Rétt meðhöndlun gaskúta tryggir öryggi Jón Viðar Matthíasson skrifar 28. september 2012 06:00 Í ljósi umfjöllunar síðustu daga um hættuna sem stafað getur af gaskútum langar mig til að benda á þá staðreynd að þrátt fyrir mikla fjölgun gaseldavéla á heimilum landsmanna eru afar fá dæmi um að hættuástand skapist vegna gass. Þar er rétt meðhöndlun á gasi lykilatriði og sem betur fer fara flestir þá leið að fá fagmenn til að setja slíkan eldunarbúnað upp og tengja. Til eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í uppsetningu og þjónustu við gas og tryggja þannig réttan frágang á leiðslum og öðrum nauðsynlegum öryggisbúnaði. Gas er bæði þarft og mikilvægt efni og er ekki hættulegt ef rétt er með það farið. Gas sem notað er til eldunar er svokallað F-gas sem er blanda af gastegundunum própani og bútani. F-gas er bæði lit- og lyktarlaust og þess vegna er blandað í það sterku lyktarefni svo fólk verði vart við gasleka. F-gas er töluvert þyngra en andrúmsloft og því leitar það niður á gólf ef það lekur út. Því er nauðsynlegt að staðsetja gasskynjara við gólf, eða í sökkli innréttinga, til að vara við gasleka. Það ætti að vera jafn sjálfsagt að setja upp gasskynjara og reykskynjara til að vara við reyk – ódýrari og einfaldari líftryggingu er varla hægt að fá. Mikilvægt er að hafa svokallaðan brotrofa á gaskútum sem lokar fyrir gasstreymi ef slangan frá kútnum gefur sig og skipta um slöngur í samræmi við kröfur framleiðenda, sem er u.þ.b. á fimm ára fresti. Loks er mikilvægt að merkja vel staði þar sem gaskútar eru geymdir svo hægt sé að tryggja öryggi fólks ef upp kemur eldur, en hægt er að fá slíka límmiða á flestum bensínstöðvum. Þegar skipt er um húsnæði og gaseldunarbúnaður er til staðar í því húsnæði er einnig rétt að kynna sér ástand þess búnaðar með aðstoð fagmanna. Ef fólk er með gaskúta sem það notar einungis yfir sumartímann, t.d. við grill eða í húsbíl, er hægt að leggja kútana inn hjá söluaðila yfir vetrartímann og kaupa nýja áfyllingu og kút næsta sumar. Ef fólk kýs hins vegar að geyma kútinn sjálft þarf að gæta þess að loka vel fyrir hann og finna honum vel loftræstan og læstan geymslustað, helst utandyra. Séu hylkin geymd innandyra þarf að tryggja nægilega loftræstingu bæði ofan til og við botn geymslunnar. Ef loftræsting er ekki nægjanleg geta hættulegar og súrefnissnauðar lofttegundir myndast. Til eru ýmsar útfærslur af sérstökum skápum fyrir gaskúta. Hægt er að fyrirbyggja slys með því að vanda vel uppsetningu gaseldunarbúnaðar og gaskúta, kynna sér hvernig best sé að standa að meðhöndlun og gæta þess að hafa eftirlitið í lagi. Ég hvet fólk því til að kynna sér öryggisatriði varðandi meðhöndlun og geymslu gaskúta, t.d. á heimasíðu Slökkviliðsins, www.shs.is, og nýta sér þekkingu fagmanna ef fara á í framkvæmdir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi umfjöllunar síðustu daga um hættuna sem stafað getur af gaskútum langar mig til að benda á þá staðreynd að þrátt fyrir mikla fjölgun gaseldavéla á heimilum landsmanna eru afar fá dæmi um að hættuástand skapist vegna gass. Þar er rétt meðhöndlun á gasi lykilatriði og sem betur fer fara flestir þá leið að fá fagmenn til að setja slíkan eldunarbúnað upp og tengja. Til eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í uppsetningu og þjónustu við gas og tryggja þannig réttan frágang á leiðslum og öðrum nauðsynlegum öryggisbúnaði. Gas er bæði þarft og mikilvægt efni og er ekki hættulegt ef rétt er með það farið. Gas sem notað er til eldunar er svokallað F-gas sem er blanda af gastegundunum própani og bútani. F-gas er bæði lit- og lyktarlaust og þess vegna er blandað í það sterku lyktarefni svo fólk verði vart við gasleka. F-gas er töluvert þyngra en andrúmsloft og því leitar það niður á gólf ef það lekur út. Því er nauðsynlegt að staðsetja gasskynjara við gólf, eða í sökkli innréttinga, til að vara við gasleka. Það ætti að vera jafn sjálfsagt að setja upp gasskynjara og reykskynjara til að vara við reyk – ódýrari og einfaldari líftryggingu er varla hægt að fá. Mikilvægt er að hafa svokallaðan brotrofa á gaskútum sem lokar fyrir gasstreymi ef slangan frá kútnum gefur sig og skipta um slöngur í samræmi við kröfur framleiðenda, sem er u.þ.b. á fimm ára fresti. Loks er mikilvægt að merkja vel staði þar sem gaskútar eru geymdir svo hægt sé að tryggja öryggi fólks ef upp kemur eldur, en hægt er að fá slíka límmiða á flestum bensínstöðvum. Þegar skipt er um húsnæði og gaseldunarbúnaður er til staðar í því húsnæði er einnig rétt að kynna sér ástand þess búnaðar með aðstoð fagmanna. Ef fólk er með gaskúta sem það notar einungis yfir sumartímann, t.d. við grill eða í húsbíl, er hægt að leggja kútana inn hjá söluaðila yfir vetrartímann og kaupa nýja áfyllingu og kút næsta sumar. Ef fólk kýs hins vegar að geyma kútinn sjálft þarf að gæta þess að loka vel fyrir hann og finna honum vel loftræstan og læstan geymslustað, helst utandyra. Séu hylkin geymd innandyra þarf að tryggja nægilega loftræstingu bæði ofan til og við botn geymslunnar. Ef loftræsting er ekki nægjanleg geta hættulegar og súrefnissnauðar lofttegundir myndast. Til eru ýmsar útfærslur af sérstökum skápum fyrir gaskúta. Hægt er að fyrirbyggja slys með því að vanda vel uppsetningu gaseldunarbúnaðar og gaskúta, kynna sér hvernig best sé að standa að meðhöndlun og gæta þess að hafa eftirlitið í lagi. Ég hvet fólk því til að kynna sér öryggisatriði varðandi meðhöndlun og geymslu gaskúta, t.d. á heimasíðu Slökkviliðsins, www.shs.is, og nýta sér þekkingu fagmanna ef fara á í framkvæmdir.
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar