

Verum ekki of neikvæð
Fyrst er spurt hvort kjósandinn vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði „lagðar til grundvallar“ frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Ég er ósammála mörgu í tillögum um nýja stjórnarskrá, margt er óskýrt, og túlkanir stjórnlagaráðsmanna hafa ekki skýrt málin heldur flækt þau. Það er til dæmis fáránlegt að stilla málum þannig upp að Alþingi verði að fallast á tillögur stjórnlagaráðs óbreyttar. Það er enginn þess umkominn að stilla Alþingi upp við vegg. Ég hallast fremur að því að segja já en nei við þessari spurningu í trausti þess að tillögur stjórnlagaráðs verði hafðar til hliðsjónar en ekki verði litið á þær sem úrslitakosti fyrir Alþingi.
Ég mun segja já við spurningu tvö. Þessi spurning fjallar um þjóðareign á auðlindum. Ég hygg að andstaða Sjálfstæðisflokksins við atkvæðagreiðsluna í heild stafi reyndar sérstaklega af andstöðu við einmitt þetta ákvæði sem er efnislega í andstöðu við stefnu þess flokks.
Þriðja spurningin er flókin. Það er unnt að hafa ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni en jafnframt að hafa þar skýrt ákvæði um algert trúfrelsi og að enginn trúflokkur megi vera öðrum æðri í framkvæmd trúfrelsisákvæðanna. Mér finnst sérkennilegt ef þeir sem styðja þjóðkirkjuákvæðið fjölmenna ekki á kjörstað til þess að styðja þjóðkirkjuna sérstaklega. Athyglisvert er að Samband ungra sjálfstæðismanna vill einmitt segja nei við þessari spurningu. Athygli vekur reyndar að þessi samtök eru einu stjórnmálasamtökin sem þannig formlega lýsa andstöðu við þjóðkirkjuna. Er það einnig skoðun Sjálfstæðisflokksins sem flokks?
Í fjórðu spurningunni er spurt um persónukjör. Ég hef verið hlynntur persónukjöri. Ég hef lengi talið að kjósa ætti til Alþingis í tvennu lagi, annars vegar með persónukjöri þar sem menn eru kosnir í einmenningskjördæmum – eins og helmingur alþingismanna – hins vegar að landið væri allt eitt kjördæmi þegar kjósa ætti helming alþingismanna. Prófkjörin eru auðvitað eins konar persónukjör og þannig hafa einstaklingar mikil áhrif. Það styrkir líka áhrifavald einstaklinga að landinu er skipt í fleiri kjördæmi. Það dregur úr miðstýrðu valdi flokksforystunnar og getur skapað svigrúm fyrir þingmenn sem vilja fara aðrar leiðir. En gleymum því ekki að stjórnmálaflokkarnir hafa þýðingarmiklu málefnalegu hlutverki að gegna í lýðræðissamfélagi. Með því að auka vægi persónukjörs enn frá því sem nú er þá værum við að draga úr málefnalegu vægi kosninganna hverju sinni.
Ég segi nei við spurningu fimm um jafnt vægi atkvæða á öllu landinu. Landsbyggðin hefur á seinni árum lotið í lægra haldi fyrir markaðsöflunum á mörgum sviðum. Það er algerlega ljóst að yfirgnæfandi já við þessari spurningu yrði misnotað til þess að gera landið allt að einu kjördæmi. Það má ekki gerast. En það væri líka ólýðræðislegt; þar með væri forystu flokkanna fært allt vald í hendur því uppstilling á framboðslista yrði á einum stað. Það að gera allt landið að einu kjördæmi væri því ólýðræðislegt – auk þess sem það vegur að hagsmunum landsbyggðarinnar.
Ég mun svara síðustu spurningunni með jái – treystandi því að Alþingi finni þar eðlilegt meðalhóf en þar er spurt hvort setja eigi í stjórnarskrá ákvæði um að tiltekinn hluti landsmanna geti fengið þjóðaratkvæði með undirskriftum sínum.
Með þessu tali hef ég sýnt fram á að það væri ábyrgðarlaust að sitja heima. En það er sérstaklega umhugsunarvert ef það er flokkslína Sjálfstæðisflokksins að láta kylfu ráða kasti um málefni sem sá flokkur hefur talið mikilvæg eins og þjóðkirkjuákvæðið. Þessi flokkur hefur lengst af talið sig sérstakan fulltrúa þjóðkirkjunnar í stjórnmálum. Er sú tíð liðin? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að snúa baki við þjóðkirkjunni? Það er einnig umhugsunarvert að flokkur sá láti sig einu gilda um hagsmuni landsbyggðarinnar og á hann þó vaska talsmenn dreifbýlis í sínum röðum.
Sjálfstæðisflokkurinn er hér nefndur oft af því að hann er eini flokkurinn sem hefur sem flokkur viljað beita sér eins og samþykkt Sambands ungra sjálfstæðismanna er til marks um.
Skoðun

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar