Taflmennska án nægrar íhugunar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. júní 2012 06:00 Sem forsetaframbjóðandi í þeirri stöðu að vera „númer þrjú" í alls konar kosningakönnunum, tek ég stundum þátt í umræðu um hvernig (ekki hverja!) beri að kjósa. Tillögur koma fram um að nú beri að draga framboðið til baka og fá fylgisfólk til að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru (allt eftir hvoru viðkomandi er verst við). Þessu svara ég með því að benda almennt á til hvers persónuframboð og persónukosningar eru. Þær snúast um manngæði og mannkosti og traust sem hver kjósandi fyrir sig telur henta best í tiltekið embætti. Og í raun gildir sama hugmyndafræði í þingkosningum þar sem stefna og starfshættir flokka eru fyrst og fremst undir við valið. Kjósi menn „taktískt" eins og fyrrgreind kosningaleið er kölluð, setja þeir í annað sæti getu og hæfni þess sem þeir kjósa; að því gefnu að þeir hafi sínar bestu taugar til einhvers annars frambjóðanda en tveggja sem leiða kannanir. Nú kann sumum að þykja það mikilvægast af öllu að fella tiltekinn frambjóðanda (eða koma í veg fyrir sigur annars). Segja ástæðuna vera uppgjör við fyrri tíð, við stjórnmál eða tilteknar starfsaðferðir, eða jafnvel langa embættissetu og hvaðeina. Þá gleymir hún eða hann að með því að fylgja ekki sannfæringu sinni um hæfni frambjóðanda og fylgja ekki meginreglu upplýstra ákvarðana er hún eða hann að stuðla að mörgu því afleita sem einkennir umræður, starfsaðferðir og ábyrgðarleysi íslensks samfélags og er þá ekki verið að gera lítið úr mörgum gæðum þess. Við gerum þá einföldu og stjórnarskrárbundnu kröfu til þingmanna að þeir séu jafnan bundnir af sannfæringu sinni einni, þegar á reynir. Kjósandinn á að treysta sér til þess sama þegar kemur að vali á frambjóðanda eða flokki og þar með láta valið snúast um eigin hugmyndir um hæfni, getu og galla viðkomandi valkosts. Að lokum vil ég benda lesendum á að hugleiða hvers konar fulltrúalýðræði við fengjum yfir okkur ef farið væri að nota þessa tveggja valkosta leið, byggða á misvönduðum könnunum, í þingkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Forsetakosningar 2012 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sem forsetaframbjóðandi í þeirri stöðu að vera „númer þrjú" í alls konar kosningakönnunum, tek ég stundum þátt í umræðu um hvernig (ekki hverja!) beri að kjósa. Tillögur koma fram um að nú beri að draga framboðið til baka og fá fylgisfólk til að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru (allt eftir hvoru viðkomandi er verst við). Þessu svara ég með því að benda almennt á til hvers persónuframboð og persónukosningar eru. Þær snúast um manngæði og mannkosti og traust sem hver kjósandi fyrir sig telur henta best í tiltekið embætti. Og í raun gildir sama hugmyndafræði í þingkosningum þar sem stefna og starfshættir flokka eru fyrst og fremst undir við valið. Kjósi menn „taktískt" eins og fyrrgreind kosningaleið er kölluð, setja þeir í annað sæti getu og hæfni þess sem þeir kjósa; að því gefnu að þeir hafi sínar bestu taugar til einhvers annars frambjóðanda en tveggja sem leiða kannanir. Nú kann sumum að þykja það mikilvægast af öllu að fella tiltekinn frambjóðanda (eða koma í veg fyrir sigur annars). Segja ástæðuna vera uppgjör við fyrri tíð, við stjórnmál eða tilteknar starfsaðferðir, eða jafnvel langa embættissetu og hvaðeina. Þá gleymir hún eða hann að með því að fylgja ekki sannfæringu sinni um hæfni frambjóðanda og fylgja ekki meginreglu upplýstra ákvarðana er hún eða hann að stuðla að mörgu því afleita sem einkennir umræður, starfsaðferðir og ábyrgðarleysi íslensks samfélags og er þá ekki verið að gera lítið úr mörgum gæðum þess. Við gerum þá einföldu og stjórnarskrárbundnu kröfu til þingmanna að þeir séu jafnan bundnir af sannfæringu sinni einni, þegar á reynir. Kjósandinn á að treysta sér til þess sama þegar kemur að vali á frambjóðanda eða flokki og þar með láta valið snúast um eigin hugmyndir um hæfni, getu og galla viðkomandi valkosts. Að lokum vil ég benda lesendum á að hugleiða hvers konar fulltrúalýðræði við fengjum yfir okkur ef farið væri að nota þessa tveggja valkosta leið, byggða á misvönduðum könnunum, í þingkosningum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun