Krefst nú 87 milljóna vegna nýs ljósleiðara 28. september 2012 09:00 Þjórsá Um helmingur 180 milljóna króna stofnkostnaðar ljósleiðarakerfis í Skeiða- og Gnúpverjahreppi kemur frá Landsvirkjun og stafar frá rammasamningi vegna virkjana í Þjórsá.Fréttablaðið/Anton „Kristur sagði að maður ætti að bjóða hina kinnina og nú erum við á vinstri rasskinninni," segir Axel Árnason, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi og annar eigenda fjarskiptafyrirtækisins Ábótans. Ábótinn krafðist þess í sumar að Skeiða- og Gnúpverjahreppur greiddi fyrirtækinu 20 milljónir króna vegna lagningar nýs ljósleiðara um sveitarfélagið. Hreppurinn hefur stofnað sérstakt félag um ljósleiðarann, Fjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjórnin hefur hafnað kröfu Ábótans að fengnu lögfræðiáliti. Axel segir tengingu Ábótans við internetið byggja á ljósleiðurum og örbylgjuloftnetum. Um helmingur viðskiptanna sé í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Við höfum lagt í heilmikinn kostnað til að geta veitt þessa þjónustu sem önnur fjarskiptafyrirtæki hafa ekki talið borga sig. Við það að missa helminginn af viðskiptavinunum eru forsendurnar fyrir þessum rekstri ekki fyrir hendi," segir hann. Ábótinn hefur sent sveitarstjórninni nýtt erindi eftir að hún hafnaði kröfu félagsins fyrr í þessum mánuði. Það felur í sér 87 milljóna króna greiðslu til Ábótans. Axel segir það ýtrustu kröfu sem miði við að fyrirtækið hætti. „Það eru tapaðar tekjur til fjögurra ára inni í þeirri tölu. Við viljum fá bætt það sem við höfum fjárfest en látum þá liggja á milli hluta hvort ljósleiðaralagningin um sveitarfélagið sé ólögleg eða ekki," útskýrir Axel og segir að verði ekki orðið við kröfunni muni félagið kæra málið til Eftirlitsstofnunar EFTA. „Það er skýlaust að sveitarfélagið er að fara inn á markað með opinbert fé og það er bara ekki leyft í dag." Gunnar Örn Marteinsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir kröfu Ábótans fráleita. Hreppurinn sé í fullum rétti og bótakrafan algerlega órökstudd. Áætlaður kostnaður við ljósleiðarann er 180 milljónir króna. Gunnar segir um helming þess koma frá Landsvirkjun vegna rammasamnings frá 2008 þar sem ákveðin upphæð var eyrnamerkt fjarskiptum í hreppnum. Þá verði notaður drjúgur hluti af 70 milljónum króna sem hreppurinn eigi eftir sölu á hlut í fyrirtækinu Límtré. Hann segir að öllum verði heimill aðgangur að ljósleiðaranum. „Við hér búum við erfið skilyrði í þessum efnum. Þetta verður eins og að fara úr Trabant í Bens og auðveldar fólki störf í fjarvinnslu. Þetta er nútíminn," segir oddvitinn. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
„Kristur sagði að maður ætti að bjóða hina kinnina og nú erum við á vinstri rasskinninni," segir Axel Árnason, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi og annar eigenda fjarskiptafyrirtækisins Ábótans. Ábótinn krafðist þess í sumar að Skeiða- og Gnúpverjahreppur greiddi fyrirtækinu 20 milljónir króna vegna lagningar nýs ljósleiðara um sveitarfélagið. Hreppurinn hefur stofnað sérstakt félag um ljósleiðarann, Fjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjórnin hefur hafnað kröfu Ábótans að fengnu lögfræðiáliti. Axel segir tengingu Ábótans við internetið byggja á ljósleiðurum og örbylgjuloftnetum. Um helmingur viðskiptanna sé í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Við höfum lagt í heilmikinn kostnað til að geta veitt þessa þjónustu sem önnur fjarskiptafyrirtæki hafa ekki talið borga sig. Við það að missa helminginn af viðskiptavinunum eru forsendurnar fyrir þessum rekstri ekki fyrir hendi," segir hann. Ábótinn hefur sent sveitarstjórninni nýtt erindi eftir að hún hafnaði kröfu félagsins fyrr í þessum mánuði. Það felur í sér 87 milljóna króna greiðslu til Ábótans. Axel segir það ýtrustu kröfu sem miði við að fyrirtækið hætti. „Það eru tapaðar tekjur til fjögurra ára inni í þeirri tölu. Við viljum fá bætt það sem við höfum fjárfest en látum þá liggja á milli hluta hvort ljósleiðaralagningin um sveitarfélagið sé ólögleg eða ekki," útskýrir Axel og segir að verði ekki orðið við kröfunni muni félagið kæra málið til Eftirlitsstofnunar EFTA. „Það er skýlaust að sveitarfélagið er að fara inn á markað með opinbert fé og það er bara ekki leyft í dag." Gunnar Örn Marteinsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir kröfu Ábótans fráleita. Hreppurinn sé í fullum rétti og bótakrafan algerlega órökstudd. Áætlaður kostnaður við ljósleiðarann er 180 milljónir króna. Gunnar segir um helming þess koma frá Landsvirkjun vegna rammasamnings frá 2008 þar sem ákveðin upphæð var eyrnamerkt fjarskiptum í hreppnum. Þá verði notaður drjúgur hluti af 70 milljónum króna sem hreppurinn eigi eftir sölu á hlut í fyrirtækinu Límtré. Hann segir að öllum verði heimill aðgangur að ljósleiðaranum. „Við hér búum við erfið skilyrði í þessum efnum. Þetta verður eins og að fara úr Trabant í Bens og auðveldar fólki störf í fjarvinnslu. Þetta er nútíminn," segir oddvitinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira