Óvissa sköpuð af stjórnvöldum 31. ágúst 2012 06:00 Það er með ólíkindum, að stjórnvöld í lýðræðisríki komist með dyggri aðstoð fjármálakerfisins upp með að innheimta milljarða króna af lánþegum landsins, án þess að fyrir því sé ein einasta lög- eða samningsbundin heimild. Það er einnig með ólíkindum, að embætti sem sett er á stofn sem hagsmunavörður lánþega geri fátt, lítið eða ekkert til að standa vörð um stjórnarskrárvarin réttindi lánþega þegar á reynir. Fjármálafyrirtækin, samtök þeirra, stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafa unnið hörðum höndum að því að fá út úr dómstólum ákveðnar niðurstöður. Niðurstöður sem hugsanlega mætti nota til að gefa vísbendingu um hvernig breyta megi löglegum ákvæðum einkaréttarlegra samninga. Umboðsmaður skuldara hefur eins og viljalítið verkfæri fylgt þessum vilja kerfisins, mótstöðulaust. Skýrasta dæmið er svokallaður vaxtadómur, nr. 471/2010. Það mál var keyrt í gegnum kerfið á örfáum mánuðum og niðurstaða dómsins nýtt til að keyra í gegnum þingið lagasetningu sem heimilaði afturvirkar vaxtakröfur, þó hvergi stæði neitt um slíkar heimildir í téðum dómi. Það hefur því enginn dómur fallið um afturvirkni vaxta, þó samkvæmt ákvörðun þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra væru sett lög sem heimiluðu breytingu á vaxtaákvæðum með afturvirkum hætti. Lög nr. 151/2010, eða svokölluð Árna Páls-lög. Frá því lögin tóku gildi, þá hafa fjölmargir dómar fallið þar sem sérstaklega er tilgreint að engin stoð sé fyrir afturvirkum vaxtakröfum. Hæstiréttur hefur jafnvel gengið svo langt að segja berum orðum að slík lagasetning fari gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrár Íslands. Heimildina sem bankar og fjármögnunarfyrirtæki nota til að krefja lánþega um afturvirka vexti er því hvergi að finna nema í lögum sem Hæstiréttur hefur sagt í andstöðu við sjálfa stjórnarskrána. Það er ekki skrýtið að stjórnvöld vilji breytingu á stjórnarskrá sem slíkar hömlur setur á heimildir ríkisins til að berja á þegnum sínum. Krafa lánþega er því ofur einföld:Fellið tafarlaust úr gildi svokölluð Árna Páls-lög. Eftir slíka aðgerð situr að:1. Gengistryggðir lánasamningar, sem tilgreindir eru í íslenskum krónum og greiddir út í íslenskum krónum, eru ólöglega gengistryggðir, en samningsvextir löglegir. 2. Öll svokölluð jafnvirðislán sem greidd eru út í íslenskum krónum eru ólöglega gengistryggð, en samningsvextir löglegir. 3. Gengistryggðir bíla- og kaupleigusamningar eru ólöglega gengistryggðir, en samningsvextir löglegir. 4. Gengistryggðir fjármögnunarleigusamningar, sem greiddir eru út í íslenskum krónum og sannanleg yfirfærsla eignarréttar á sér stað við lok samningstíma, eru ólöglega gengistryggðir en samningsvextir löglegir. Vafi mun áfram leika um: 5. Lánasamninga sem greiddir eru út í íslenskum krónum, en tilgreindir í samningsskilmálum í erlendri mynt. 6. Gengistryggða fjármögnunarleigusamninga þar sem ekki er sönnuð yfirfærsla eignaréttar við lok samnings. 7. Lánasamninga sem greiddir eru út í erlendri mynt. Með því að fella úr gildi Árna Páls-lögin er komið til móts við skýra niðurstöðu dómstóla, skýra niðurstöðu Evrópudómstóls í sambærilegum málum og skýr ákvæði grundvallarreglna samninga- og kröfuréttar. Yfirgnæfandi hluti lánasamninga til heimila og smærri fyrirtækja fellur undir lið 1 – 4 og því væri með brottnámi Árna Páls-laga bundinn endi á óvissu um skulda- og eignastöðu tugþúsunda einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Óvissan sem stjórnvöld vilja viðhalda með Árna Páls-lögunum yrði áfram á þeim óverulega hluta lánasamninga sem falla undir lið 5 – 7. Það er vitlegra að leysa það sem hægt er að leysa um leið og það er hægt í stað þess að viðhalda algerlega ónauðsynlegri óvissu um skuldamál heimila og fyrirtækja. Nóg er efnahagsleg óvissa samt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum, að stjórnvöld í lýðræðisríki komist með dyggri aðstoð fjármálakerfisins upp með að innheimta milljarða króna af lánþegum landsins, án þess að fyrir því sé ein einasta lög- eða samningsbundin heimild. Það er einnig með ólíkindum, að embætti sem sett er á stofn sem hagsmunavörður lánþega geri fátt, lítið eða ekkert til að standa vörð um stjórnarskrárvarin réttindi lánþega þegar á reynir. Fjármálafyrirtækin, samtök þeirra, stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafa unnið hörðum höndum að því að fá út úr dómstólum ákveðnar niðurstöður. Niðurstöður sem hugsanlega mætti nota til að gefa vísbendingu um hvernig breyta megi löglegum ákvæðum einkaréttarlegra samninga. Umboðsmaður skuldara hefur eins og viljalítið verkfæri fylgt þessum vilja kerfisins, mótstöðulaust. Skýrasta dæmið er svokallaður vaxtadómur, nr. 471/2010. Það mál var keyrt í gegnum kerfið á örfáum mánuðum og niðurstaða dómsins nýtt til að keyra í gegnum þingið lagasetningu sem heimilaði afturvirkar vaxtakröfur, þó hvergi stæði neitt um slíkar heimildir í téðum dómi. Það hefur því enginn dómur fallið um afturvirkni vaxta, þó samkvæmt ákvörðun þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra væru sett lög sem heimiluðu breytingu á vaxtaákvæðum með afturvirkum hætti. Lög nr. 151/2010, eða svokölluð Árna Páls-lög. Frá því lögin tóku gildi, þá hafa fjölmargir dómar fallið þar sem sérstaklega er tilgreint að engin stoð sé fyrir afturvirkum vaxtakröfum. Hæstiréttur hefur jafnvel gengið svo langt að segja berum orðum að slík lagasetning fari gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrár Íslands. Heimildina sem bankar og fjármögnunarfyrirtæki nota til að krefja lánþega um afturvirka vexti er því hvergi að finna nema í lögum sem Hæstiréttur hefur sagt í andstöðu við sjálfa stjórnarskrána. Það er ekki skrýtið að stjórnvöld vilji breytingu á stjórnarskrá sem slíkar hömlur setur á heimildir ríkisins til að berja á þegnum sínum. Krafa lánþega er því ofur einföld:Fellið tafarlaust úr gildi svokölluð Árna Páls-lög. Eftir slíka aðgerð situr að:1. Gengistryggðir lánasamningar, sem tilgreindir eru í íslenskum krónum og greiddir út í íslenskum krónum, eru ólöglega gengistryggðir, en samningsvextir löglegir. 2. Öll svokölluð jafnvirðislán sem greidd eru út í íslenskum krónum eru ólöglega gengistryggð, en samningsvextir löglegir. 3. Gengistryggðir bíla- og kaupleigusamningar eru ólöglega gengistryggðir, en samningsvextir löglegir. 4. Gengistryggðir fjármögnunarleigusamningar, sem greiddir eru út í íslenskum krónum og sannanleg yfirfærsla eignarréttar á sér stað við lok samningstíma, eru ólöglega gengistryggðir en samningsvextir löglegir. Vafi mun áfram leika um: 5. Lánasamninga sem greiddir eru út í íslenskum krónum, en tilgreindir í samningsskilmálum í erlendri mynt. 6. Gengistryggða fjármögnunarleigusamninga þar sem ekki er sönnuð yfirfærsla eignaréttar við lok samnings. 7. Lánasamninga sem greiddir eru út í erlendri mynt. Með því að fella úr gildi Árna Páls-lögin er komið til móts við skýra niðurstöðu dómstóla, skýra niðurstöðu Evrópudómstóls í sambærilegum málum og skýr ákvæði grundvallarreglna samninga- og kröfuréttar. Yfirgnæfandi hluti lánasamninga til heimila og smærri fyrirtækja fellur undir lið 1 – 4 og því væri með brottnámi Árna Páls-laga bundinn endi á óvissu um skulda- og eignastöðu tugþúsunda einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Óvissan sem stjórnvöld vilja viðhalda með Árna Páls-lögunum yrði áfram á þeim óverulega hluta lánasamninga sem falla undir lið 5 – 7. Það er vitlegra að leysa það sem hægt er að leysa um leið og það er hægt í stað þess að viðhalda algerlega ónauðsynlegri óvissu um skuldamál heimila og fyrirtækja. Nóg er efnahagsleg óvissa samt.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar