Segir vörður skemma náttúru og stemningu 13. júlí 2012 08:30 Skemmdir við Þingvallaveg Margir vörðusmiðir virðast ekki hugsa út í að velja sér ekki steina sem eru fastir í gróðurhulu landsins og skilja því eftir sig ljót sár eins og hér má sjá við Þingvallaveg.MYnd/Ingó Herbertsson „Náttúran er ekki ósnortin lengur því þar eru allar þessar fjandans vörður," segir Ingó Herbertsson leiðsögumaður, sem telur þann sið ferðalanga að hlaða vörður út um hvippinn og hvappinn vera til mikillar óþurftar. Fréttablaðið birti í síðustu viku forsíðumynd af vörðum sem ferðalangar hafa hlaðið við útsýnisstað þar sem Þingvallavegur liðast ofan af Mosfellsheiði. Ingó bendir á að þessar framkvæmdir skilji eftir sig ljót ör þegar fólk taki steina sem fastir séu í jarðvegi. Ekkert í náttúruverndarlögum bannar hleðslu varða á víðavangi nema þá ef með framkvæmdinni séu unnar skemmdir á friðuðum gróðurtegundum eða bergmyndunum. „Þetta skemmir engu að síður náttúruna. Þetta er því miður svona alls staðar," segir Ingó sem kveðst hafa verið leiðsögumaður í yfir þrjátíu ár og ferðast um landið fimm til sex mánuði á ári. Fyrstu tvo áratugina á leiðsögumannsferli hans hafi vörðugerð ekki verið vandamál en nú séu sprottnar upp vörður út um allar trissur, til dæmis við þjóðveginn á hálendinu milli Mývatns og Egilsstaða, einmitt þar sem gróður er afar viðkvæmur. „Þetta byrjaði í kringum 2000 og hefur versnað frá ári til árs síðan," segir Ingó og undirstrikar að vandamálið felist ekki eingöngu í gróðurskemmdum. „Fyrir utan þessar holur þar sem verið er að skemma náttúruna þá eyðileggur þetta andrúmsloftið." Dæmi um þetta segir Ingó vera Djúpalónssand á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hann sé einn af fáum stöðum þar sem enn megi tala um ósnortna náttúru en núna sé ströndin iðulega full af vörðum. „Þetta minnir á þegar fólk krotar á húsveggi í Reykjavík: Ég var hérna! Það er einhver þörf fyrir að láta allan heiminn vita að viðkomandi hafi verið á þessum stað. Það er ekki verið að skemma gróður á svona strönd en hún er ekki lengur sá ósnortni staður sem var einu sinni verið að reyna að selja," segir Ingó. Þá segist Ingó óttast að borgarbörn í Reykjavík sem hafa kannski ekki ferðast mikið um landið fari að halda að vörðugerð sé hið besta mál. „Þá fara íslenskir fjölskyldufeður líka að kenna börnum sínum að hlaða vörður því það er í tísku," segir leiðsögumaðurinn. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Náttúran er ekki ósnortin lengur því þar eru allar þessar fjandans vörður," segir Ingó Herbertsson leiðsögumaður, sem telur þann sið ferðalanga að hlaða vörður út um hvippinn og hvappinn vera til mikillar óþurftar. Fréttablaðið birti í síðustu viku forsíðumynd af vörðum sem ferðalangar hafa hlaðið við útsýnisstað þar sem Þingvallavegur liðast ofan af Mosfellsheiði. Ingó bendir á að þessar framkvæmdir skilji eftir sig ljót ör þegar fólk taki steina sem fastir séu í jarðvegi. Ekkert í náttúruverndarlögum bannar hleðslu varða á víðavangi nema þá ef með framkvæmdinni séu unnar skemmdir á friðuðum gróðurtegundum eða bergmyndunum. „Þetta skemmir engu að síður náttúruna. Þetta er því miður svona alls staðar," segir Ingó sem kveðst hafa verið leiðsögumaður í yfir þrjátíu ár og ferðast um landið fimm til sex mánuði á ári. Fyrstu tvo áratugina á leiðsögumannsferli hans hafi vörðugerð ekki verið vandamál en nú séu sprottnar upp vörður út um allar trissur, til dæmis við þjóðveginn á hálendinu milli Mývatns og Egilsstaða, einmitt þar sem gróður er afar viðkvæmur. „Þetta byrjaði í kringum 2000 og hefur versnað frá ári til árs síðan," segir Ingó og undirstrikar að vandamálið felist ekki eingöngu í gróðurskemmdum. „Fyrir utan þessar holur þar sem verið er að skemma náttúruna þá eyðileggur þetta andrúmsloftið." Dæmi um þetta segir Ingó vera Djúpalónssand á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hann sé einn af fáum stöðum þar sem enn megi tala um ósnortna náttúru en núna sé ströndin iðulega full af vörðum. „Þetta minnir á þegar fólk krotar á húsveggi í Reykjavík: Ég var hérna! Það er einhver þörf fyrir að láta allan heiminn vita að viðkomandi hafi verið á þessum stað. Það er ekki verið að skemma gróður á svona strönd en hún er ekki lengur sá ósnortni staður sem var einu sinni verið að reyna að selja," segir Ingó. Þá segist Ingó óttast að borgarbörn í Reykjavík sem hafa kannski ekki ferðast mikið um landið fari að halda að vörðugerð sé hið besta mál. „Þá fara íslenskir fjölskyldufeður líka að kenna börnum sínum að hlaða vörður því það er í tísku," segir leiðsögumaðurinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira