Taflmennska án nægrar íhugunar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. júní 2012 06:00 Sem forsetaframbjóðandi í þeirri stöðu að vera „númer þrjú" í alls konar kosningakönnunum, tek ég stundum þátt í umræðu um hvernig (ekki hverja!) beri að kjósa. Tillögur koma fram um að nú beri að draga framboðið til baka og fá fylgisfólk til að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru (allt eftir hvoru viðkomandi er verst við). Þessu svara ég með því að benda almennt á til hvers persónuframboð og persónukosningar eru. Þær snúast um manngæði og mannkosti og traust sem hver kjósandi fyrir sig telur henta best í tiltekið embætti. Og í raun gildir sama hugmyndafræði í þingkosningum þar sem stefna og starfshættir flokka eru fyrst og fremst undir við valið. Kjósi menn „taktískt" eins og fyrrgreind kosningaleið er kölluð, setja þeir í annað sæti getu og hæfni þess sem þeir kjósa; að því gefnu að þeir hafi sínar bestu taugar til einhvers annars frambjóðanda en tveggja sem leiða kannanir. Nú kann sumum að þykja það mikilvægast af öllu að fella tiltekinn frambjóðanda (eða koma í veg fyrir sigur annars). Segja ástæðuna vera uppgjör við fyrri tíð, við stjórnmál eða tilteknar starfsaðferðir, eða jafnvel langa embættissetu og hvaðeina. Þá gleymir hún eða hann að með því að fylgja ekki sannfæringu sinni um hæfni frambjóðanda og fylgja ekki meginreglu upplýstra ákvarðana er hún eða hann að stuðla að mörgu því afleita sem einkennir umræður, starfsaðferðir og ábyrgðarleysi íslensks samfélags og er þá ekki verið að gera lítið úr mörgum gæðum þess. Við gerum þá einföldu og stjórnarskrárbundnu kröfu til þingmanna að þeir séu jafnan bundnir af sannfæringu sinni einni, þegar á reynir. Kjósandinn á að treysta sér til þess sama þegar kemur að vali á frambjóðanda eða flokki og þar með láta valið snúast um eigin hugmyndir um hæfni, getu og galla viðkomandi valkosts. Að lokum vil ég benda lesendum á að hugleiða hvers konar fulltrúalýðræði við fengjum yfir okkur ef farið væri að nota þessa tveggja valkosta leið, byggða á misvönduðum könnunum, í þingkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Sem forsetaframbjóðandi í þeirri stöðu að vera „númer þrjú" í alls konar kosningakönnunum, tek ég stundum þátt í umræðu um hvernig (ekki hverja!) beri að kjósa. Tillögur koma fram um að nú beri að draga framboðið til baka og fá fylgisfólk til að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru (allt eftir hvoru viðkomandi er verst við). Þessu svara ég með því að benda almennt á til hvers persónuframboð og persónukosningar eru. Þær snúast um manngæði og mannkosti og traust sem hver kjósandi fyrir sig telur henta best í tiltekið embætti. Og í raun gildir sama hugmyndafræði í þingkosningum þar sem stefna og starfshættir flokka eru fyrst og fremst undir við valið. Kjósi menn „taktískt" eins og fyrrgreind kosningaleið er kölluð, setja þeir í annað sæti getu og hæfni þess sem þeir kjósa; að því gefnu að þeir hafi sínar bestu taugar til einhvers annars frambjóðanda en tveggja sem leiða kannanir. Nú kann sumum að þykja það mikilvægast af öllu að fella tiltekinn frambjóðanda (eða koma í veg fyrir sigur annars). Segja ástæðuna vera uppgjör við fyrri tíð, við stjórnmál eða tilteknar starfsaðferðir, eða jafnvel langa embættissetu og hvaðeina. Þá gleymir hún eða hann að með því að fylgja ekki sannfæringu sinni um hæfni frambjóðanda og fylgja ekki meginreglu upplýstra ákvarðana er hún eða hann að stuðla að mörgu því afleita sem einkennir umræður, starfsaðferðir og ábyrgðarleysi íslensks samfélags og er þá ekki verið að gera lítið úr mörgum gæðum þess. Við gerum þá einföldu og stjórnarskrárbundnu kröfu til þingmanna að þeir séu jafnan bundnir af sannfæringu sinni einni, þegar á reynir. Kjósandinn á að treysta sér til þess sama þegar kemur að vali á frambjóðanda eða flokki og þar með láta valið snúast um eigin hugmyndir um hæfni, getu og galla viðkomandi valkosts. Að lokum vil ég benda lesendum á að hugleiða hvers konar fulltrúalýðræði við fengjum yfir okkur ef farið væri að nota þessa tveggja valkosta leið, byggða á misvönduðum könnunum, í þingkosningum.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar