Seðlabankinn þarf að hækka vexti Jón Steinsson skrifar 24. apríl 2012 06:00 Verðbólga mælist nú 6,4%. Hún hefur hækkað úr tæpum 2% frá því í byrjun árs 2011. Verðbólguvæntingar sem lesa má út úr ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa eru um 5,5% og hafa ekki verið hærri síðan í lok árs 2008. Verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja eru svipaðar. Á sama tíma og verðbólga hefur aukist um 4,5 prósentur hafa vextir Seðlabankans hækkað um aðeins 0,5 prósentu. Aðhaldsstig peningamálastjórnar Seðlabankans hefur því minnkað verulega. Og nú er svo komið að raunvextir Seðlabankans eru talvert neikvæðir. Ef Seðlabankinn heldur áfram á sömu braut má búast við því að verðbólga haldi áfram að aukast og gengi krónunnar haldi áfram að lækka. Til þess að ná tökum á verðbólgunni þarf Seðlabankinn að hækka vexti verulega. Hæfileg vaxtahækkun til að byrja með væri 2-2,5 prósentur. Vextir og verðbólgaSú skoðun er nokkuð útbreidd á Íslandi að eitthvað sé sérstakt við Ísland sem geri það að verkum að hefðbundin hagfræðilögmál um að hærri vextir dragi úr eftirspurn eigi ekki við. Því er jafnvel haldið fram að hærri vextir ýti undir þenslu og verðbólgu. Þessu til stuðnings er vísað til áranna fyrir hrun þegar vextir voru hækkaðir en þensla jókst. Þessi röksemdafærsla er eins og að halda því fram að læknar drepi þar sem svo margt fólk deyr þegar það leggst inn á spítala. Á árunum fyrir hrun hafði fullkomlega ábyrgðarlaust fjármálakerfi aðgang að nánast ótakmörkuðu erlendu lánsfé og opinberu eftirliti með starfsemi þeirra var verulega ábótavant. Vaxtahækkanir Seðlabankans á þeim tíma voru eins og mús að reyna að halda aftur af tígrisdýri. Í dag er staðan allt önnur. Hagkerfið er kirfilega innsiglað af gjaldeyrishöftum og mun strangari reglur og strangara eftirlit er með starfsemi banka. Þessar breytingar draga verulega úr hvata (og getu) banka til þess að lána í alls kyns froðu án tillits til áhættu og væntrar ávöxtunar. Við núverandi aðstæður ættu hærri vextir því að bremsa hagkerfið af með því að draga úr útlánum banka og auka sparnað. Hærri vextir ættu þar að auki að styðja við gengi krónunnar og þannig draga úr verðbólguþrýstingi. En hvað með atvinnuleysið?Nú er atvinnuleysi enn hátt í sögulegu samhengi. Einhver kann því að spyrja, af hverju er verðbólga ef það er engin þensla? Líklegasta skýringin á þessu er að verðbólgan sé, svo að segja, sjálfsprottin. Ef enginn hefur trú á því að Seðlabankinn muni gera neitt í því þótt verðbólga hækki getur verðbólga sprottið af sjálfu sér. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig geta væntingar um verðbólgu í framtíðinni orsakað verðbólgu í dag svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum. Slíkt ferli virðist vera að grafa um sig á Íslandi í dag. Seðlabankinn er reyndar blóraböggull í þessu öllu saman. Hinn raunverulegi vandi er að það er enginn stuðningur í samfélaginu fyrir því að Seðlabankinn haldi verðbólgu í skefjum. Alltaf þegar Seðlabankinn aðhefst eitthvað fær hann yfir sig holskeflu gagnrýni alls staðar að. Stjórnmálamenn í öllum flokkum skammast í honum. Og það gera líka forystumenn í verkalýðshreyfingunni og forystumenn atvinnurekenda. Öll elítan í landinu er samstiga í því að skammast í Seðlabankanum ef hann vogar sér að reyna að halda aftur af verðbólgu. Það er því ekki nema von að verðbólga sé sjálfsprottin um þessar mundir á Íslandi. Talsmenn þess að við höldum í krónuna segja að það þurfi „bara" agaðri hagstjórn í framtíð en í fortíð. Sannleikurinn er sá að það er enginn stuðningur á Íslandi fyrir agaðri hagstjórn þegar kemur að peningamálum. Ef við getum ekki haldið aftur af verðbólgu þegar hagkerfið er verndað á bak við gjaldeyrishöft og atvinnuleysi er 6%, er borin von að við getum rekið okkar eigin gjaldmiðil með góðum árangri í opnu hagkerfi. Hugarfarsbreytingar er þörfVitaskuld þarf þetta ekki að vera svona. En til þess að þetta breytist þarf veruleg hugarfarsbreyting að eiga sér stað varðandi peningamálastefnu Seðlabankans. Seðlabankinn getur ekki gegnt hlutverki sínu nema að hann njóti nægilegs stuðnings í samfélaginu til þess að geta ráðist í óvinsælar aðhaldsaðgerðir án þess að það skapi væntingar um að sjálfstæði hans verði ógnað. Sjálfur hef ég afskaplega litla trú á því að hugarfarsbreyting af þessum toga geti átt sér stað á Íslandi. Ég sé einfaldlega ekki hvaðan þessi hugarfarsbreyting á að koma. Þetta er stærsta ástæðan fyrir því að ég hallast mjög að því að við eigum að losa okkur við krónuna eins fljótt og við getum. Þeir sem vilja halda í krónuna verða að vera í fararbroddi um að breyta hugarfari landsmanna til aðhaldssamrar peningamálastefnu. Annars eru þeir að berjast fyrir því að við höldum í ónýtan gjaldmiðil. Best væri ef stjórnmálamenn og aðrir framámenn í samfélaginu tækju sig til og gagnrýndu Seðlabankann fyrir að gera ekki meira til þess að halda aftur af verðbólgu og kölluðu eftir auknu aðhaldi og hærri vöxtum. Í Bandaríkjunum er Ben Bernanke seðlabankastjóri kallaður landráðamaður fyrir að slaka á peningamálum þar í landi þótt verðbólga sé hvergi sjáanleg og atvinnuleysi sé um 8,5%. Ég get ekki ímyndað mér hvað sagt væri um hann ef verðbólga í Bandaríkjunum ykist um 4,5 prósentur og hann hækkaði vexti um einungis 0,5 prósentu. Ég er ekki að mælast til þess að við Íslendingar förum að tala eins og Texasbúar. En það gengur hins vegar ekki að reka gjaldmiðil með því hugarfari sem ríkir á Íslandi til aðhaldsaðgerða í peningamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Verðbólga mælist nú 6,4%. Hún hefur hækkað úr tæpum 2% frá því í byrjun árs 2011. Verðbólguvæntingar sem lesa má út úr ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa eru um 5,5% og hafa ekki verið hærri síðan í lok árs 2008. Verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja eru svipaðar. Á sama tíma og verðbólga hefur aukist um 4,5 prósentur hafa vextir Seðlabankans hækkað um aðeins 0,5 prósentu. Aðhaldsstig peningamálastjórnar Seðlabankans hefur því minnkað verulega. Og nú er svo komið að raunvextir Seðlabankans eru talvert neikvæðir. Ef Seðlabankinn heldur áfram á sömu braut má búast við því að verðbólga haldi áfram að aukast og gengi krónunnar haldi áfram að lækka. Til þess að ná tökum á verðbólgunni þarf Seðlabankinn að hækka vexti verulega. Hæfileg vaxtahækkun til að byrja með væri 2-2,5 prósentur. Vextir og verðbólgaSú skoðun er nokkuð útbreidd á Íslandi að eitthvað sé sérstakt við Ísland sem geri það að verkum að hefðbundin hagfræðilögmál um að hærri vextir dragi úr eftirspurn eigi ekki við. Því er jafnvel haldið fram að hærri vextir ýti undir þenslu og verðbólgu. Þessu til stuðnings er vísað til áranna fyrir hrun þegar vextir voru hækkaðir en þensla jókst. Þessi röksemdafærsla er eins og að halda því fram að læknar drepi þar sem svo margt fólk deyr þegar það leggst inn á spítala. Á árunum fyrir hrun hafði fullkomlega ábyrgðarlaust fjármálakerfi aðgang að nánast ótakmörkuðu erlendu lánsfé og opinberu eftirliti með starfsemi þeirra var verulega ábótavant. Vaxtahækkanir Seðlabankans á þeim tíma voru eins og mús að reyna að halda aftur af tígrisdýri. Í dag er staðan allt önnur. Hagkerfið er kirfilega innsiglað af gjaldeyrishöftum og mun strangari reglur og strangara eftirlit er með starfsemi banka. Þessar breytingar draga verulega úr hvata (og getu) banka til þess að lána í alls kyns froðu án tillits til áhættu og væntrar ávöxtunar. Við núverandi aðstæður ættu hærri vextir því að bremsa hagkerfið af með því að draga úr útlánum banka og auka sparnað. Hærri vextir ættu þar að auki að styðja við gengi krónunnar og þannig draga úr verðbólguþrýstingi. En hvað með atvinnuleysið?Nú er atvinnuleysi enn hátt í sögulegu samhengi. Einhver kann því að spyrja, af hverju er verðbólga ef það er engin þensla? Líklegasta skýringin á þessu er að verðbólgan sé, svo að segja, sjálfsprottin. Ef enginn hefur trú á því að Seðlabankinn muni gera neitt í því þótt verðbólga hækki getur verðbólga sprottið af sjálfu sér. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig geta væntingar um verðbólgu í framtíðinni orsakað verðbólgu í dag svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum. Slíkt ferli virðist vera að grafa um sig á Íslandi í dag. Seðlabankinn er reyndar blóraböggull í þessu öllu saman. Hinn raunverulegi vandi er að það er enginn stuðningur í samfélaginu fyrir því að Seðlabankinn haldi verðbólgu í skefjum. Alltaf þegar Seðlabankinn aðhefst eitthvað fær hann yfir sig holskeflu gagnrýni alls staðar að. Stjórnmálamenn í öllum flokkum skammast í honum. Og það gera líka forystumenn í verkalýðshreyfingunni og forystumenn atvinnurekenda. Öll elítan í landinu er samstiga í því að skammast í Seðlabankanum ef hann vogar sér að reyna að halda aftur af verðbólgu. Það er því ekki nema von að verðbólga sé sjálfsprottin um þessar mundir á Íslandi. Talsmenn þess að við höldum í krónuna segja að það þurfi „bara" agaðri hagstjórn í framtíð en í fortíð. Sannleikurinn er sá að það er enginn stuðningur á Íslandi fyrir agaðri hagstjórn þegar kemur að peningamálum. Ef við getum ekki haldið aftur af verðbólgu þegar hagkerfið er verndað á bak við gjaldeyrishöft og atvinnuleysi er 6%, er borin von að við getum rekið okkar eigin gjaldmiðil með góðum árangri í opnu hagkerfi. Hugarfarsbreytingar er þörfVitaskuld þarf þetta ekki að vera svona. En til þess að þetta breytist þarf veruleg hugarfarsbreyting að eiga sér stað varðandi peningamálastefnu Seðlabankans. Seðlabankinn getur ekki gegnt hlutverki sínu nema að hann njóti nægilegs stuðnings í samfélaginu til þess að geta ráðist í óvinsælar aðhaldsaðgerðir án þess að það skapi væntingar um að sjálfstæði hans verði ógnað. Sjálfur hef ég afskaplega litla trú á því að hugarfarsbreyting af þessum toga geti átt sér stað á Íslandi. Ég sé einfaldlega ekki hvaðan þessi hugarfarsbreyting á að koma. Þetta er stærsta ástæðan fyrir því að ég hallast mjög að því að við eigum að losa okkur við krónuna eins fljótt og við getum. Þeir sem vilja halda í krónuna verða að vera í fararbroddi um að breyta hugarfari landsmanna til aðhaldssamrar peningamálastefnu. Annars eru þeir að berjast fyrir því að við höldum í ónýtan gjaldmiðil. Best væri ef stjórnmálamenn og aðrir framámenn í samfélaginu tækju sig til og gagnrýndu Seðlabankann fyrir að gera ekki meira til þess að halda aftur af verðbólgu og kölluðu eftir auknu aðhaldi og hærri vöxtum. Í Bandaríkjunum er Ben Bernanke seðlabankastjóri kallaður landráðamaður fyrir að slaka á peningamálum þar í landi þótt verðbólga sé hvergi sjáanleg og atvinnuleysi sé um 8,5%. Ég get ekki ímyndað mér hvað sagt væri um hann ef verðbólga í Bandaríkjunum ykist um 4,5 prósentur og hann hækkaði vexti um einungis 0,5 prósentu. Ég er ekki að mælast til þess að við Íslendingar förum að tala eins og Texasbúar. En það gengur hins vegar ekki að reka gjaldmiðil með því hugarfari sem ríkir á Íslandi til aðhaldsaðgerða í peningamálum.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar