Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum síðar í þessum mánuði en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Leikið verður ytra 20. október og hér heima, á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október.
Sigurður Ragnar hefur valið 18 leikmenn í þessa leiki og er þetta sami hópur og fór út til Noregs í lokaleik riðlakeppninnar. Margrét Lára er að spila á fullu með Kristianstad og verður með í þessum leikjum en frestaði aðgerð sinni fram í nóvember.
Þetta er reynslumikill hópur og flestar stelpur sem eru búnar að spila lengi saman með kvennalandsliðinu. Katrín Ómarsdóttir er sú eina sem er tæp en hún tognaði á kálfa á dögunum. Katrín á þó að ná sér fyrir þessa leiki.
Tveir leikmenn liðsins, Sandra María Jessen og Glódís Perla Viggósdóttir, eru enn gjaldgengar í 19 ára landsliðið sem er að spila á sama tíma en Sigurður Ragnar vildi hafa þær með A-liðinu enda mikið undir í þessum leikjum.
Hópurinn fyrir leikina á móti Úkraínu
- Markmenn -
Þóra Björg Helgadóttir, Ldb Malmö
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården
- Varnarmenn -
Katrín Jónsdóttir, Djurgården
Rakel Hönnudóttir, Breiðablik
Sif Atladóttir, Kristianstad
Hallbera Guðný Gísladóttir, Pitea+
Glódís Perla Viggósdóttir, Stjarnan
- Miðjumenn -
Edda Garðarsdóttir, KIF Örebro
Dóra María Lárusdóttir, Valur
Sara Björk Gunnarsdóttir, Ldb Malmö
Katrín Ómarsdóttir, Kristianstad
Dagný Brynjarsdóttir, Valur
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjarnan
- Sóknarmenn -
Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstad
Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarna
Sandra María Jessen, Þór/KA
Sigurður Ragnar valdi sömu stelpur og mættu Noregi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti


Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn



Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit
Enski boltinn