Handritshöfundurinn Sigurjón Kjartansson stýrir spjalli kvikmyndagesta við ítalska hryllingsmyndakónginn Dario Argento, sem fer fram í hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands klukkan 13 í dag.
Ókeypis er inn og líklegt að kvikmyndaáhugafólk, ekki síst hryllingsmyndaáhugafólk, flykkist á staðinn. Páll Óskar hefur að minnsta kosti gefið það út að hann verði á fremsta bekk.
Spjallað um hryllingsmyndir
