Hærri skattar þýða færri ferðamenn 27. september 2012 05:30 Fleiri eða færri ferðamenn Samtök ferðaþjónustunnar óttast að erlendum ferðamönnum hér muni snarfækka ef stjórnvöld hækka virðisaukaskatt á greinina. Þá muni ferðamenn eyða minni peningum hér en ella.mynd/hag fréttablaðið/hag Hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu á Íslandi mun hægja á vexti greinarinnar hér á landi. Þetta kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi á mánudag. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Oddnýju hvaða rök lægju að baki hækkunar virðisaukaskatts í ferðaþjónustu. Benti hann á sambærilegar aðgerðir í öðrum Evrópulöndum, meðal annars í Danmörku, sem hefðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu þar. „Vil ég vitna til bæði Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og skýrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt fram sem eru samhljóma um að hér verði gríðarleg fækkun á ferðamönnum í kjölfarið og minnkun á tekjum og eyðslu þeirra hér," sagði Sigurður Ingi. Oddný benti á að mikill vöxtur hefði orðið í greininni og að meðal-tali hefði ferðamönnum fjölgað um 7,7 prósent ár hvert. Fjölgunin hefði orðið meiri í fyrra og í ár eða 15 og 16 prósent. „Ef við höldum að þessi tvö ár séu sveifla upp á við og vöxturinn verði áfram 7,7 prósent þá verða erlendir ferðamenn ein milljón talsins," sagði Oddný. Með hækkunum á virðisaukaskatti mun það dragast „að erlendir ferðamenn verði ein milljón talsins á Íslandi til 2019," sagði Oddný. Ráðherra sagði að allar greiningar á hugsanlegum áhrifum hækkunarinnar, jafnvel þær sem hafa verið gerðar á vegum ferðaþjónustunnar, sýni fram á að hér verði áfram fjölgun ferðamanna. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessa fullyrðingu ráðherra einfaldlega ranga. „Það er bara rangt," segir Erna. „Niðurstaða KPMG, sem greindi áhrifin fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, er að erlendum ferðamönnum gæti fækkað um 8,6 prósent." Erna segir að ekkert samráð hafi verið haft við ferðaþjónustuna áður en stjórnvöld ákváðu að hækka virðisaukaskatt á greinina. „Við erum að skoða þessa útreikninga sem við fengum en botnum ekkert í. Ég veit ekki af hverju hún segir þetta af því að hún veit ósköp vel hvað stendur í skýrslu KPMG," segir Erna. birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu á Íslandi mun hægja á vexti greinarinnar hér á landi. Þetta kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi á mánudag. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Oddnýju hvaða rök lægju að baki hækkunar virðisaukaskatts í ferðaþjónustu. Benti hann á sambærilegar aðgerðir í öðrum Evrópulöndum, meðal annars í Danmörku, sem hefðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu þar. „Vil ég vitna til bæði Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og skýrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt fram sem eru samhljóma um að hér verði gríðarleg fækkun á ferðamönnum í kjölfarið og minnkun á tekjum og eyðslu þeirra hér," sagði Sigurður Ingi. Oddný benti á að mikill vöxtur hefði orðið í greininni og að meðal-tali hefði ferðamönnum fjölgað um 7,7 prósent ár hvert. Fjölgunin hefði orðið meiri í fyrra og í ár eða 15 og 16 prósent. „Ef við höldum að þessi tvö ár séu sveifla upp á við og vöxturinn verði áfram 7,7 prósent þá verða erlendir ferðamenn ein milljón talsins," sagði Oddný. Með hækkunum á virðisaukaskatti mun það dragast „að erlendir ferðamenn verði ein milljón talsins á Íslandi til 2019," sagði Oddný. Ráðherra sagði að allar greiningar á hugsanlegum áhrifum hækkunarinnar, jafnvel þær sem hafa verið gerðar á vegum ferðaþjónustunnar, sýni fram á að hér verði áfram fjölgun ferðamanna. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessa fullyrðingu ráðherra einfaldlega ranga. „Það er bara rangt," segir Erna. „Niðurstaða KPMG, sem greindi áhrifin fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, er að erlendum ferðamönnum gæti fækkað um 8,6 prósent." Erna segir að ekkert samráð hafi verið haft við ferðaþjónustuna áður en stjórnvöld ákváðu að hækka virðisaukaskatt á greinina. „Við erum að skoða þessa útreikninga sem við fengum en botnum ekkert í. Ég veit ekki af hverju hún segir þetta af því að hún veit ósköp vel hvað stendur í skýrslu KPMG," segir Erna. birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira