Mugison „beint úr ævintýrunum“ Guðni Ágústsson skrifar 3. janúar 2012 06:00 Hann kom, sá og sigraði, undramaður ársins. Oftast tekur það langan tíma að ná inn í hjarta þjóðar sinnar, en Mugison gerði það á einu augabragði. Hann vekur von og kærleika og eitthvað í fari hans hæfir stundinni og linar þá sundrungu sem hefur tröllriðið þjóðinni um nokkurn tíma. Í hrifningu sinni fara menn að ræða um hann sem forseta eða frelsara en málið snýst ekki um það. Mugison er vestfirskur galdramaður, kemur nánast alskapaður út úr berginu fyrir vestan, sonur byggðar sinnar, er rödd landsins sem talar til okkar. Allt í fari hans er látlaust, hann er listamaður af guðsnáð, syngur, spilar, semur og hrífur fólkið, allt í senn. Svo kallar hann fólkið í landinu til sín og gefur því frítt inn á tónleika og loksins fer hann í tónlistarhöllina Hörpu og annar hver maður í landinu hlustar og horfir á hann flytja list sína í sjónvarpinu. Sjálfur er hann hógvær og prúður en gamansamur, listin og söngurinn hittir beint í mark. Í útlitinu búa töfrar, hann er „gamaldags“, með alskegg, vel klæddur með bindi í ullarsparifötum með svartan afahatt á kollinum. Hann er svo hreinn og saklaus, fellur vel að sársaukanum eftir hrunið, ögrun við græðgina, hann gefur, þeir tóku og stálu, áttu orðið allt sem skipti máli, tónlistarmenn og söngvara líka. Nafnið út af fyrir sig, Mugison, er dularfullt, fer vel sem listamannsnafn og fellur ágætlega að íslensku. "Allt hægt í lífinu“Mugison er fiskimaður eða íslenskur bóndi en í leiðinni heimsborgari, víðförull og ratvís í frægðinni. Hefur komið við sögu bæjarfélags síns í miklu verki. „Aldrei fór ég suður“. Hann boðar okkur nýja en gamla tíma, gefðu þá verður þér gefið. Mundu að þú ert hlekkur í keðju byggðar svo og þjóðar. Þegar Mugison var spurður hvers konar yfirlýsing það væri að bjóða þjóðinni til ókeypis tónleika þá svarar hann á sinn draumkennda hátt. „Það er allt hægt í þessu lífi.“ Á bak við hann er svo einn magnaðasti karlakór landsins, Fjallabræður. Fjallabræður eiga sér marga aðdáendur af sömu ástæðu, í þeim býr frelsið, þeir syngja baráttusöngva. Þeir fylla dalinn af hlátri og það er eins og brimið lemji klettótta strönd eða fjöll hrynji þegar þeir rísa hæst. Það er á svona stundum að maður skynjar að eitthvað er að gerast sem gefur þjóðinni nýja von. Nokkrum kvöldum síðar er Harpa opnuð á ný og þá er þar kominn annar söngvari og talent Páll Óskar Hjálmtýsson náttúrubarn og einstakur maður sviðs og söngva sem boðar einnig gleðina og að hver stund verði að snúast um bjartsýni og trú. Er Harpa leiðin?Enn á þjóðin Ríkisútvarpið og þjóðin á Hörpu, þetta mikla tónlistarhús sem er skilgetið afkvæmi hinna stóru og óraunhæfu drauma eða vitleysu sem fór úr böndunum í aðdraganda hrunsins. Harpa er risin og kannski liggja í þessu húsi draumar um sameiningu og nýja bjartsýni. Í upphafi síðustu aldar fóru fyrir hugsjónum og endurreisn landsins skáld og stjórnmálamenn. Nú er eins og þessir „listamenn“ nái ekki eyrum þjóðarinnar. Við Íslendingar höfum hins vegar aldrei átt jafnmarga söngvara, konur og karla sem rísa hátt og frábæra kóra um allt land. Væri kannski gott fyrir okkur öll að einu sinni í mánuði verði Harpa opnuð þjóðinni með söng og stórtónleikum listamanna? Og að sjónvarpið jafnframt flytti slíka gleði inn á hvert heimili? Landið á ærinn auð og hér er gnægð tækifæra en það sem skortir á er að landsmenn hvar sem þeir standa taki arm í arm og horfi fram á veginn. Eða eins og Mugison sagði: „Það er allt hægt í þessu lífi“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aldrei fór ég suður Guðni Ágústsson Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Hann kom, sá og sigraði, undramaður ársins. Oftast tekur það langan tíma að ná inn í hjarta þjóðar sinnar, en Mugison gerði það á einu augabragði. Hann vekur von og kærleika og eitthvað í fari hans hæfir stundinni og linar þá sundrungu sem hefur tröllriðið þjóðinni um nokkurn tíma. Í hrifningu sinni fara menn að ræða um hann sem forseta eða frelsara en málið snýst ekki um það. Mugison er vestfirskur galdramaður, kemur nánast alskapaður út úr berginu fyrir vestan, sonur byggðar sinnar, er rödd landsins sem talar til okkar. Allt í fari hans er látlaust, hann er listamaður af guðsnáð, syngur, spilar, semur og hrífur fólkið, allt í senn. Svo kallar hann fólkið í landinu til sín og gefur því frítt inn á tónleika og loksins fer hann í tónlistarhöllina Hörpu og annar hver maður í landinu hlustar og horfir á hann flytja list sína í sjónvarpinu. Sjálfur er hann hógvær og prúður en gamansamur, listin og söngurinn hittir beint í mark. Í útlitinu búa töfrar, hann er „gamaldags“, með alskegg, vel klæddur með bindi í ullarsparifötum með svartan afahatt á kollinum. Hann er svo hreinn og saklaus, fellur vel að sársaukanum eftir hrunið, ögrun við græðgina, hann gefur, þeir tóku og stálu, áttu orðið allt sem skipti máli, tónlistarmenn og söngvara líka. Nafnið út af fyrir sig, Mugison, er dularfullt, fer vel sem listamannsnafn og fellur ágætlega að íslensku. "Allt hægt í lífinu“Mugison er fiskimaður eða íslenskur bóndi en í leiðinni heimsborgari, víðförull og ratvís í frægðinni. Hefur komið við sögu bæjarfélags síns í miklu verki. „Aldrei fór ég suður“. Hann boðar okkur nýja en gamla tíma, gefðu þá verður þér gefið. Mundu að þú ert hlekkur í keðju byggðar svo og þjóðar. Þegar Mugison var spurður hvers konar yfirlýsing það væri að bjóða þjóðinni til ókeypis tónleika þá svarar hann á sinn draumkennda hátt. „Það er allt hægt í þessu lífi.“ Á bak við hann er svo einn magnaðasti karlakór landsins, Fjallabræður. Fjallabræður eiga sér marga aðdáendur af sömu ástæðu, í þeim býr frelsið, þeir syngja baráttusöngva. Þeir fylla dalinn af hlátri og það er eins og brimið lemji klettótta strönd eða fjöll hrynji þegar þeir rísa hæst. Það er á svona stundum að maður skynjar að eitthvað er að gerast sem gefur þjóðinni nýja von. Nokkrum kvöldum síðar er Harpa opnuð á ný og þá er þar kominn annar söngvari og talent Páll Óskar Hjálmtýsson náttúrubarn og einstakur maður sviðs og söngva sem boðar einnig gleðina og að hver stund verði að snúast um bjartsýni og trú. Er Harpa leiðin?Enn á þjóðin Ríkisútvarpið og þjóðin á Hörpu, þetta mikla tónlistarhús sem er skilgetið afkvæmi hinna stóru og óraunhæfu drauma eða vitleysu sem fór úr böndunum í aðdraganda hrunsins. Harpa er risin og kannski liggja í þessu húsi draumar um sameiningu og nýja bjartsýni. Í upphafi síðustu aldar fóru fyrir hugsjónum og endurreisn landsins skáld og stjórnmálamenn. Nú er eins og þessir „listamenn“ nái ekki eyrum þjóðarinnar. Við Íslendingar höfum hins vegar aldrei átt jafnmarga söngvara, konur og karla sem rísa hátt og frábæra kóra um allt land. Væri kannski gott fyrir okkur öll að einu sinni í mánuði verði Harpa opnuð þjóðinni með söng og stórtónleikum listamanna? Og að sjónvarpið jafnframt flytti slíka gleði inn á hvert heimili? Landið á ærinn auð og hér er gnægð tækifæra en það sem skortir á er að landsmenn hvar sem þeir standa taki arm í arm og horfi fram á veginn. Eða eins og Mugison sagði: „Það er allt hægt í þessu lífi“.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun