Grænt hagkerfi á tímum vistkreppu Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 15. júní 2012 06:00 Nýverið vöruðu tvær virtar stofnanir við alvarlegum afleiðingum örrar mannfjölgunar, neyslumenningar Vesturlanda og aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Annars vegar lýstu forystumenn Alþjóða orkumálastofnunarinnar því hvernig heimsbyggðinni væri að mistakast að bregðast við loftslagsbreytingum og að með núverandi stefnu mætti búast við að orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda tvöfaldist fyrir miðja þessa öld. Með því móti myndi hitastig hækka um sex gráður áður en þessi öld verður á enda runnin. Hins vegar birti Hið konunglega vísindafélag skýrslu sem lýsti þeim efnahagslegu og vistfræðilegu afleiðingum sem mikil og vaxandi auðlindanýting og ör mannfjölgun kann að hafa á þessari öld. Algjör grundvallarbreyting varð á sambandi manns og náttúru á liðinni öld, sér í lagi í kjölfar síðari heimsstyrjaldar, sem leitt hefur til þeirrar vistkreppu sem við stöndum nú frammi fyrir. Mannkynið taldi tvo milljarða árið 1927, er sjö milljarðar nú og verður líklega 9 til 11 milljarðar um miðja þessa öld. Orkunotkun mannkyns var meiri á 20. öld en alla mannkynssöguna þar á undan og á einungis fimmtíu árum frá 1950 til 2000 sjöfaldaðist hagkerfið að umfangi. John McNeill orðar það svo í bók sinni Something new under the sun að þessi þróun auðlindanýtingar, mannfjölgunar, neyslu og hagvaxtar sé risastór tilraun sem mannkynið geti ekki haft stjórn á og að jörðin sjálf sé tilraunadýrið. Honum þykir svo mikið til þessarar þróunar koma að hann telur hana vera áhrifamesta framtak mannsins á 20. öld, áhrifameira en t.d. heimsstyrjaldirnar, ris og hrun kommúnismans og útbreiðsla lýðræðis. Við erum líklega á þeim tímapunkti í mannkynssögunni sem það rennur upp fyrir okkur að Jörðin sjálf setur vextinum takmörk og að okkur er nauðugur einn sá kostur að gera grundvallarbreytingar á samfélaginu. Nýleg ályktun Alþingis um eflingu græna hagkerfisins er kannski vísir að slíkum breytingum hér á landi. Túlka má ályktun Alþingis sem tilraun til að endurskipuleggja hagkerfið þannig að það skapi velferð án þess að naga Jörðina inn að beini. Í ályktuninni er að finna mörg framfaramál, t.d. tillögur um hagræna hvata, varúðarregluna, umhverfisfræðslu, umhverfisvænar fjárfestingar og vistvæn innkaup. Tillaga um að framfarastuðullinn verði reiknaður og birtur samhliða vergri landsframleiðslu er áhugaverð, en umræða um efnahags- og atvinnumál hefur byggst um of á mælingu á hagvexti og vergri landsframleiðslu sem eru í sjálfu sér mjög ófullkomnir mælikvarðar á velgengni þjóða. Þeir veita mjög takmarkaða sýn á samfélagið og taka t.d. ekki tillit til umhverfisspjalla og ósjálfbærrar nýtingar auðlinda. Simon Kuznets, höfundur hugtaksins verg landsframleiðsla, varaði sjálfur við því árið 1934 að verg framleiðsla yrði ein og sér notuð sem mælikvarði á árangur samfélaga og minnti á að magn og gæði færu ekki alltaf saman. Í ávarpi til þjóðarinnar um síðustu áramót fjallaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um stöðu loftslagsmála á svipuðum nótum og Alþjóða orkumálastofnunin gerði nýverið. Hún sagði að það myndi skipta sköpum fyrir framþróun lífs á Jörðinni hvernig tækist til á næstu tíu árum að stemma stigu við loftslagsbreytingum og að mikilvægt væri að Íslendingar tækju málið föstum tökum. Nýleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukin framlög til almenningssamgangna og ályktun Alþingis um græna hagkerfið eru dæmi um það hvernig orð og gerðir hafa farið saman í þessum efnum. Næsta rökrétta skref í þessa átt væri að fresta olíuleit á Drekasvæðinu með hagsmuni komandi kynslóða í huga. Það yrði markvert framlag Íslands til að hægja á aukningu losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu auk þess sem slík ákvörðun myndi vekja heims-athygli og efla til muna umhverfisvæna ímynd Íslands og íslensks hagkerfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Nýverið vöruðu tvær virtar stofnanir við alvarlegum afleiðingum örrar mannfjölgunar, neyslumenningar Vesturlanda og aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Annars vegar lýstu forystumenn Alþjóða orkumálastofnunarinnar því hvernig heimsbyggðinni væri að mistakast að bregðast við loftslagsbreytingum og að með núverandi stefnu mætti búast við að orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda tvöfaldist fyrir miðja þessa öld. Með því móti myndi hitastig hækka um sex gráður áður en þessi öld verður á enda runnin. Hins vegar birti Hið konunglega vísindafélag skýrslu sem lýsti þeim efnahagslegu og vistfræðilegu afleiðingum sem mikil og vaxandi auðlindanýting og ör mannfjölgun kann að hafa á þessari öld. Algjör grundvallarbreyting varð á sambandi manns og náttúru á liðinni öld, sér í lagi í kjölfar síðari heimsstyrjaldar, sem leitt hefur til þeirrar vistkreppu sem við stöndum nú frammi fyrir. Mannkynið taldi tvo milljarða árið 1927, er sjö milljarðar nú og verður líklega 9 til 11 milljarðar um miðja þessa öld. Orkunotkun mannkyns var meiri á 20. öld en alla mannkynssöguna þar á undan og á einungis fimmtíu árum frá 1950 til 2000 sjöfaldaðist hagkerfið að umfangi. John McNeill orðar það svo í bók sinni Something new under the sun að þessi þróun auðlindanýtingar, mannfjölgunar, neyslu og hagvaxtar sé risastór tilraun sem mannkynið geti ekki haft stjórn á og að jörðin sjálf sé tilraunadýrið. Honum þykir svo mikið til þessarar þróunar koma að hann telur hana vera áhrifamesta framtak mannsins á 20. öld, áhrifameira en t.d. heimsstyrjaldirnar, ris og hrun kommúnismans og útbreiðsla lýðræðis. Við erum líklega á þeim tímapunkti í mannkynssögunni sem það rennur upp fyrir okkur að Jörðin sjálf setur vextinum takmörk og að okkur er nauðugur einn sá kostur að gera grundvallarbreytingar á samfélaginu. Nýleg ályktun Alþingis um eflingu græna hagkerfisins er kannski vísir að slíkum breytingum hér á landi. Túlka má ályktun Alþingis sem tilraun til að endurskipuleggja hagkerfið þannig að það skapi velferð án þess að naga Jörðina inn að beini. Í ályktuninni er að finna mörg framfaramál, t.d. tillögur um hagræna hvata, varúðarregluna, umhverfisfræðslu, umhverfisvænar fjárfestingar og vistvæn innkaup. Tillaga um að framfarastuðullinn verði reiknaður og birtur samhliða vergri landsframleiðslu er áhugaverð, en umræða um efnahags- og atvinnumál hefur byggst um of á mælingu á hagvexti og vergri landsframleiðslu sem eru í sjálfu sér mjög ófullkomnir mælikvarðar á velgengni þjóða. Þeir veita mjög takmarkaða sýn á samfélagið og taka t.d. ekki tillit til umhverfisspjalla og ósjálfbærrar nýtingar auðlinda. Simon Kuznets, höfundur hugtaksins verg landsframleiðsla, varaði sjálfur við því árið 1934 að verg framleiðsla yrði ein og sér notuð sem mælikvarði á árangur samfélaga og minnti á að magn og gæði færu ekki alltaf saman. Í ávarpi til þjóðarinnar um síðustu áramót fjallaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um stöðu loftslagsmála á svipuðum nótum og Alþjóða orkumálastofnunin gerði nýverið. Hún sagði að það myndi skipta sköpum fyrir framþróun lífs á Jörðinni hvernig tækist til á næstu tíu árum að stemma stigu við loftslagsbreytingum og að mikilvægt væri að Íslendingar tækju málið föstum tökum. Nýleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukin framlög til almenningssamgangna og ályktun Alþingis um græna hagkerfið eru dæmi um það hvernig orð og gerðir hafa farið saman í þessum efnum. Næsta rökrétta skref í þessa átt væri að fresta olíuleit á Drekasvæðinu með hagsmuni komandi kynslóða í huga. Það yrði markvert framlag Íslands til að hægja á aukningu losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu auk þess sem slík ákvörðun myndi vekja heims-athygli og efla til muna umhverfisvæna ímynd Íslands og íslensks hagkerfis.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar