Friðriki svarað Jón Steinsson skrifar 25. september 2012 06:00 Það er ekki tekið út með sældinni að hrósa þessari ríkisstjórn. Eftir að grein mín „Nýtur ríkisstjórnin sannmælis" birtist í Fréttablaðinu 6. september síðastliðinn birtust áköf andsvör eftir alþingismenn og fyrrverandi alþingismenn dag eftir dag eftir dag. Fæst í þessum greinum er þess eðlis að það kalli á svör frá mér. Fólk hefur mismunandi skoðanir eins og gengur. Ég vil þó aðeins svara Friðriki Sophussyni sem skrifaði grein í Fréttablaðið 12. september gegn minni grein. Mikilvægasta atriðið sem Friðrik fjallar um hefur með upplýsingagjöf Landsvirkjunar varðandi orkuverð til stóriðju að gera. Ég hélt því fram að fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar hefði Landsvirkjun neitað að upplýsa almenning um orkuverð til stóriðju af einhverjum ástæðum. Svar Friðriks er: „Áratugum saman var hægt að lesa meðalverð á orku til orkufreks iðnaðar úr reikningum Landsvirkjunar." Þetta er rétt en villandi. Það var hægt að lesa meðalverð á orku til stóriðju út úr reikningum Landsvirkjunar fram til ársins 2002. Árið 2003 breytti Landsvirkjun hins vegar framsetningu ársreikninga á þann veg að þessar upplýsingar voru ekki lengur aðgengilegar. Á umbrotaárunum 2003 til 2009 var meðalverð á orku til stóriðju því ekki aðgengilegt almenningi. Þetta hamlaði mjög upplýstri umræðu um skynsemi þeirra risavöxnu virkjunarframkvæmda sem ráðist var í á þessum tíma. Hörður Arnarson, nýr forstjóri Landsvirkjunar, bætti úr þessu vorið 2010 og hefur síðan birt meðalverð til stóriðju. En Hörður gekk lengra og setti fram samanburð á orkuverði Landsvirkjunar til stóriðju og meðalverði álvera í heiminum. Sá samanburður leiddi í ljós að verð Landsvirkjunar var um 20% lægra að meðaltali en meðalverð til álvera í heiminum. Af þessum sökum tala ég um að Landsvirkjun hafi selt orku til stóriðju með ríflegum afslætti af einhverjum ástæðum. Tölurnar sem Hörður birti hafa einnig gert óvilhöllum aðilum kleift að meta arðsemi orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju síðasta áratuginn. Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson unnu á síðasta ári skýrslu fyrir fjármálaráðuneytið þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að arðsemi orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju væri lægri en af sambærilegri starfsemi erlendis og svipuð fjármagnskostnaði ríkisins. Niðurstaða þeirra er að „ekki er að sjá að skattgreiðendur hérlendis hafi fengið endurgjald fyrir þá ábyrgð sem þeir hafa tekist á hendur í tengslum við orkusölu sem er mjög umfangsmikil miðað við höfðatölu." Ástæðurnar fyrir þessu lága verði (og lágri ávöxtun) geta reyndar verið margar. Ef til vill hefur Ísland einfaldlega verulega ókosti í samanburði við önnur lönd hvað varðar stóriðju. Önnur hugsanleg ástæða er að Landsvirkjun hafi ekki staðið sig vel í samningum, ef til vill vegna pólitísks þrýstings um að ljúka samningum fljótt. Þetta er mikilvægt rannsóknarefni fyrir þjóð sem leggur jafn mikið upp úr stóriðju og við gerum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki tekið út með sældinni að hrósa þessari ríkisstjórn. Eftir að grein mín „Nýtur ríkisstjórnin sannmælis" birtist í Fréttablaðinu 6. september síðastliðinn birtust áköf andsvör eftir alþingismenn og fyrrverandi alþingismenn dag eftir dag eftir dag. Fæst í þessum greinum er þess eðlis að það kalli á svör frá mér. Fólk hefur mismunandi skoðanir eins og gengur. Ég vil þó aðeins svara Friðriki Sophussyni sem skrifaði grein í Fréttablaðið 12. september gegn minni grein. Mikilvægasta atriðið sem Friðrik fjallar um hefur með upplýsingagjöf Landsvirkjunar varðandi orkuverð til stóriðju að gera. Ég hélt því fram að fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar hefði Landsvirkjun neitað að upplýsa almenning um orkuverð til stóriðju af einhverjum ástæðum. Svar Friðriks er: „Áratugum saman var hægt að lesa meðalverð á orku til orkufreks iðnaðar úr reikningum Landsvirkjunar." Þetta er rétt en villandi. Það var hægt að lesa meðalverð á orku til stóriðju út úr reikningum Landsvirkjunar fram til ársins 2002. Árið 2003 breytti Landsvirkjun hins vegar framsetningu ársreikninga á þann veg að þessar upplýsingar voru ekki lengur aðgengilegar. Á umbrotaárunum 2003 til 2009 var meðalverð á orku til stóriðju því ekki aðgengilegt almenningi. Þetta hamlaði mjög upplýstri umræðu um skynsemi þeirra risavöxnu virkjunarframkvæmda sem ráðist var í á þessum tíma. Hörður Arnarson, nýr forstjóri Landsvirkjunar, bætti úr þessu vorið 2010 og hefur síðan birt meðalverð til stóriðju. En Hörður gekk lengra og setti fram samanburð á orkuverði Landsvirkjunar til stóriðju og meðalverði álvera í heiminum. Sá samanburður leiddi í ljós að verð Landsvirkjunar var um 20% lægra að meðaltali en meðalverð til álvera í heiminum. Af þessum sökum tala ég um að Landsvirkjun hafi selt orku til stóriðju með ríflegum afslætti af einhverjum ástæðum. Tölurnar sem Hörður birti hafa einnig gert óvilhöllum aðilum kleift að meta arðsemi orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju síðasta áratuginn. Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson unnu á síðasta ári skýrslu fyrir fjármálaráðuneytið þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að arðsemi orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju væri lægri en af sambærilegri starfsemi erlendis og svipuð fjármagnskostnaði ríkisins. Niðurstaða þeirra er að „ekki er að sjá að skattgreiðendur hérlendis hafi fengið endurgjald fyrir þá ábyrgð sem þeir hafa tekist á hendur í tengslum við orkusölu sem er mjög umfangsmikil miðað við höfðatölu." Ástæðurnar fyrir þessu lága verði (og lágri ávöxtun) geta reyndar verið margar. Ef til vill hefur Ísland einfaldlega verulega ókosti í samanburði við önnur lönd hvað varðar stóriðju. Önnur hugsanleg ástæða er að Landsvirkjun hafi ekki staðið sig vel í samningum, ef til vill vegna pólitísks þrýstings um að ljúka samningum fljótt. Þetta er mikilvægt rannsóknarefni fyrir þjóð sem leggur jafn mikið upp úr stóriðju og við gerum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun