Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 0-1 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik sínum í Algarve-bikarnum en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þýskaland hefur þar með unnið alla tólf leiki sína við Ísland hjá A-landsliðum kvenna en síðustu tveir leikir hafa endað með naumum eins marks sigri.
Íslensku stelpurnar stóðu í þeim þýsku í þessum leik þrátt fyrir að Evrópumeistararnir hafi verið mun meira með boltann. Þýska liðið skoraði sigurmark sitt á 25. mínútu og fékk einnig fínt færi í fyrri hálfleiknum.
Íslenska liði náði ekki að skapa sér nein dauðafæri í síðari hálfleiknum og gáfu heldur ekki mörg færi á sér. Þjóðverjar fengu þó dauðafæri í uppbótartíma en Þóra varði þá frá sóknarmanni Þýskalands.
Elísa Viðarsdóttir kom inn á sem varamaður í lokin og kláraði því leikinn með systur sinni Margréti Láru Viðarsdóttur.
Sara Björk Gunnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir fengu báðar áminningu í leiknum.
Lið Íslands í leiknum i dag:
Markvörður: Þóra B. Helgadóttir
Hægri bakvörður: Rakel Hönnudóttir
(88. mínúta- Elísa Viðarsdóttir)
Miðvörður: Mist Edvardsdóttir
Miðvörður: Katrín Jónsdóttir fyrirliði
Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir
(74. mínúta - Guðný Björk Óðinsdóttir)
Tengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir
Tengiliður: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
(63. mínúta - Katrín Ómarsdóttir)
Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir
(71. mínúta - Harpa Þorsteinsdóttir)
Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir
(80. mínúta- Greta Mjöll Samúelsdóttir)
Sóknartengiliður: Dóra María Lárusdóttir
(84. mínúta - Thelma Björk Einarsdóttir)
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir.
Naumt tap fyrir Evrópumeisturunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn



KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn

Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti




Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum
Enski boltinn

Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir
Íslenski boltinn