Bubbi Morthens er ekki eini tónlistarmaðurinn sem er reiðubúinn til að spila fyrir fangana á Litla-Hrauni því Damo Suzuki, fyrrum söngvari hinnar sögufrægu þýsku hljómsveitar Can, heldur tónleika þar í dag. Með honum í för verða tveir þýskir hljóðfæraleikarar og íslensku spilararnir Magnús Trygvason Eliassen og Gunnar Jónsson.
Þeir stíga einnig á svið með honum í Gamla bíói annað kvöld þegar þeir leika undir hinu þögla meistaraverki Metropolis á Riff-kvikmyndahátíðinni. Suzuki er þekktur fyrir tilraunakennda tónlist sína og verður forvitnilegt að sjá hvort fangarnir verða jafnhrifnir af honum og kónginum Bubba.
-fb
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2018-10-22T153245.909Z-Manchester_City_FC_badge.svg.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/gracenote/4087.png)