund að líta dagsins ljós hér á landi. Segja má að þar sé farin svipuð leið og norska nefndin leggur til. Hún felur í sér margháttaðar aðgerðir en megininntakið er samvinna aðila vinnumarkaðarins og samstaða um að taka á málum. Meðal aðgerða er að fylgja jafnlaunastaðlinum eftir en hann er tilraun sem eflaust á eftir að vekja mikla athygli ef vel tekst til. Það þarf að gera reglulegar mælingar á launagreiðslum og skoða þær kerfisbundið þannig að staðan og árangur sé ljós. Það þarf að fá fyrirtækin til að fara í sjálfsskoðun, greina launabókhaldið reglulega og leiðrétta mismunun. Launamunurinn hefur því miður tilhneigingu til að aukast ef ekki er fylgst vel með. Síðast en ekki síst þurfa opinberir aðilar að taka sér tak og vera til fyrirmyndar í hvívetna. Þeim ber ekki síst að endurmeta hin mikilvægu umönnunarstörf sem m.a. gera fólki kleift að stunda vinnu utan heimilis. Og hvar er umræðan um styttingu vinnuvikunnar? Fátt væri meiri kjarabót fyrir fjölskyldurnar í landinu. Nokkur sveitarfélög hafa náð góðum árangri við að draga úr launamisrétti kynjanna sem segir okkur að það er hægt að sigra þennan forna fjanda. Vilji er allt sem þarf. Það eru hvorki lög né reglur sem hindra heldur hugmyndir kynjakerfisins sem sitja blýfastar í hausnum á allt of mörgum. Það þarf að breyta hugarfarinu þannig að réttlætið sigri og mannréttindi séu virt.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar