Lækkun skattbyrðar Oddný G. Harðardóttir skrifar 18. janúar 2012 06:00 Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður skrifar grein í Fréttablaðið í fyrradag þar sem hann ber saman tekjuskattbyrði einstaklinga fyrir árin 2009 annars vegar og 2012 hins vegar. Í skrifum sínum gerir Tryggvi Þór þau algengu mistök að reikna áhrif tekjuskattsþreps á þann hluta tekna sem er undir tekjuskattsþrepinu og fær því út nokkuð bjagaða mynd. Þannig reiknar hann hæstu tekjuskattsprósentu á einstakling með 800 þúsund krónur í mánaðarlaun á alla upphæðina í stað þess að reikna hátekjuprósentuna á það sem hann fær umfram 704.367 krónur. Til viðbótar gleymir hann í útreikningum sínum hækkun persónufrádráttar sem tók gildi nú um áramótin. Línuritið sem Tryggvi Þór birtir er hins vegar mjög gagnlegt fyrir umræðuna ef það er haft rétt. Þess vegna fylgir slík útgáfa hér borin saman við niðurstöður Tryggva Þórs (TÞH). Eins og sést á línuritinu þá hefur skatthlutfall á meðal- og lægri tekjur lækkað, en aukist á hærri tekjur líkt og haldið hefur verið fram og stutt með útreikningum fjármálaráðuneytis, fræðimanna, Hagstofunnar og í úttekt Tíundar, tímariti Ríkisskattstjóra. Það er því ljóst að skattbyrði flestra hefur tvímælalaust lækkað eftir að ráðist var í skattkerfisbreytingar í tíð núverandi ríkisstjórnar og auknar byrðar settar á hærri tekjur. Fullyrðingar Tryggva Þórs um að skattbyrði allra hafi aukist eru rangar.Samanburður á skattbyrði. Smellið á myndina til að stækka hana.Umræðan um skattamál hér á landi er mikils virði ef útreikningar og forsendur sem notast er við eru réttar. Skattborgarar eiga skilið vandaða umræðu um þetta mikilvæga mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Tengdar fréttir Skattbyrði allra hefur þyngst Í tilefni af tíðum ummælum stjórnarliða, nú seinast ráðherra efnahags-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála í grein hér í blaðinu um helgina, um að meirihluti Íslendinga greiði lægri skatta í hlutfalli við laun sín nú árið 2012 en var árið 2009, er rétt að gera einfaldlega samanburð á skattbyrði áranna tveggja. 16. janúar 2012 12:00 Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður skrifar grein í Fréttablaðið í fyrradag þar sem hann ber saman tekjuskattbyrði einstaklinga fyrir árin 2009 annars vegar og 2012 hins vegar. Í skrifum sínum gerir Tryggvi Þór þau algengu mistök að reikna áhrif tekjuskattsþreps á þann hluta tekna sem er undir tekjuskattsþrepinu og fær því út nokkuð bjagaða mynd. Þannig reiknar hann hæstu tekjuskattsprósentu á einstakling með 800 þúsund krónur í mánaðarlaun á alla upphæðina í stað þess að reikna hátekjuprósentuna á það sem hann fær umfram 704.367 krónur. Til viðbótar gleymir hann í útreikningum sínum hækkun persónufrádráttar sem tók gildi nú um áramótin. Línuritið sem Tryggvi Þór birtir er hins vegar mjög gagnlegt fyrir umræðuna ef það er haft rétt. Þess vegna fylgir slík útgáfa hér borin saman við niðurstöður Tryggva Þórs (TÞH). Eins og sést á línuritinu þá hefur skatthlutfall á meðal- og lægri tekjur lækkað, en aukist á hærri tekjur líkt og haldið hefur verið fram og stutt með útreikningum fjármálaráðuneytis, fræðimanna, Hagstofunnar og í úttekt Tíundar, tímariti Ríkisskattstjóra. Það er því ljóst að skattbyrði flestra hefur tvímælalaust lækkað eftir að ráðist var í skattkerfisbreytingar í tíð núverandi ríkisstjórnar og auknar byrðar settar á hærri tekjur. Fullyrðingar Tryggva Þórs um að skattbyrði allra hafi aukist eru rangar.Samanburður á skattbyrði. Smellið á myndina til að stækka hana.Umræðan um skattamál hér á landi er mikils virði ef útreikningar og forsendur sem notast er við eru réttar. Skattborgarar eiga skilið vandaða umræðu um þetta mikilvæga mál.
Skattbyrði allra hefur þyngst Í tilefni af tíðum ummælum stjórnarliða, nú seinast ráðherra efnahags-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála í grein hér í blaðinu um helgina, um að meirihluti Íslendinga greiði lægri skatta í hlutfalli við laun sín nú árið 2012 en var árið 2009, er rétt að gera einfaldlega samanburð á skattbyrði áranna tveggja. 16. janúar 2012 12:00
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar