Bjartsýni Björn B. Björnsson skrifar 30. maí 2012 11:00 Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem nýlega var kynnt er um margt merkilegt plagg, sérstaklega sá hluti hennar sem snýr að skapandi greinum. Sagt er að starfshópur undir forystu Katrínar Jakobsdóttur og Dags B. Eggertssonar hafi unnið þessar tillögur með aðkomu Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu K. Helgadóttur. Hér hafa því stjórnmálamenn af yngri kynslóðinni varðað veg til framtíðar þar sem verðmætasköpun í samfélaginu getur byggt á hugviti ekki síður en hefðbundnum auðlindum. Fram til þessa hefur flestum okkar sem starfa í skapandi greinum þótt mikið vanta upp á skilning og tiltrú stjórnmálamanna á þeim möguleikum sem greinarnar búa yfir. Í kvikmyndagerð hefur til dæmis verið sérlega hart í ári að undanförnu þrátt fyrir skýrslur og bækur sem sýna svart á hvítu fjárhagslegan ávinning samfélagsins af stuðningi við greinina, svo ekki sé minnst á menningarlegan ávinning – sem kannski er þó mikilvægastur þegar upp er staðið. Í áætluninni er gert ráð fyrir að fjárfesta meira í kvikmyndaframleiðslu næstu þrjú árin og er það vel. Þeir fjármunir munu laða að sér meira fjármagn svo hér verður framleitt kvikmyndaefni fyrir töluvert hærri upphæð en sem nemur hinu aukna framlagi. Þannig mun kvikmyndaiðnaðurinn og hið opinbera vinna saman að því að skapa hér ný störf sem ungt fólk sækir í. Í niðursveiflu undanfarinna ára höfum við misst töluvert af kvikmyndagerðarmönnum úr landi. Þegar fjöldi erlendra kvikmynda boðaði komu sína til Íslands í sumar var erfitt að manna öll þau verk jafnframt þeim innlendu verkefnum sem hér eru í vinnslu (hjá Latabæ eingöngu starfa t.d. hátt í hundrað manns). Erlendu verkefnin sem hingað koma byggja ekki fyrst og fremst á endurgreiðslunni og íslensku landslagi, heldur því að við eigum kvikmyndagerðarfólk í fremstu röð við framleiðslu og upptökur kvikmynda. Án þessa fagfólks, sem erlendir framleiðendur lofa undantekningalaust í hástert, væri ekki grundvöllur fyrir upptöku erlendra kvikmynda hér. Efling innlendrar kvikmyndaframleiðslu er því mikilsvert skref sem hafa mun jákvæð áhrif á mörgum sviðum. Við höfum því ástæðu til bjartsýni ef þeir stjórnmálamenn sem stýra munu landinu í framtíðinni gera sér grein fyrir því að kvikmyndaframleiðsla er þekkingariðnaður í þess orðs bestu merkingu. Framleiðsla sem skilar íslenskum menningarafurðum sem styrkja sjálfsmynd okkar sem þjóðar og eiga jafnframt aðgang að mörkuðum um allan heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem nýlega var kynnt er um margt merkilegt plagg, sérstaklega sá hluti hennar sem snýr að skapandi greinum. Sagt er að starfshópur undir forystu Katrínar Jakobsdóttur og Dags B. Eggertssonar hafi unnið þessar tillögur með aðkomu Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu K. Helgadóttur. Hér hafa því stjórnmálamenn af yngri kynslóðinni varðað veg til framtíðar þar sem verðmætasköpun í samfélaginu getur byggt á hugviti ekki síður en hefðbundnum auðlindum. Fram til þessa hefur flestum okkar sem starfa í skapandi greinum þótt mikið vanta upp á skilning og tiltrú stjórnmálamanna á þeim möguleikum sem greinarnar búa yfir. Í kvikmyndagerð hefur til dæmis verið sérlega hart í ári að undanförnu þrátt fyrir skýrslur og bækur sem sýna svart á hvítu fjárhagslegan ávinning samfélagsins af stuðningi við greinina, svo ekki sé minnst á menningarlegan ávinning – sem kannski er þó mikilvægastur þegar upp er staðið. Í áætluninni er gert ráð fyrir að fjárfesta meira í kvikmyndaframleiðslu næstu þrjú árin og er það vel. Þeir fjármunir munu laða að sér meira fjármagn svo hér verður framleitt kvikmyndaefni fyrir töluvert hærri upphæð en sem nemur hinu aukna framlagi. Þannig mun kvikmyndaiðnaðurinn og hið opinbera vinna saman að því að skapa hér ný störf sem ungt fólk sækir í. Í niðursveiflu undanfarinna ára höfum við misst töluvert af kvikmyndagerðarmönnum úr landi. Þegar fjöldi erlendra kvikmynda boðaði komu sína til Íslands í sumar var erfitt að manna öll þau verk jafnframt þeim innlendu verkefnum sem hér eru í vinnslu (hjá Latabæ eingöngu starfa t.d. hátt í hundrað manns). Erlendu verkefnin sem hingað koma byggja ekki fyrst og fremst á endurgreiðslunni og íslensku landslagi, heldur því að við eigum kvikmyndagerðarfólk í fremstu röð við framleiðslu og upptökur kvikmynda. Án þessa fagfólks, sem erlendir framleiðendur lofa undantekningalaust í hástert, væri ekki grundvöllur fyrir upptöku erlendra kvikmynda hér. Efling innlendrar kvikmyndaframleiðslu er því mikilsvert skref sem hafa mun jákvæð áhrif á mörgum sviðum. Við höfum því ástæðu til bjartsýni ef þeir stjórnmálamenn sem stýra munu landinu í framtíðinni gera sér grein fyrir því að kvikmyndaframleiðsla er þekkingariðnaður í þess orðs bestu merkingu. Framleiðsla sem skilar íslenskum menningarafurðum sem styrkja sjálfsmynd okkar sem þjóðar og eiga jafnframt aðgang að mörkuðum um allan heim.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar