Erum sátt við sjötta sætið Eiríkur Stefán Ásgeirsson. skrifar 8. mars 2012 06:00 hólmfríður magnúsdóttir Mynd/Fésbókarsíða KSÍ Ísland tapaði í gær fyrir Danmörku, 3-1, í leik um fimmta sætið á Algarve-æfingamótinu í Portúgal. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði mark Íslands. Liðið komst alla leið í úrslit í fyrra en í ár tapaði liðið öllum leikjum sínum nema einum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er sáttur við niðurstöðuna enda settu forföll og meiðsli lykilmanna stórt strik í reikninginn að þessu sinni. „Ég er að mestu leyti sáttur við mótið," segir Sigurður Ragnar. „Við eigum okkar mikilvægasta leik í undankeppni EM fram undan – gegn Belgíu í byrjun apríl – og margir leikmenn enn á undirbúningstímabilum með sínum liðum. Þetta mót nýttist því vel til að sjá hvernig leikmenn standa og hverjir væru tilbúnir fyrir leikinn gegn Belgum." Flestar bestu þjóðir heims taka þátt í Algarve-mótinu og var Ísland í sterkum riðli. Sigurður Ragnar sagði ýmislegt gott við frammistöðu Íslands þrátt fyrir þrjá tapleiki. „Ég var ánægður með fyrsta leikinn sem var gegn Þýskalandi. Við töpuðum að vísu 1-0 en spiluðum góða vörn gegn Evrópumeisturunum. Það var helst að ég var ósáttur við fyrri hálfleikinn gegn Svíum en þar var varnarleikurinn alls ekki góður. Seinni hálfleikurinn var svo fínn," segir Sigurður Ragnar. Hann var svo ánægður með 1-0 sigurinn gegn Kína á mánudaginn en segir að leikmenn hafi verið þreyttir gegn Dönum í gær. Meiðsli hafi líka sett strik í reikninginn. „Ég valdi 21 leikmann í landsliðshópinn fyrir þessa ferð en var svo bara með þrjá nothæfa varamenn á bekknum í þessum leik. Ég hef aldrei lent í svo miklum vandræðum vegna meiðsla leikmanna síðan ég tók við liðinu," segir Sigurður Ragnar. „Það jákvæða er þó að óreyndir leikmenn fengu tækifæri til að spreyta sig og sumir þeirra stóðu sig mjög vel og stimpluðu sig mjög vel inn í landsliðið með sinni frammistöðu. Elísa Ósk Viðarsdóttir stóð sig vel, Rakel var góð í hægri bakverðinum og Guðný Björk Óðinsdóttir var góð. Ég var ekki bara að horfa á úrslitin heldur að finna rétta liðið fyrir leikinn gegn Belgíu." Sigurður Ragnar hefur ekki afskrifað neinn leikmann fyrir leikinn gegn Belgíu þrátt fyrir meiðslin. „Auðvitað er ástand þeirra leikmanna misjafnt en ég bind vonir við að flestir verði búnir að jafna sig fyrir leikinn." Hann segist sáttur við sjötta sætið á Algarve. „Þetta er mjög sterkt mót og öll liðin fyrir ofan okkar eru hærra skrifuð en við. Það er meira að segja eitt lið fyrir neðan okkur sem er hærra skrifað [Noregur]. Við verðum að vera sátt við það." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Ísland tapaði í gær fyrir Danmörku, 3-1, í leik um fimmta sætið á Algarve-æfingamótinu í Portúgal. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði mark Íslands. Liðið komst alla leið í úrslit í fyrra en í ár tapaði liðið öllum leikjum sínum nema einum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er sáttur við niðurstöðuna enda settu forföll og meiðsli lykilmanna stórt strik í reikninginn að þessu sinni. „Ég er að mestu leyti sáttur við mótið," segir Sigurður Ragnar. „Við eigum okkar mikilvægasta leik í undankeppni EM fram undan – gegn Belgíu í byrjun apríl – og margir leikmenn enn á undirbúningstímabilum með sínum liðum. Þetta mót nýttist því vel til að sjá hvernig leikmenn standa og hverjir væru tilbúnir fyrir leikinn gegn Belgum." Flestar bestu þjóðir heims taka þátt í Algarve-mótinu og var Ísland í sterkum riðli. Sigurður Ragnar sagði ýmislegt gott við frammistöðu Íslands þrátt fyrir þrjá tapleiki. „Ég var ánægður með fyrsta leikinn sem var gegn Þýskalandi. Við töpuðum að vísu 1-0 en spiluðum góða vörn gegn Evrópumeisturunum. Það var helst að ég var ósáttur við fyrri hálfleikinn gegn Svíum en þar var varnarleikurinn alls ekki góður. Seinni hálfleikurinn var svo fínn," segir Sigurður Ragnar. Hann var svo ánægður með 1-0 sigurinn gegn Kína á mánudaginn en segir að leikmenn hafi verið þreyttir gegn Dönum í gær. Meiðsli hafi líka sett strik í reikninginn. „Ég valdi 21 leikmann í landsliðshópinn fyrir þessa ferð en var svo bara með þrjá nothæfa varamenn á bekknum í þessum leik. Ég hef aldrei lent í svo miklum vandræðum vegna meiðsla leikmanna síðan ég tók við liðinu," segir Sigurður Ragnar. „Það jákvæða er þó að óreyndir leikmenn fengu tækifæri til að spreyta sig og sumir þeirra stóðu sig mjög vel og stimpluðu sig mjög vel inn í landsliðið með sinni frammistöðu. Elísa Ósk Viðarsdóttir stóð sig vel, Rakel var góð í hægri bakverðinum og Guðný Björk Óðinsdóttir var góð. Ég var ekki bara að horfa á úrslitin heldur að finna rétta liðið fyrir leikinn gegn Belgíu." Sigurður Ragnar hefur ekki afskrifað neinn leikmann fyrir leikinn gegn Belgíu þrátt fyrir meiðslin. „Auðvitað er ástand þeirra leikmanna misjafnt en ég bind vonir við að flestir verði búnir að jafna sig fyrir leikinn." Hann segist sáttur við sjötta sætið á Algarve. „Þetta er mjög sterkt mót og öll liðin fyrir ofan okkar eru hærra skrifuð en við. Það er meira að segja eitt lið fyrir neðan okkur sem er hærra skrifað [Noregur]. Við verðum að vera sátt við það."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira