Stjórnarskráin – gröfum stríðsexina Össur Skarphéðinsson skrifar 23. október 2012 06:00 Þátttaka, og niðurstöður, atkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrána um helgina komu mörgum þægilega á óvart. Þátttakan var miklu meiri en a.m.k. flestir áttu fyrir fram von á. Skilaboðin til Alþingis voru skýr. Í fyrsta lagi tók fast að helmingur atkvæðisbærra manna þátt í atkvæðagreiðslunni. Það er mjög hátt hlutfall. Það er hærra en sést að jafnaði í Sviss, sem hefur mesta reynslu af beinu lýðræði af þessu tagi. Í öðru lagi voru niðurstöðurnar mjög afgerandi. Mikill meirihluti, eða ríflega 66%, vill nýja stjórnarskrá á grundvelli þeirra draga, sem um var kosið. Öllum spurningum sem lagðar voru fyrir þjóðina var svarað játandi. Það var athyglisvert að í einu tilviki tók þjóðin aðra afstöðu en lá fyrir í drögum stjórnlagaráðs – og vill þjóðkirkju í stjórnarskrána. Það sýnir að fólk tók sjálfstæða afstöðu, vó og mat tillögur í drögunum, og komst að eigin niðurstöðu. Yfirgnæfandi stuðningur, eða 84,1%, var við lykiltillögu um að stjórnarskrá mæli skýrt fyrir um sameign þjóðarinnar á auðlindum. Þjóðin lýsti einnig afdráttarlausum vilja til að taka upp þjóðaratkvæðagreiðslur, efla persónukjör, og hafa jafnt vægi atkvæða. Milli stjórnmálaflokka hafa verið mismunandi skoðanir á þessum þáttum og aðferðinni við að semja nýja stjórnarskrá. Nú er það allt að baki. Þjóðin hefur talað – og hún hefur talað mjög skýrt. Við þessar aðstæður á Alþingi að grafa stríðsexina, og mynda breiða samstöðu um frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Hún þarf að byggja á gagnkvæmu tilliti, en hún þarf líka að vera trú þeirri lýðræðislegu vinnu sem liggur að baki stjórnarskrárdrögunum, og þar með niðurstöðu kosningarinnar. Þetta á að verða meginverkefni á þinginu í vetur: að útfæra frumvarp sem til er orðið með þjóðfundi og kjörnum fulltrúum til stjórnarskrárvinnu. Samstaða um það er besta leiðin sem Alþingi getur farið til að endurvinna traust landsmanna. Í kjölfar þeirrar vinnu færi vel á að leggja frumvarpið í dóm þjóðarinnar samfara þingkosningum í vor. Alþingi hefur þá í hverju skrefi unnið með þjóðinni að því að búa til nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Þátttaka, og niðurstöður, atkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrána um helgina komu mörgum þægilega á óvart. Þátttakan var miklu meiri en a.m.k. flestir áttu fyrir fram von á. Skilaboðin til Alþingis voru skýr. Í fyrsta lagi tók fast að helmingur atkvæðisbærra manna þátt í atkvæðagreiðslunni. Það er mjög hátt hlutfall. Það er hærra en sést að jafnaði í Sviss, sem hefur mesta reynslu af beinu lýðræði af þessu tagi. Í öðru lagi voru niðurstöðurnar mjög afgerandi. Mikill meirihluti, eða ríflega 66%, vill nýja stjórnarskrá á grundvelli þeirra draga, sem um var kosið. Öllum spurningum sem lagðar voru fyrir þjóðina var svarað játandi. Það var athyglisvert að í einu tilviki tók þjóðin aðra afstöðu en lá fyrir í drögum stjórnlagaráðs – og vill þjóðkirkju í stjórnarskrána. Það sýnir að fólk tók sjálfstæða afstöðu, vó og mat tillögur í drögunum, og komst að eigin niðurstöðu. Yfirgnæfandi stuðningur, eða 84,1%, var við lykiltillögu um að stjórnarskrá mæli skýrt fyrir um sameign þjóðarinnar á auðlindum. Þjóðin lýsti einnig afdráttarlausum vilja til að taka upp þjóðaratkvæðagreiðslur, efla persónukjör, og hafa jafnt vægi atkvæða. Milli stjórnmálaflokka hafa verið mismunandi skoðanir á þessum þáttum og aðferðinni við að semja nýja stjórnarskrá. Nú er það allt að baki. Þjóðin hefur talað – og hún hefur talað mjög skýrt. Við þessar aðstæður á Alþingi að grafa stríðsexina, og mynda breiða samstöðu um frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Hún þarf að byggja á gagnkvæmu tilliti, en hún þarf líka að vera trú þeirri lýðræðislegu vinnu sem liggur að baki stjórnarskrárdrögunum, og þar með niðurstöðu kosningarinnar. Þetta á að verða meginverkefni á þinginu í vetur: að útfæra frumvarp sem til er orðið með þjóðfundi og kjörnum fulltrúum til stjórnarskrárvinnu. Samstaða um það er besta leiðin sem Alþingi getur farið til að endurvinna traust landsmanna. Í kjölfar þeirrar vinnu færi vel á að leggja frumvarpið í dóm þjóðarinnar samfara þingkosningum í vor. Alþingi hefur þá í hverju skrefi unnið með þjóðinni að því að búa til nýja stjórnarskrá.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar