Lagerbäck: Betra að Gylfi og Alfreð hvíli núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2012 15:45 Gylfi Þór Sigurðsson Mynd/Vilhelm Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, verður ekki með sitt sterkasta lið á móti Andorra þegar þjóðirnar mætast í vináttulandsleik í Andorra á morgun. Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson hafa dregið sig úr landsliðshópnum og Lars hefur kallað á Jón Daða Böðvarsson og Garðar Jóhannsson í þeirra stað. Lars Lagerbäck, þjálfari liðsins, og Gauti Laxdal læknir voru spurðir út í mikilvægi leiksins og meiðsli leikmanna í viðtali á heimasíðu sambandsins.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið af heimsíðu KSÍ: Lars, af hverju er þessi leikur mikilvægur? „Hver einasti landsleikur er mikilvægur, hvort sem það er mótsleikur eða vináttuleikur. Hver einasti dagur sem við erum saman við æfingar og aðra vinnu gefur okkur svo mikið. Það er hægt að fara yfir almenna hluti og kafa ofan í smáatriðin, skoða ákveðin mál ítarlega í þjálfun og taktík. Svo er auðvitað það mikilvægasta í þessu öllu að skapa hugarfar sigurvegarans, reyna að vinna alla leiki, líka vináttuleikina. Hver einasti sigur færir okkur stig á styrkleikalista FIFA, og við þurfum að reyna að fá sem flest stig þar til að ná góðri stöðu áður en dregið verður í riðla fyrir næstu undankeppni EM." Nú hafa orðið breytingar á leikmannahópnum sem var valinn upprunalega, sérstaklega í röðum sóknarmanna. Þetta hlýtur að trufla undirbúning þjálfarateymisins. „Já, mikið rétt, þetta truflar, við viljum auðvitað helst að þeim leikmenn sem eru valdir í upprunalegan hóp komist í verkefnið, en ef það kemur eitthvað upp á og menn komast ekki, þá gerum við bara breytingar og nýir menn fá tækifæri. Það verður til dæmis gott að fá að sjá Jón Daða, sem er mjög efnilegur leikmaður og einn af bestu leikmönnum í Pepsi-deildinni í sumar, afar spennandi. Það eru tækifæri í öllum aðstæðum, ekkert er svo slæmt að það færi okkur ekkert gott. Auðvitað er slæmt að meiddu leikmennirnir séu ekki hér, því það er mikilvægt að allir sem eru valdir mæti í alla leiki. Við viljum skapa sigurlið, með því að vinna líka vináttuleikina." Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason heltust allir úr lestinni. Gauti Laxdal er læknir liðsins og aðspurður um meiðslin hafi hann þetta að segja: „Ragnar er einfaldlega veikur, er með hita og var ekki með sínu liði á sunnudag, þannig að hann getur ekki verið með okkur í þessum leik. Varðandi Alfreð og Gylfa, þá hef ég rætt við læknateymin hjá þeirra félagsliðum og einnig við leikmennina sjálfa. Það er betra fyrir þá að hvílast, því þeir hafa átt við meiðsli að stríða í nokkurn tíma núna og í tilfelli Alfreðs þá versnaði það eftir leikinn í gær. Gylfi hefur fundið fyrir sínum meiðslum áður, í nokkurn tíma, og er ekki alveg heill. Hann hefði getað spilað, en eftir að hafa tætt við læknateymi Tottenham ákváðum við í sameiningu að það væri best fyrir hann og skynsamlegast að vera um kyrrt í London og fá meðferð þar." Við þetta bætti svo Lars: „Það er auðvitað leitt að þetta hafi komið upp, en til lengri tíma litið er betra að leikmenn eins og Gylfi og Alfreð hvíli núna, fái meðferð og nái sér að fullu. Það er betra fyrir íslenska landsliðið til lengri tíma litið. Samt er gott að geta þá gefið öðrum leikmönnum tækifæri, eins og Jóni Daða sem ég nefndi áður, það eru líka tækifæri í þessum vináttuleik, sem er mikilvægur eins og allir leikir." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, verður ekki með sitt sterkasta lið á móti Andorra þegar þjóðirnar mætast í vináttulandsleik í Andorra á morgun. Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson hafa dregið sig úr landsliðshópnum og Lars hefur kallað á Jón Daða Böðvarsson og Garðar Jóhannsson í þeirra stað. Lars Lagerbäck, þjálfari liðsins, og Gauti Laxdal læknir voru spurðir út í mikilvægi leiksins og meiðsli leikmanna í viðtali á heimasíðu sambandsins.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið af heimsíðu KSÍ: Lars, af hverju er þessi leikur mikilvægur? „Hver einasti landsleikur er mikilvægur, hvort sem það er mótsleikur eða vináttuleikur. Hver einasti dagur sem við erum saman við æfingar og aðra vinnu gefur okkur svo mikið. Það er hægt að fara yfir almenna hluti og kafa ofan í smáatriðin, skoða ákveðin mál ítarlega í þjálfun og taktík. Svo er auðvitað það mikilvægasta í þessu öllu að skapa hugarfar sigurvegarans, reyna að vinna alla leiki, líka vináttuleikina. Hver einasti sigur færir okkur stig á styrkleikalista FIFA, og við þurfum að reyna að fá sem flest stig þar til að ná góðri stöðu áður en dregið verður í riðla fyrir næstu undankeppni EM." Nú hafa orðið breytingar á leikmannahópnum sem var valinn upprunalega, sérstaklega í röðum sóknarmanna. Þetta hlýtur að trufla undirbúning þjálfarateymisins. „Já, mikið rétt, þetta truflar, við viljum auðvitað helst að þeim leikmenn sem eru valdir í upprunalegan hóp komist í verkefnið, en ef það kemur eitthvað upp á og menn komast ekki, þá gerum við bara breytingar og nýir menn fá tækifæri. Það verður til dæmis gott að fá að sjá Jón Daða, sem er mjög efnilegur leikmaður og einn af bestu leikmönnum í Pepsi-deildinni í sumar, afar spennandi. Það eru tækifæri í öllum aðstæðum, ekkert er svo slæmt að það færi okkur ekkert gott. Auðvitað er slæmt að meiddu leikmennirnir séu ekki hér, því það er mikilvægt að allir sem eru valdir mæti í alla leiki. Við viljum skapa sigurlið, með því að vinna líka vináttuleikina." Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason heltust allir úr lestinni. Gauti Laxdal er læknir liðsins og aðspurður um meiðslin hafi hann þetta að segja: „Ragnar er einfaldlega veikur, er með hita og var ekki með sínu liði á sunnudag, þannig að hann getur ekki verið með okkur í þessum leik. Varðandi Alfreð og Gylfa, þá hef ég rætt við læknateymin hjá þeirra félagsliðum og einnig við leikmennina sjálfa. Það er betra fyrir þá að hvílast, því þeir hafa átt við meiðsli að stríða í nokkurn tíma núna og í tilfelli Alfreðs þá versnaði það eftir leikinn í gær. Gylfi hefur fundið fyrir sínum meiðslum áður, í nokkurn tíma, og er ekki alveg heill. Hann hefði getað spilað, en eftir að hafa tætt við læknateymi Tottenham ákváðum við í sameiningu að það væri best fyrir hann og skynsamlegast að vera um kyrrt í London og fá meðferð þar." Við þetta bætti svo Lars: „Það er auðvitað leitt að þetta hafi komið upp, en til lengri tíma litið er betra að leikmenn eins og Gylfi og Alfreð hvíli núna, fái meðferð og nái sér að fullu. Það er betra fyrir íslenska landsliðið til lengri tíma litið. Samt er gott að geta þá gefið öðrum leikmönnum tækifæri, eins og Jóni Daða sem ég nefndi áður, það eru líka tækifæri í þessum vináttuleik, sem er mikilvægur eins og allir leikir."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira