Viðbrögð við verðbólgu Jón Steinsson skrifar 5. maí 2012 06:00 Lífleg umræða hefur spunnist undanfarna daga um þá stöðu sem komin er upp varðandi verðbólgu á Íslandi í dag. Verðbólga mælist nú 6,4% og hefur hækkað um 4,5 prósentur frá því í byrjun árs 2011. Viðbrögð SjálfstæðismannaSjálfstæðismenn kenna ríkisstjórninni um verðbólguna og benda þar á hækkanir á verði opinberrar þjónustu og eldsneytis. Þessi skýring stenst ekki skoðun. Verðbólgan í dag er almenns eðlis. Þetta má til dæmis sjá með því að líta á kjarnaverðbólgu 2 – sem undanskilur búvörur, grænmeti, ávexti, bensín og opinbera þjónustu. Verðbólga á þennan mælikvarða er 5,4%, einungis lítið eitt lægri en heildarverðbólga. Það sem meira er þá hefur kjarnaverðbólga 2 hækkað jafn mikið frá því í byrjun árs 2011 og heildarverðbólga eða um 4,5 prósentur. Illugi Gunnarsson, alþingismaður, ritaði grein í Morgunblaðið 30. apríl síðastliðinn þar sem hann varar við því að Seðlabankinn bregðist við hækkun verðbólgu með því að hækka vexti. Illugi telur að verðbólgan sé kostnaðardrifin en ekki eftirspurnardrifin og því sé ekki skynsamlegt fyrir Seðlabankann að bregðast við. Sú staðreynd að verðbólgan er almenns eðlis mælir gegn þessum rökum Illuga. En það sem meira er þá eru verðbólguvæntingar nokkur ár fram í tímann sem lesa má út úr fjármálamörkuðum langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Ef verðbólgan væri kostnaðardrifin ættu markaðir að vænta þess að hún væri tímabundin. Svo virðist ekki vera. Viðbrögð ráðherraSteingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra, tóku annan pól í hæðina. Þau gerðu lítið úr verðbólguvandanum og bentu þar meðal annars á spá Seðlabanka Íslands sem gerir ráð fyrir að verðbólga hafi náð hámarki og muni lækka á næstu misserum. Hvað þetta varðar er vert að hafa í huga að verðbólgan í spám Seðlabankans leitar ávallt aftur í markmið bankans innan 2-3 ára einfaldlega fyrir þær sakir að spár bankans gera ráð fyrir því að vextir bankans verði aðlagaðir þannig að það sé tryggt. Núverandi spá Seðlabankans gerir því ráð fyrir talsverðum vaxtahækkunum til þess að tryggja að verðbólga hjaðni á ný. Seðlabankinn birtir því miður ekki vaxtaferilinn sem spáin byggir á og því er erfitt að átta sig á því hvað hann telur þörf á miklum vaxtahækkunum næstu misseri. En talsmenn bankans hafa sagt opinberlega að í spám bankans felist hærri vextir. Ef litið er fram hjá þessum eiginleika, geta verðbólguspár bankans veitt falskt öryggi og verið misvísandi um alvarleika verðbólguvandans. Rétt viðbrögðÁ sama tíma og verðbólgan hefur aukist um 4,5 prósentur hefur Seðlabankinn einungis hækkað vexti um 0,5 prósentu. Aðhaldsstig peningamálstefnunnar hefur því minnkað verulega. Það sem meira er, atvinnuleysi hefur lækkað hröðum skrefum á þessum tíma. Atvinnuleysi var 8,6% á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs en 7,2% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Vitaskuld er atvinnuleysi enn hátt. Það er því ekki hægt að tala um þenslu í venjulegum skilningi á Íslandi í dag. Staðan er annars eðlis og erfiðari. Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum. Ef við höldum áfram á sömu braut er ekkert sem bendir til annars en að verðbólga muni halda áfram að aukast. Raunar ætti hækkun verðbólgunnar að ágerast þar sem bæði raunvextir Seðlabankans og atvinnuleysi hafa verið að lækka. Til þess að stöðva þetta ferli þarf Seðlabankinn að hækka vexti verulega. Hæfileg vaxtahækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur. Auðvitað er erfitt að þurfa að ráðast í að halda aftur af vexti hagkerfisins þegar atvinnuleysi er 7%. En við verðum að horfast í augu við þann súra raunveruleika að það er sérstaklega erfitt að halda aftur af verðbólgu á Íslandi vegna þess hugarfars sem ríkir í landinu gagnvart aðhaldssamri peningamálastefnu. Það þýðir lítið að stinga höfðinu í sandinn eða kenna pólitískum andstæðingum um vandann. Ef það er gert mun vandinn einungis ágerast og verða erfiðari viðfangs síðar meir. Við höfum slæma reynslu af slíku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Skoðanir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Lífleg umræða hefur spunnist undanfarna daga um þá stöðu sem komin er upp varðandi verðbólgu á Íslandi í dag. Verðbólga mælist nú 6,4% og hefur hækkað um 4,5 prósentur frá því í byrjun árs 2011. Viðbrögð SjálfstæðismannaSjálfstæðismenn kenna ríkisstjórninni um verðbólguna og benda þar á hækkanir á verði opinberrar þjónustu og eldsneytis. Þessi skýring stenst ekki skoðun. Verðbólgan í dag er almenns eðlis. Þetta má til dæmis sjá með því að líta á kjarnaverðbólgu 2 – sem undanskilur búvörur, grænmeti, ávexti, bensín og opinbera þjónustu. Verðbólga á þennan mælikvarða er 5,4%, einungis lítið eitt lægri en heildarverðbólga. Það sem meira er þá hefur kjarnaverðbólga 2 hækkað jafn mikið frá því í byrjun árs 2011 og heildarverðbólga eða um 4,5 prósentur. Illugi Gunnarsson, alþingismaður, ritaði grein í Morgunblaðið 30. apríl síðastliðinn þar sem hann varar við því að Seðlabankinn bregðist við hækkun verðbólgu með því að hækka vexti. Illugi telur að verðbólgan sé kostnaðardrifin en ekki eftirspurnardrifin og því sé ekki skynsamlegt fyrir Seðlabankann að bregðast við. Sú staðreynd að verðbólgan er almenns eðlis mælir gegn þessum rökum Illuga. En það sem meira er þá eru verðbólguvæntingar nokkur ár fram í tímann sem lesa má út úr fjármálamörkuðum langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Ef verðbólgan væri kostnaðardrifin ættu markaðir að vænta þess að hún væri tímabundin. Svo virðist ekki vera. Viðbrögð ráðherraSteingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra, tóku annan pól í hæðina. Þau gerðu lítið úr verðbólguvandanum og bentu þar meðal annars á spá Seðlabanka Íslands sem gerir ráð fyrir að verðbólga hafi náð hámarki og muni lækka á næstu misserum. Hvað þetta varðar er vert að hafa í huga að verðbólgan í spám Seðlabankans leitar ávallt aftur í markmið bankans innan 2-3 ára einfaldlega fyrir þær sakir að spár bankans gera ráð fyrir því að vextir bankans verði aðlagaðir þannig að það sé tryggt. Núverandi spá Seðlabankans gerir því ráð fyrir talsverðum vaxtahækkunum til þess að tryggja að verðbólga hjaðni á ný. Seðlabankinn birtir því miður ekki vaxtaferilinn sem spáin byggir á og því er erfitt að átta sig á því hvað hann telur þörf á miklum vaxtahækkunum næstu misseri. En talsmenn bankans hafa sagt opinberlega að í spám bankans felist hærri vextir. Ef litið er fram hjá þessum eiginleika, geta verðbólguspár bankans veitt falskt öryggi og verið misvísandi um alvarleika verðbólguvandans. Rétt viðbrögðÁ sama tíma og verðbólgan hefur aukist um 4,5 prósentur hefur Seðlabankinn einungis hækkað vexti um 0,5 prósentu. Aðhaldsstig peningamálstefnunnar hefur því minnkað verulega. Það sem meira er, atvinnuleysi hefur lækkað hröðum skrefum á þessum tíma. Atvinnuleysi var 8,6% á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs en 7,2% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Vitaskuld er atvinnuleysi enn hátt. Það er því ekki hægt að tala um þenslu í venjulegum skilningi á Íslandi í dag. Staðan er annars eðlis og erfiðari. Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum. Ef við höldum áfram á sömu braut er ekkert sem bendir til annars en að verðbólga muni halda áfram að aukast. Raunar ætti hækkun verðbólgunnar að ágerast þar sem bæði raunvextir Seðlabankans og atvinnuleysi hafa verið að lækka. Til þess að stöðva þetta ferli þarf Seðlabankinn að hækka vexti verulega. Hæfileg vaxtahækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur. Auðvitað er erfitt að þurfa að ráðast í að halda aftur af vexti hagkerfisins þegar atvinnuleysi er 7%. En við verðum að horfast í augu við þann súra raunveruleika að það er sérstaklega erfitt að halda aftur af verðbólgu á Íslandi vegna þess hugarfars sem ríkir í landinu gagnvart aðhaldssamri peningamálastefnu. Það þýðir lítið að stinga höfðinu í sandinn eða kenna pólitískum andstæðingum um vandann. Ef það er gert mun vandinn einungis ágerast og verða erfiðari viðfangs síðar meir. Við höfum slæma reynslu af slíku.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun