

Frábært að geta hjálpað öðrum
Nokkur átaksverkefni gegn einelti eru í gangi sem fjalla um að hjálpa fórnarlambinu að ná bata, um jafningjaaðstoð og um kynferðislega áreitni en best þekktu verkefnin fyrir skóla koma frá nýsjálensku Friðarstofnuninni (Peace Foundation) og kallast „Svalir skólar" (e. Cool Schools). Verkefni stofnunarinnar hafa verið notuð við fjölmarga grunn- og framhaldsskóla á Nýja-Sjálandi og hafa þróast í áraraðir.
„Svalir skólar"–verkefnin sem notuð eru um allt Nýja-Sjáland eru ekki kynnt sem eineltisverkefni sérstaklega heldur stuðla þau að því að gera nemendum og kennurum kleift að átta sig á því þegar vandamál eru í uppsiglingu og kenna þeim leiðir til að takast á við þau á uppbyggilegan hátt. Þegar unnið er eftir þessum leiðum tekst smátt og smátt að senda nemendum og kennurum skýr skilaboð um að skólinn þeirra sé öruggur staður og að allir vinni saman í að hann verði það alltaf.
Verkefnin stuðla að opinni og frjálsri tjáningu í skólum. Nemendum er kennt að vera góðar fyrirmyndir, að beita sér fyrir heilbrigðum samskiptum og að beina félögum sínum til viðeigandi fullorðins aðila ef nauðsyn krefur. Bæði nemendum og kennurum eru kenndar aðferðir til að takast á við deilur og ágreining sem munu gagnast þeim allt lífið. Aðferðirnar kenna fólki að temja sér stillingu í aðstæðum þegar deilur eiga sér stað. Þetta er hugsað sem verkfærakista sem er full af verkfærum sem nýtast til að taka yfirvegað á málum þegar upp koma átök á milli fólks. Nemendum og kennurum eru kenndar uppbyggilegar aðferðir við lausn deilumála. Þannig eru nemendur þjálfaðir í því að verða svokallaðir „jafningjamálamiðlarar". Það er leiðtogahlutverk sem veitir öðrum ákveðna þjónustu; svo sem að efla gagnkvæma virðingu fólks og einnig að auka skilning á þeirri staðreynd að fólk er mismunandi, og jafnframt að veita samnemendum sínum aðstoð ef vandamál koma upp. Það hefur sýnt sig að nemendur sem lenda í vandræðum vilja gjarnan ræða við aðra nemendur sem þeir treysta. En jafningjamálamiðlarar geta einnig stuðlað að fleiri góðum hlutum í skólanum.
„Vandamála-verkfærakistan" nýtist foreldrum ekki síður en nemendum og kennurum. Eitt af verkefnum Friðarstofnunarinnar er samið sérstaklega fyrir foreldra og kennir þeim árangursrík samskipti. Lögð er áhersla á að sannfæra einstaklinga um að þeir geti haft jákvæð áhrif á heimili sínu, í skólanum og í samfélaginu í heild og jafnvel víðar.
Verkefnið „Svalir skólar" var fyrst prófað í tólf grunnskólum í Auckland árið 1991 undir stjórn Yvonne Duncan. Verkefnið gekk svo vel að Yvonne var boðið að fá fullt starf við að stjórna verkefninu á vegum Friðarstofnunarinnar. Síðan þá hefur verkefnið verið kynnt fyrir meira en helmingi allra grunn- og framhaldsskóla á Nýja-Sjálandi. Mjög jákvæð viðbrögð hafa komið frá nemendum, kennurum, þeim sem stjórna verkefninu í skólum og einnig frá skólastjórum. Það sem flestum stjórnendum og kennurum finnst jákvæðast við verkefnin er að fá að hjálpa nemendum til að aðstoða aðra nemendur við að leysa vandamál. Nemendur á öllum skólastigum segja að það sé svo frábært að geta verið í aðstöðu og með árangursríkar leiðir til að hjálpa öðrum nemendum. Það gefi þeim svo mikið sjálfstraust.
Þjálfunin er oft sniðin að þörfum skólanna. Þegar verkefnið er unnið í framhaldsskólum, kemur leiðbeinandi í skólann í fjóra og hálfan tíma á viku og vinnur með nokkrum nemendum sem hafa verið valdir til að vera „sendiherrar réttlætisins" eða „jafningjamálamiðlarar" ásamt kennurum sem eru til stuðnings við verkefnið frá skólans hálfu. Leiðbeinandinn stýrir starfsmannafundi þar sem verkefnið er kynnt fyrir öllum starfsmönnum skólans og þeim er sýnt hvernig þeir geta stutt jafningjamálamiðlarana. Kennararnir fá þarna líka góða leiðsögn sem nýtist þeim bæði í starfinu og í einkalífinu. Í grunnskólunum hefur verið árangursríkast að hafa einn dag þar sem kennurunum eru kenndar allar tíu leiðirnar í verkefninu, þannig að í lok dagsins hafa kennararnir lært hvernig þeir geta kennt þær nemendum sínum.
Friðarstofnunin er með skrifstofu í Auckland en það að leiðbeina skólum á svæðinu er á mínum höndum. Fimm aðrir leiðbeinendur stofnunarinnar sjá um aðra hluta landsins. Áhugasamir geta haft samband við Friðarstofnunina beint í síma (09) 373 2379 eða kynnt sér efnið á heimasíðu stofnunarinnar: www.peace.net.nz. Ég mun leiða vinnusmiðju tengda „Svölum skólum" og málamiðlun jafningja á Friðarþingi skáta á Íslandi.
Skoðun

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar