Lækkun skattbyrðar Oddný G. Harðardóttir skrifar 18. janúar 2012 06:00 Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður skrifar grein í Fréttablaðið í fyrradag þar sem hann ber saman tekjuskattbyrði einstaklinga fyrir árin 2009 annars vegar og 2012 hins vegar. Í skrifum sínum gerir Tryggvi Þór þau algengu mistök að reikna áhrif tekjuskattsþreps á þann hluta tekna sem er undir tekjuskattsþrepinu og fær því út nokkuð bjagaða mynd. Þannig reiknar hann hæstu tekjuskattsprósentu á einstakling með 800 þúsund krónur í mánaðarlaun á alla upphæðina í stað þess að reikna hátekjuprósentuna á það sem hann fær umfram 704.367 krónur. Til viðbótar gleymir hann í útreikningum sínum hækkun persónufrádráttar sem tók gildi nú um áramótin. Línuritið sem Tryggvi Þór birtir er hins vegar mjög gagnlegt fyrir umræðuna ef það er haft rétt. Þess vegna fylgir slík útgáfa hér borin saman við niðurstöður Tryggva Þórs (TÞH). Eins og sést á línuritinu þá hefur skatthlutfall á meðal- og lægri tekjur lækkað, en aukist á hærri tekjur líkt og haldið hefur verið fram og stutt með útreikningum fjármálaráðuneytis, fræðimanna, Hagstofunnar og í úttekt Tíundar, tímariti Ríkisskattstjóra. Það er því ljóst að skattbyrði flestra hefur tvímælalaust lækkað eftir að ráðist var í skattkerfisbreytingar í tíð núverandi ríkisstjórnar og auknar byrðar settar á hærri tekjur. Fullyrðingar Tryggva Þórs um að skattbyrði allra hafi aukist eru rangar.Samanburður á skattbyrði. Smellið á myndina til að stækka hana.Umræðan um skattamál hér á landi er mikils virði ef útreikningar og forsendur sem notast er við eru réttar. Skattborgarar eiga skilið vandaða umræðu um þetta mikilvæga mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Tengdar fréttir Skattbyrði allra hefur þyngst Í tilefni af tíðum ummælum stjórnarliða, nú seinast ráðherra efnahags-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála í grein hér í blaðinu um helgina, um að meirihluti Íslendinga greiði lægri skatta í hlutfalli við laun sín nú árið 2012 en var árið 2009, er rétt að gera einfaldlega samanburð á skattbyrði áranna tveggja. 16. janúar 2012 12:00 Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður skrifar grein í Fréttablaðið í fyrradag þar sem hann ber saman tekjuskattbyrði einstaklinga fyrir árin 2009 annars vegar og 2012 hins vegar. Í skrifum sínum gerir Tryggvi Þór þau algengu mistök að reikna áhrif tekjuskattsþreps á þann hluta tekna sem er undir tekjuskattsþrepinu og fær því út nokkuð bjagaða mynd. Þannig reiknar hann hæstu tekjuskattsprósentu á einstakling með 800 þúsund krónur í mánaðarlaun á alla upphæðina í stað þess að reikna hátekjuprósentuna á það sem hann fær umfram 704.367 krónur. Til viðbótar gleymir hann í útreikningum sínum hækkun persónufrádráttar sem tók gildi nú um áramótin. Línuritið sem Tryggvi Þór birtir er hins vegar mjög gagnlegt fyrir umræðuna ef það er haft rétt. Þess vegna fylgir slík útgáfa hér borin saman við niðurstöður Tryggva Þórs (TÞH). Eins og sést á línuritinu þá hefur skatthlutfall á meðal- og lægri tekjur lækkað, en aukist á hærri tekjur líkt og haldið hefur verið fram og stutt með útreikningum fjármálaráðuneytis, fræðimanna, Hagstofunnar og í úttekt Tíundar, tímariti Ríkisskattstjóra. Það er því ljóst að skattbyrði flestra hefur tvímælalaust lækkað eftir að ráðist var í skattkerfisbreytingar í tíð núverandi ríkisstjórnar og auknar byrðar settar á hærri tekjur. Fullyrðingar Tryggva Þórs um að skattbyrði allra hafi aukist eru rangar.Samanburður á skattbyrði. Smellið á myndina til að stækka hana.Umræðan um skattamál hér á landi er mikils virði ef útreikningar og forsendur sem notast er við eru réttar. Skattborgarar eiga skilið vandaða umræðu um þetta mikilvæga mál.
Skattbyrði allra hefur þyngst Í tilefni af tíðum ummælum stjórnarliða, nú seinast ráðherra efnahags-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála í grein hér í blaðinu um helgina, um að meirihluti Íslendinga greiði lægri skatta í hlutfalli við laun sín nú árið 2012 en var árið 2009, er rétt að gera einfaldlega samanburð á skattbyrði áranna tveggja. 16. janúar 2012 12:00
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar