Óvissa sköpuð af stjórnvöldum 31. ágúst 2012 06:00 Það er með ólíkindum, að stjórnvöld í lýðræðisríki komist með dyggri aðstoð fjármálakerfisins upp með að innheimta milljarða króna af lánþegum landsins, án þess að fyrir því sé ein einasta lög- eða samningsbundin heimild. Það er einnig með ólíkindum, að embætti sem sett er á stofn sem hagsmunavörður lánþega geri fátt, lítið eða ekkert til að standa vörð um stjórnarskrárvarin réttindi lánþega þegar á reynir. Fjármálafyrirtækin, samtök þeirra, stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafa unnið hörðum höndum að því að fá út úr dómstólum ákveðnar niðurstöður. Niðurstöður sem hugsanlega mætti nota til að gefa vísbendingu um hvernig breyta megi löglegum ákvæðum einkaréttarlegra samninga. Umboðsmaður skuldara hefur eins og viljalítið verkfæri fylgt þessum vilja kerfisins, mótstöðulaust. Skýrasta dæmið er svokallaður vaxtadómur, nr. 471/2010. Það mál var keyrt í gegnum kerfið á örfáum mánuðum og niðurstaða dómsins nýtt til að keyra í gegnum þingið lagasetningu sem heimilaði afturvirkar vaxtakröfur, þó hvergi stæði neitt um slíkar heimildir í téðum dómi. Það hefur því enginn dómur fallið um afturvirkni vaxta, þó samkvæmt ákvörðun þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra væru sett lög sem heimiluðu breytingu á vaxtaákvæðum með afturvirkum hætti. Lög nr. 151/2010, eða svokölluð Árna Páls-lög. Frá því lögin tóku gildi, þá hafa fjölmargir dómar fallið þar sem sérstaklega er tilgreint að engin stoð sé fyrir afturvirkum vaxtakröfum. Hæstiréttur hefur jafnvel gengið svo langt að segja berum orðum að slík lagasetning fari gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrár Íslands. Heimildina sem bankar og fjármögnunarfyrirtæki nota til að krefja lánþega um afturvirka vexti er því hvergi að finna nema í lögum sem Hæstiréttur hefur sagt í andstöðu við sjálfa stjórnarskrána. Það er ekki skrýtið að stjórnvöld vilji breytingu á stjórnarskrá sem slíkar hömlur setur á heimildir ríkisins til að berja á þegnum sínum. Krafa lánþega er því ofur einföld:Fellið tafarlaust úr gildi svokölluð Árna Páls-lög. Eftir slíka aðgerð situr að:1. Gengistryggðir lánasamningar, sem tilgreindir eru í íslenskum krónum og greiddir út í íslenskum krónum, eru ólöglega gengistryggðir, en samningsvextir löglegir. 2. Öll svokölluð jafnvirðislán sem greidd eru út í íslenskum krónum eru ólöglega gengistryggð, en samningsvextir löglegir. 3. Gengistryggðir bíla- og kaupleigusamningar eru ólöglega gengistryggðir, en samningsvextir löglegir. 4. Gengistryggðir fjármögnunarleigusamningar, sem greiddir eru út í íslenskum krónum og sannanleg yfirfærsla eignarréttar á sér stað við lok samningstíma, eru ólöglega gengistryggðir en samningsvextir löglegir. Vafi mun áfram leika um: 5. Lánasamninga sem greiddir eru út í íslenskum krónum, en tilgreindir í samningsskilmálum í erlendri mynt. 6. Gengistryggða fjármögnunarleigusamninga þar sem ekki er sönnuð yfirfærsla eignaréttar við lok samnings. 7. Lánasamninga sem greiddir eru út í erlendri mynt. Með því að fella úr gildi Árna Páls-lögin er komið til móts við skýra niðurstöðu dómstóla, skýra niðurstöðu Evrópudómstóls í sambærilegum málum og skýr ákvæði grundvallarreglna samninga- og kröfuréttar. Yfirgnæfandi hluti lánasamninga til heimila og smærri fyrirtækja fellur undir lið 1 – 4 og því væri með brottnámi Árna Páls-laga bundinn endi á óvissu um skulda- og eignastöðu tugþúsunda einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Óvissan sem stjórnvöld vilja viðhalda með Árna Páls-lögunum yrði áfram á þeim óverulega hluta lánasamninga sem falla undir lið 5 – 7. Það er vitlegra að leysa það sem hægt er að leysa um leið og það er hægt í stað þess að viðhalda algerlega ónauðsynlegri óvissu um skuldamál heimila og fyrirtækja. Nóg er efnahagsleg óvissa samt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum, að stjórnvöld í lýðræðisríki komist með dyggri aðstoð fjármálakerfisins upp með að innheimta milljarða króna af lánþegum landsins, án þess að fyrir því sé ein einasta lög- eða samningsbundin heimild. Það er einnig með ólíkindum, að embætti sem sett er á stofn sem hagsmunavörður lánþega geri fátt, lítið eða ekkert til að standa vörð um stjórnarskrárvarin réttindi lánþega þegar á reynir. Fjármálafyrirtækin, samtök þeirra, stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafa unnið hörðum höndum að því að fá út úr dómstólum ákveðnar niðurstöður. Niðurstöður sem hugsanlega mætti nota til að gefa vísbendingu um hvernig breyta megi löglegum ákvæðum einkaréttarlegra samninga. Umboðsmaður skuldara hefur eins og viljalítið verkfæri fylgt þessum vilja kerfisins, mótstöðulaust. Skýrasta dæmið er svokallaður vaxtadómur, nr. 471/2010. Það mál var keyrt í gegnum kerfið á örfáum mánuðum og niðurstaða dómsins nýtt til að keyra í gegnum þingið lagasetningu sem heimilaði afturvirkar vaxtakröfur, þó hvergi stæði neitt um slíkar heimildir í téðum dómi. Það hefur því enginn dómur fallið um afturvirkni vaxta, þó samkvæmt ákvörðun þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra væru sett lög sem heimiluðu breytingu á vaxtaákvæðum með afturvirkum hætti. Lög nr. 151/2010, eða svokölluð Árna Páls-lög. Frá því lögin tóku gildi, þá hafa fjölmargir dómar fallið þar sem sérstaklega er tilgreint að engin stoð sé fyrir afturvirkum vaxtakröfum. Hæstiréttur hefur jafnvel gengið svo langt að segja berum orðum að slík lagasetning fari gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrár Íslands. Heimildina sem bankar og fjármögnunarfyrirtæki nota til að krefja lánþega um afturvirka vexti er því hvergi að finna nema í lögum sem Hæstiréttur hefur sagt í andstöðu við sjálfa stjórnarskrána. Það er ekki skrýtið að stjórnvöld vilji breytingu á stjórnarskrá sem slíkar hömlur setur á heimildir ríkisins til að berja á þegnum sínum. Krafa lánþega er því ofur einföld:Fellið tafarlaust úr gildi svokölluð Árna Páls-lög. Eftir slíka aðgerð situr að:1. Gengistryggðir lánasamningar, sem tilgreindir eru í íslenskum krónum og greiddir út í íslenskum krónum, eru ólöglega gengistryggðir, en samningsvextir löglegir. 2. Öll svokölluð jafnvirðislán sem greidd eru út í íslenskum krónum eru ólöglega gengistryggð, en samningsvextir löglegir. 3. Gengistryggðir bíla- og kaupleigusamningar eru ólöglega gengistryggðir, en samningsvextir löglegir. 4. Gengistryggðir fjármögnunarleigusamningar, sem greiddir eru út í íslenskum krónum og sannanleg yfirfærsla eignarréttar á sér stað við lok samningstíma, eru ólöglega gengistryggðir en samningsvextir löglegir. Vafi mun áfram leika um: 5. Lánasamninga sem greiddir eru út í íslenskum krónum, en tilgreindir í samningsskilmálum í erlendri mynt. 6. Gengistryggða fjármögnunarleigusamninga þar sem ekki er sönnuð yfirfærsla eignaréttar við lok samnings. 7. Lánasamninga sem greiddir eru út í erlendri mynt. Með því að fella úr gildi Árna Páls-lögin er komið til móts við skýra niðurstöðu dómstóla, skýra niðurstöðu Evrópudómstóls í sambærilegum málum og skýr ákvæði grundvallarreglna samninga- og kröfuréttar. Yfirgnæfandi hluti lánasamninga til heimila og smærri fyrirtækja fellur undir lið 1 – 4 og því væri með brottnámi Árna Páls-laga bundinn endi á óvissu um skulda- og eignastöðu tugþúsunda einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Óvissan sem stjórnvöld vilja viðhalda með Árna Páls-lögunum yrði áfram á þeim óverulega hluta lánasamninga sem falla undir lið 5 – 7. Það er vitlegra að leysa það sem hægt er að leysa um leið og það er hægt í stað þess að viðhalda algerlega ónauðsynlegri óvissu um skuldamál heimila og fyrirtækja. Nóg er efnahagsleg óvissa samt.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun