Óvissa sköpuð af stjórnvöldum 31. ágúst 2012 06:00 Það er með ólíkindum, að stjórnvöld í lýðræðisríki komist með dyggri aðstoð fjármálakerfisins upp með að innheimta milljarða króna af lánþegum landsins, án þess að fyrir því sé ein einasta lög- eða samningsbundin heimild. Það er einnig með ólíkindum, að embætti sem sett er á stofn sem hagsmunavörður lánþega geri fátt, lítið eða ekkert til að standa vörð um stjórnarskrárvarin réttindi lánþega þegar á reynir. Fjármálafyrirtækin, samtök þeirra, stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafa unnið hörðum höndum að því að fá út úr dómstólum ákveðnar niðurstöður. Niðurstöður sem hugsanlega mætti nota til að gefa vísbendingu um hvernig breyta megi löglegum ákvæðum einkaréttarlegra samninga. Umboðsmaður skuldara hefur eins og viljalítið verkfæri fylgt þessum vilja kerfisins, mótstöðulaust. Skýrasta dæmið er svokallaður vaxtadómur, nr. 471/2010. Það mál var keyrt í gegnum kerfið á örfáum mánuðum og niðurstaða dómsins nýtt til að keyra í gegnum þingið lagasetningu sem heimilaði afturvirkar vaxtakröfur, þó hvergi stæði neitt um slíkar heimildir í téðum dómi. Það hefur því enginn dómur fallið um afturvirkni vaxta, þó samkvæmt ákvörðun þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra væru sett lög sem heimiluðu breytingu á vaxtaákvæðum með afturvirkum hætti. Lög nr. 151/2010, eða svokölluð Árna Páls-lög. Frá því lögin tóku gildi, þá hafa fjölmargir dómar fallið þar sem sérstaklega er tilgreint að engin stoð sé fyrir afturvirkum vaxtakröfum. Hæstiréttur hefur jafnvel gengið svo langt að segja berum orðum að slík lagasetning fari gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrár Íslands. Heimildina sem bankar og fjármögnunarfyrirtæki nota til að krefja lánþega um afturvirka vexti er því hvergi að finna nema í lögum sem Hæstiréttur hefur sagt í andstöðu við sjálfa stjórnarskrána. Það er ekki skrýtið að stjórnvöld vilji breytingu á stjórnarskrá sem slíkar hömlur setur á heimildir ríkisins til að berja á þegnum sínum. Krafa lánþega er því ofur einföld:Fellið tafarlaust úr gildi svokölluð Árna Páls-lög. Eftir slíka aðgerð situr að:1. Gengistryggðir lánasamningar, sem tilgreindir eru í íslenskum krónum og greiddir út í íslenskum krónum, eru ólöglega gengistryggðir, en samningsvextir löglegir. 2. Öll svokölluð jafnvirðislán sem greidd eru út í íslenskum krónum eru ólöglega gengistryggð, en samningsvextir löglegir. 3. Gengistryggðir bíla- og kaupleigusamningar eru ólöglega gengistryggðir, en samningsvextir löglegir. 4. Gengistryggðir fjármögnunarleigusamningar, sem greiddir eru út í íslenskum krónum og sannanleg yfirfærsla eignarréttar á sér stað við lok samningstíma, eru ólöglega gengistryggðir en samningsvextir löglegir. Vafi mun áfram leika um: 5. Lánasamninga sem greiddir eru út í íslenskum krónum, en tilgreindir í samningsskilmálum í erlendri mynt. 6. Gengistryggða fjármögnunarleigusamninga þar sem ekki er sönnuð yfirfærsla eignaréttar við lok samnings. 7. Lánasamninga sem greiddir eru út í erlendri mynt. Með því að fella úr gildi Árna Páls-lögin er komið til móts við skýra niðurstöðu dómstóla, skýra niðurstöðu Evrópudómstóls í sambærilegum málum og skýr ákvæði grundvallarreglna samninga- og kröfuréttar. Yfirgnæfandi hluti lánasamninga til heimila og smærri fyrirtækja fellur undir lið 1 – 4 og því væri með brottnámi Árna Páls-laga bundinn endi á óvissu um skulda- og eignastöðu tugþúsunda einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Óvissan sem stjórnvöld vilja viðhalda með Árna Páls-lögunum yrði áfram á þeim óverulega hluta lánasamninga sem falla undir lið 5 – 7. Það er vitlegra að leysa það sem hægt er að leysa um leið og það er hægt í stað þess að viðhalda algerlega ónauðsynlegri óvissu um skuldamál heimila og fyrirtækja. Nóg er efnahagsleg óvissa samt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum, að stjórnvöld í lýðræðisríki komist með dyggri aðstoð fjármálakerfisins upp með að innheimta milljarða króna af lánþegum landsins, án þess að fyrir því sé ein einasta lög- eða samningsbundin heimild. Það er einnig með ólíkindum, að embætti sem sett er á stofn sem hagsmunavörður lánþega geri fátt, lítið eða ekkert til að standa vörð um stjórnarskrárvarin réttindi lánþega þegar á reynir. Fjármálafyrirtækin, samtök þeirra, stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafa unnið hörðum höndum að því að fá út úr dómstólum ákveðnar niðurstöður. Niðurstöður sem hugsanlega mætti nota til að gefa vísbendingu um hvernig breyta megi löglegum ákvæðum einkaréttarlegra samninga. Umboðsmaður skuldara hefur eins og viljalítið verkfæri fylgt þessum vilja kerfisins, mótstöðulaust. Skýrasta dæmið er svokallaður vaxtadómur, nr. 471/2010. Það mál var keyrt í gegnum kerfið á örfáum mánuðum og niðurstaða dómsins nýtt til að keyra í gegnum þingið lagasetningu sem heimilaði afturvirkar vaxtakröfur, þó hvergi stæði neitt um slíkar heimildir í téðum dómi. Það hefur því enginn dómur fallið um afturvirkni vaxta, þó samkvæmt ákvörðun þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra væru sett lög sem heimiluðu breytingu á vaxtaákvæðum með afturvirkum hætti. Lög nr. 151/2010, eða svokölluð Árna Páls-lög. Frá því lögin tóku gildi, þá hafa fjölmargir dómar fallið þar sem sérstaklega er tilgreint að engin stoð sé fyrir afturvirkum vaxtakröfum. Hæstiréttur hefur jafnvel gengið svo langt að segja berum orðum að slík lagasetning fari gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrár Íslands. Heimildina sem bankar og fjármögnunarfyrirtæki nota til að krefja lánþega um afturvirka vexti er því hvergi að finna nema í lögum sem Hæstiréttur hefur sagt í andstöðu við sjálfa stjórnarskrána. Það er ekki skrýtið að stjórnvöld vilji breytingu á stjórnarskrá sem slíkar hömlur setur á heimildir ríkisins til að berja á þegnum sínum. Krafa lánþega er því ofur einföld:Fellið tafarlaust úr gildi svokölluð Árna Páls-lög. Eftir slíka aðgerð situr að:1. Gengistryggðir lánasamningar, sem tilgreindir eru í íslenskum krónum og greiddir út í íslenskum krónum, eru ólöglega gengistryggðir, en samningsvextir löglegir. 2. Öll svokölluð jafnvirðislán sem greidd eru út í íslenskum krónum eru ólöglega gengistryggð, en samningsvextir löglegir. 3. Gengistryggðir bíla- og kaupleigusamningar eru ólöglega gengistryggðir, en samningsvextir löglegir. 4. Gengistryggðir fjármögnunarleigusamningar, sem greiddir eru út í íslenskum krónum og sannanleg yfirfærsla eignarréttar á sér stað við lok samningstíma, eru ólöglega gengistryggðir en samningsvextir löglegir. Vafi mun áfram leika um: 5. Lánasamninga sem greiddir eru út í íslenskum krónum, en tilgreindir í samningsskilmálum í erlendri mynt. 6. Gengistryggða fjármögnunarleigusamninga þar sem ekki er sönnuð yfirfærsla eignaréttar við lok samnings. 7. Lánasamninga sem greiddir eru út í erlendri mynt. Með því að fella úr gildi Árna Páls-lögin er komið til móts við skýra niðurstöðu dómstóla, skýra niðurstöðu Evrópudómstóls í sambærilegum málum og skýr ákvæði grundvallarreglna samninga- og kröfuréttar. Yfirgnæfandi hluti lánasamninga til heimila og smærri fyrirtækja fellur undir lið 1 – 4 og því væri með brottnámi Árna Páls-laga bundinn endi á óvissu um skulda- og eignastöðu tugþúsunda einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Óvissan sem stjórnvöld vilja viðhalda með Árna Páls-lögunum yrði áfram á þeim óverulega hluta lánasamninga sem falla undir lið 5 – 7. Það er vitlegra að leysa það sem hægt er að leysa um leið og það er hægt í stað þess að viðhalda algerlega ónauðsynlegri óvissu um skuldamál heimila og fyrirtækja. Nóg er efnahagsleg óvissa samt.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun