Allt bendir til þess að Katrín og Margrét Lára verði báðar leikfærar á laugardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2012 18:21 Mynd/Stefán Íslenska kvennalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni EM á Laugardalsvellinum á laugardaginn þar sem sigur tryggir íslensku stelpunum í það minnsta þátttöku í umspili um sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð. Það hefur verið mikil óvissa í kringum þátttöku fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur og markahæsta leikmanns liðsins, Margrétar Láru Viðarsdóttur, í þessum mikilvæga leik. Allt bendir nú til þess að þær geti báðar verið með í leiknum á móti Norður-Írlandi á Laugardalsvelli á laugardaginn. „Ég er bjartsýn á að geta verið leikfær miðað við hvernig þetta hefur gengið undanfarið en ég geri mér fulla grein fyrir því að það er þjálfarinn sem velur liðið og ég er ekki búin að spila marga leiki á síðustu tveimur mánuðum. Þetta verður bara að koma í ljós því ég ræð þessu ekki á endanum," sagði Katrín fyrir æfingu liðsins í dag. Katrín æfði reyndar ekki í dag en þó ekki vegna lærameiðslanna heldur vegna þess að hún tognaði á ökkla á æfingu í gær. Það var einnig gott hljóð í Margréti Láru sem var í fyrstu ekki valin í hópinn vegna meiðsla en var síðan bætt við hópinn á þriðjudaginn. „Ég er komin hingað með landsliðinu. Ég er ánægð með það og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað," sagði Margrét Lára en hún kom inn á sem varamaður í leik með Kristianstad í byrjun vikunnar. „Það gekk bara fínt í þessum leik. Ég spilaði einhverjar 20 til 25 mínútur. Ég vissi það á laugardeginum að ég yrði í hópnum með Kristianstad. Ég hafði þá strax samband við Sigga því ég vildi láta hann vita af því að ég væri í hóp og væri mögulega að fara að koma inn á. Ef ég get hjálpað liðinu mínu úti og verið til staðar fyrir það þá er ég að sjálfsögðu til staðar ef kallið kemur frá landsliðsþjálfaranum," sagði Margrét Lára sem var með á æfingunni í dag. Margrét Lára veit þó ekki frekar en Katrín hvert hlutverk hennar verður í leiknum við Norður-Íra. „Við erum ekkert búin að ræða það og það kemur bara í ljós. Við þurfum að láta æfingarnar þróast og svo velur Siggi bara sitt besta lið á laugardaginn. Maður tekur því bara hvort að maður spilar eða er á bekknum. Ég ætla að sinna mínu hlutverki eins vel og ég get," sagði Margrét Lára. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni EM á Laugardalsvellinum á laugardaginn þar sem sigur tryggir íslensku stelpunum í það minnsta þátttöku í umspili um sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð. Það hefur verið mikil óvissa í kringum þátttöku fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur og markahæsta leikmanns liðsins, Margrétar Láru Viðarsdóttur, í þessum mikilvæga leik. Allt bendir nú til þess að þær geti báðar verið með í leiknum á móti Norður-Írlandi á Laugardalsvelli á laugardaginn. „Ég er bjartsýn á að geta verið leikfær miðað við hvernig þetta hefur gengið undanfarið en ég geri mér fulla grein fyrir því að það er þjálfarinn sem velur liðið og ég er ekki búin að spila marga leiki á síðustu tveimur mánuðum. Þetta verður bara að koma í ljós því ég ræð þessu ekki á endanum," sagði Katrín fyrir æfingu liðsins í dag. Katrín æfði reyndar ekki í dag en þó ekki vegna lærameiðslanna heldur vegna þess að hún tognaði á ökkla á æfingu í gær. Það var einnig gott hljóð í Margréti Láru sem var í fyrstu ekki valin í hópinn vegna meiðsla en var síðan bætt við hópinn á þriðjudaginn. „Ég er komin hingað með landsliðinu. Ég er ánægð með það og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað," sagði Margrét Lára en hún kom inn á sem varamaður í leik með Kristianstad í byrjun vikunnar. „Það gekk bara fínt í þessum leik. Ég spilaði einhverjar 20 til 25 mínútur. Ég vissi það á laugardeginum að ég yrði í hópnum með Kristianstad. Ég hafði þá strax samband við Sigga því ég vildi láta hann vita af því að ég væri í hóp og væri mögulega að fara að koma inn á. Ef ég get hjálpað liðinu mínu úti og verið til staðar fyrir það þá er ég að sjálfsögðu til staðar ef kallið kemur frá landsliðsþjálfaranum," sagði Margrét Lára sem var með á æfingunni í dag. Margrét Lára veit þó ekki frekar en Katrín hvert hlutverk hennar verður í leiknum við Norður-Íra. „Við erum ekkert búin að ræða það og það kemur bara í ljós. Við þurfum að láta æfingarnar þróast og svo velur Siggi bara sitt besta lið á laugardaginn. Maður tekur því bara hvort að maður spilar eða er á bekknum. Ég ætla að sinna mínu hlutverki eins vel og ég get," sagði Margrét Lára.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira