Bjartsýni Björn B. Björnsson skrifar 30. maí 2012 11:00 Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem nýlega var kynnt er um margt merkilegt plagg, sérstaklega sá hluti hennar sem snýr að skapandi greinum. Sagt er að starfshópur undir forystu Katrínar Jakobsdóttur og Dags B. Eggertssonar hafi unnið þessar tillögur með aðkomu Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu K. Helgadóttur. Hér hafa því stjórnmálamenn af yngri kynslóðinni varðað veg til framtíðar þar sem verðmætasköpun í samfélaginu getur byggt á hugviti ekki síður en hefðbundnum auðlindum. Fram til þessa hefur flestum okkar sem starfa í skapandi greinum þótt mikið vanta upp á skilning og tiltrú stjórnmálamanna á þeim möguleikum sem greinarnar búa yfir. Í kvikmyndagerð hefur til dæmis verið sérlega hart í ári að undanförnu þrátt fyrir skýrslur og bækur sem sýna svart á hvítu fjárhagslegan ávinning samfélagsins af stuðningi við greinina, svo ekki sé minnst á menningarlegan ávinning – sem kannski er þó mikilvægastur þegar upp er staðið. Í áætluninni er gert ráð fyrir að fjárfesta meira í kvikmyndaframleiðslu næstu þrjú árin og er það vel. Þeir fjármunir munu laða að sér meira fjármagn svo hér verður framleitt kvikmyndaefni fyrir töluvert hærri upphæð en sem nemur hinu aukna framlagi. Þannig mun kvikmyndaiðnaðurinn og hið opinbera vinna saman að því að skapa hér ný störf sem ungt fólk sækir í. Í niðursveiflu undanfarinna ára höfum við misst töluvert af kvikmyndagerðarmönnum úr landi. Þegar fjöldi erlendra kvikmynda boðaði komu sína til Íslands í sumar var erfitt að manna öll þau verk jafnframt þeim innlendu verkefnum sem hér eru í vinnslu (hjá Latabæ eingöngu starfa t.d. hátt í hundrað manns). Erlendu verkefnin sem hingað koma byggja ekki fyrst og fremst á endurgreiðslunni og íslensku landslagi, heldur því að við eigum kvikmyndagerðarfólk í fremstu röð við framleiðslu og upptökur kvikmynda. Án þessa fagfólks, sem erlendir framleiðendur lofa undantekningalaust í hástert, væri ekki grundvöllur fyrir upptöku erlendra kvikmynda hér. Efling innlendrar kvikmyndaframleiðslu er því mikilsvert skref sem hafa mun jákvæð áhrif á mörgum sviðum. Við höfum því ástæðu til bjartsýni ef þeir stjórnmálamenn sem stýra munu landinu í framtíðinni gera sér grein fyrir því að kvikmyndaframleiðsla er þekkingariðnaður í þess orðs bestu merkingu. Framleiðsla sem skilar íslenskum menningarafurðum sem styrkja sjálfsmynd okkar sem þjóðar og eiga jafnframt aðgang að mörkuðum um allan heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem nýlega var kynnt er um margt merkilegt plagg, sérstaklega sá hluti hennar sem snýr að skapandi greinum. Sagt er að starfshópur undir forystu Katrínar Jakobsdóttur og Dags B. Eggertssonar hafi unnið þessar tillögur með aðkomu Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu K. Helgadóttur. Hér hafa því stjórnmálamenn af yngri kynslóðinni varðað veg til framtíðar þar sem verðmætasköpun í samfélaginu getur byggt á hugviti ekki síður en hefðbundnum auðlindum. Fram til þessa hefur flestum okkar sem starfa í skapandi greinum þótt mikið vanta upp á skilning og tiltrú stjórnmálamanna á þeim möguleikum sem greinarnar búa yfir. Í kvikmyndagerð hefur til dæmis verið sérlega hart í ári að undanförnu þrátt fyrir skýrslur og bækur sem sýna svart á hvítu fjárhagslegan ávinning samfélagsins af stuðningi við greinina, svo ekki sé minnst á menningarlegan ávinning – sem kannski er þó mikilvægastur þegar upp er staðið. Í áætluninni er gert ráð fyrir að fjárfesta meira í kvikmyndaframleiðslu næstu þrjú árin og er það vel. Þeir fjármunir munu laða að sér meira fjármagn svo hér verður framleitt kvikmyndaefni fyrir töluvert hærri upphæð en sem nemur hinu aukna framlagi. Þannig mun kvikmyndaiðnaðurinn og hið opinbera vinna saman að því að skapa hér ný störf sem ungt fólk sækir í. Í niðursveiflu undanfarinna ára höfum við misst töluvert af kvikmyndagerðarmönnum úr landi. Þegar fjöldi erlendra kvikmynda boðaði komu sína til Íslands í sumar var erfitt að manna öll þau verk jafnframt þeim innlendu verkefnum sem hér eru í vinnslu (hjá Latabæ eingöngu starfa t.d. hátt í hundrað manns). Erlendu verkefnin sem hingað koma byggja ekki fyrst og fremst á endurgreiðslunni og íslensku landslagi, heldur því að við eigum kvikmyndagerðarfólk í fremstu röð við framleiðslu og upptökur kvikmynda. Án þessa fagfólks, sem erlendir framleiðendur lofa undantekningalaust í hástert, væri ekki grundvöllur fyrir upptöku erlendra kvikmynda hér. Efling innlendrar kvikmyndaframleiðslu er því mikilsvert skref sem hafa mun jákvæð áhrif á mörgum sviðum. Við höfum því ástæðu til bjartsýni ef þeir stjórnmálamenn sem stýra munu landinu í framtíðinni gera sér grein fyrir því að kvikmyndaframleiðsla er þekkingariðnaður í þess orðs bestu merkingu. Framleiðsla sem skilar íslenskum menningarafurðum sem styrkja sjálfsmynd okkar sem þjóðar og eiga jafnframt aðgang að mörkuðum um allan heim.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun