Krefst nú 87 milljóna vegna nýs ljósleiðara 28. september 2012 09:00 Þjórsá Um helmingur 180 milljóna króna stofnkostnaðar ljósleiðarakerfis í Skeiða- og Gnúpverjahreppi kemur frá Landsvirkjun og stafar frá rammasamningi vegna virkjana í Þjórsá.Fréttablaðið/Anton „Kristur sagði að maður ætti að bjóða hina kinnina og nú erum við á vinstri rasskinninni," segir Axel Árnason, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi og annar eigenda fjarskiptafyrirtækisins Ábótans. Ábótinn krafðist þess í sumar að Skeiða- og Gnúpverjahreppur greiddi fyrirtækinu 20 milljónir króna vegna lagningar nýs ljósleiðara um sveitarfélagið. Hreppurinn hefur stofnað sérstakt félag um ljósleiðarann, Fjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjórnin hefur hafnað kröfu Ábótans að fengnu lögfræðiáliti. Axel segir tengingu Ábótans við internetið byggja á ljósleiðurum og örbylgjuloftnetum. Um helmingur viðskiptanna sé í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Við höfum lagt í heilmikinn kostnað til að geta veitt þessa þjónustu sem önnur fjarskiptafyrirtæki hafa ekki talið borga sig. Við það að missa helminginn af viðskiptavinunum eru forsendurnar fyrir þessum rekstri ekki fyrir hendi," segir hann. Ábótinn hefur sent sveitarstjórninni nýtt erindi eftir að hún hafnaði kröfu félagsins fyrr í þessum mánuði. Það felur í sér 87 milljóna króna greiðslu til Ábótans. Axel segir það ýtrustu kröfu sem miði við að fyrirtækið hætti. „Það eru tapaðar tekjur til fjögurra ára inni í þeirri tölu. Við viljum fá bætt það sem við höfum fjárfest en látum þá liggja á milli hluta hvort ljósleiðaralagningin um sveitarfélagið sé ólögleg eða ekki," útskýrir Axel og segir að verði ekki orðið við kröfunni muni félagið kæra málið til Eftirlitsstofnunar EFTA. „Það er skýlaust að sveitarfélagið er að fara inn á markað með opinbert fé og það er bara ekki leyft í dag." Gunnar Örn Marteinsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir kröfu Ábótans fráleita. Hreppurinn sé í fullum rétti og bótakrafan algerlega órökstudd. Áætlaður kostnaður við ljósleiðarann er 180 milljónir króna. Gunnar segir um helming þess koma frá Landsvirkjun vegna rammasamnings frá 2008 þar sem ákveðin upphæð var eyrnamerkt fjarskiptum í hreppnum. Þá verði notaður drjúgur hluti af 70 milljónum króna sem hreppurinn eigi eftir sölu á hlut í fyrirtækinu Límtré. Hann segir að öllum verði heimill aðgangur að ljósleiðaranum. „Við hér búum við erfið skilyrði í þessum efnum. Þetta verður eins og að fara úr Trabant í Bens og auðveldar fólki störf í fjarvinnslu. Þetta er nútíminn," segir oddvitinn. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
„Kristur sagði að maður ætti að bjóða hina kinnina og nú erum við á vinstri rasskinninni," segir Axel Árnason, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi og annar eigenda fjarskiptafyrirtækisins Ábótans. Ábótinn krafðist þess í sumar að Skeiða- og Gnúpverjahreppur greiddi fyrirtækinu 20 milljónir króna vegna lagningar nýs ljósleiðara um sveitarfélagið. Hreppurinn hefur stofnað sérstakt félag um ljósleiðarann, Fjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjórnin hefur hafnað kröfu Ábótans að fengnu lögfræðiáliti. Axel segir tengingu Ábótans við internetið byggja á ljósleiðurum og örbylgjuloftnetum. Um helmingur viðskiptanna sé í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Við höfum lagt í heilmikinn kostnað til að geta veitt þessa þjónustu sem önnur fjarskiptafyrirtæki hafa ekki talið borga sig. Við það að missa helminginn af viðskiptavinunum eru forsendurnar fyrir þessum rekstri ekki fyrir hendi," segir hann. Ábótinn hefur sent sveitarstjórninni nýtt erindi eftir að hún hafnaði kröfu félagsins fyrr í þessum mánuði. Það felur í sér 87 milljóna króna greiðslu til Ábótans. Axel segir það ýtrustu kröfu sem miði við að fyrirtækið hætti. „Það eru tapaðar tekjur til fjögurra ára inni í þeirri tölu. Við viljum fá bætt það sem við höfum fjárfest en látum þá liggja á milli hluta hvort ljósleiðaralagningin um sveitarfélagið sé ólögleg eða ekki," útskýrir Axel og segir að verði ekki orðið við kröfunni muni félagið kæra málið til Eftirlitsstofnunar EFTA. „Það er skýlaust að sveitarfélagið er að fara inn á markað með opinbert fé og það er bara ekki leyft í dag." Gunnar Örn Marteinsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir kröfu Ábótans fráleita. Hreppurinn sé í fullum rétti og bótakrafan algerlega órökstudd. Áætlaður kostnaður við ljósleiðarann er 180 milljónir króna. Gunnar segir um helming þess koma frá Landsvirkjun vegna rammasamnings frá 2008 þar sem ákveðin upphæð var eyrnamerkt fjarskiptum í hreppnum. Þá verði notaður drjúgur hluti af 70 milljónum króna sem hreppurinn eigi eftir sölu á hlut í fyrirtækinu Límtré. Hann segir að öllum verði heimill aðgangur að ljósleiðaranum. „Við hér búum við erfið skilyrði í þessum efnum. Þetta verður eins og að fara úr Trabant í Bens og auðveldar fólki störf í fjarvinnslu. Þetta er nútíminn," segir oddvitinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira