Verðlagseftirlit á villigötum Andrés Magnússon skrifar 24. nóvember 2011 11:00 Verðlagseftirlit ASÍ túlkar niðurstöðu nýrrar verðkönnunar sinnar á þann veg að á kunni að vanta að samkeppni meðal matvöruverslana sé nægjanlega virk. Því til stuðnings bendir verðlagseftirlitið sérstaklega á að hækkanir hafi orðið á kjötvörum um 8 til 45% á sl. 14 mánuðum. Það sem er rétt hjá eftirlitinu er að miklar hækkanir hafa orðið á kjötvörum á undanförnum mánuðum, en það er hins vegar alröng ályktun að þær megi rekja til þess að ekki sé nægjanleg samkeppni á matvörumarkaði. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa á undanförnum mánuðum gagnrýnt hækkanir á kjötvörum frá framleiðendum harðlega. Samkvæmt upplýsingum frá aðildarfyrirtækjum samtakanna eru dæmi um hækkanir um allt að 45% á einstaka kjöttegundum. Algengt er að verð á þessum vörum hafi hækkað frá framleiðendum um 20 til 35% á þessu tímabili. Hér er eins og allir vita um að ræða hækkanir sem ekki er hægt að skýra með vísan til þróunar verðbólgu á sama tíma. Á þetta hafa samtökin bent og telja þau að framleiðendur hafi engan veginn getað gefið eðlilegar skýringar á hækkuninni. Að mati samtakanna er skýringarinnar að leita í því úrelta framleiðslu- og sölukerfi sem byggt hefur verið upp í kringum innlenda landbúnaðarframleiðslu. Það kerfi útilokar nær allan innflutning og þar með alla samkeppni í framleiðslu á landbúnaðarvörum. Kerfið leiðir einnig til vísitöluhækkunar og hækkar þar með skuldir heimilanna í landinu. Margir aðrir en SVÞ hafa gagnrýnt þetta kerfi harðlega, þ.ám. ASÍ. Þó að flestir geri sér grein fyrir því hvar orsakanna sé að leita fyrir hinni miklu hækkun sem orðið hefur á kjötvörum undanfarna mánuði, kýs verðlagseftirlit ASÍ að skýra það með ónógri samkeppni á matvörumarkaði. Staðreyndin er nefnilega sú að enginn einn markaður hér á landi býr við eins mikið eftirlit af hálfu samkeppnisyfirvalda og matvörumarkaðurinn. Það er beinlínis staðfest af Samkeppniseftirlitinu, m.a. í skýrslu þess frá því á sl. sumri sem ber yfirskriftina „Samkeppni eftir hrun". Þar segir að stórum hluta af tíma eftirlitsins verði hér eftir sem hingað til varið í eftirlit með samkeppni á matvörumarkaði. Í því ljósi er ályktun verðlagseftirlits ASÍ í meira lagi langsótt. Það eina sem haldið getur aftur af áframhaldandi hækkunum á innlendum búvörum er að heimila aukinn innflutning á þessum vörum. Þar hefur orðið mikill afturkippur þar sem núverandi stjórnvöld gera hvað þau geta til að hindra slíkan innflutning. Það væri nær að SVÞ og ASÍ sneru bökum saman í baráttu fyrir auknu frelsi í viðskiptum með búvörur og einfaldara landbúnaðarkerfi sem leiða myndi til aukinnar hagsældar fyrir heimilin í landinu. Þar er sannarlega verk að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Verðlagseftirlit ASÍ túlkar niðurstöðu nýrrar verðkönnunar sinnar á þann veg að á kunni að vanta að samkeppni meðal matvöruverslana sé nægjanlega virk. Því til stuðnings bendir verðlagseftirlitið sérstaklega á að hækkanir hafi orðið á kjötvörum um 8 til 45% á sl. 14 mánuðum. Það sem er rétt hjá eftirlitinu er að miklar hækkanir hafa orðið á kjötvörum á undanförnum mánuðum, en það er hins vegar alröng ályktun að þær megi rekja til þess að ekki sé nægjanleg samkeppni á matvörumarkaði. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa á undanförnum mánuðum gagnrýnt hækkanir á kjötvörum frá framleiðendum harðlega. Samkvæmt upplýsingum frá aðildarfyrirtækjum samtakanna eru dæmi um hækkanir um allt að 45% á einstaka kjöttegundum. Algengt er að verð á þessum vörum hafi hækkað frá framleiðendum um 20 til 35% á þessu tímabili. Hér er eins og allir vita um að ræða hækkanir sem ekki er hægt að skýra með vísan til þróunar verðbólgu á sama tíma. Á þetta hafa samtökin bent og telja þau að framleiðendur hafi engan veginn getað gefið eðlilegar skýringar á hækkuninni. Að mati samtakanna er skýringarinnar að leita í því úrelta framleiðslu- og sölukerfi sem byggt hefur verið upp í kringum innlenda landbúnaðarframleiðslu. Það kerfi útilokar nær allan innflutning og þar með alla samkeppni í framleiðslu á landbúnaðarvörum. Kerfið leiðir einnig til vísitöluhækkunar og hækkar þar með skuldir heimilanna í landinu. Margir aðrir en SVÞ hafa gagnrýnt þetta kerfi harðlega, þ.ám. ASÍ. Þó að flestir geri sér grein fyrir því hvar orsakanna sé að leita fyrir hinni miklu hækkun sem orðið hefur á kjötvörum undanfarna mánuði, kýs verðlagseftirlit ASÍ að skýra það með ónógri samkeppni á matvörumarkaði. Staðreyndin er nefnilega sú að enginn einn markaður hér á landi býr við eins mikið eftirlit af hálfu samkeppnisyfirvalda og matvörumarkaðurinn. Það er beinlínis staðfest af Samkeppniseftirlitinu, m.a. í skýrslu þess frá því á sl. sumri sem ber yfirskriftina „Samkeppni eftir hrun". Þar segir að stórum hluta af tíma eftirlitsins verði hér eftir sem hingað til varið í eftirlit með samkeppni á matvörumarkaði. Í því ljósi er ályktun verðlagseftirlits ASÍ í meira lagi langsótt. Það eina sem haldið getur aftur af áframhaldandi hækkunum á innlendum búvörum er að heimila aukinn innflutning á þessum vörum. Þar hefur orðið mikill afturkippur þar sem núverandi stjórnvöld gera hvað þau geta til að hindra slíkan innflutning. Það væri nær að SVÞ og ASÍ sneru bökum saman í baráttu fyrir auknu frelsi í viðskiptum með búvörur og einfaldara landbúnaðarkerfi sem leiða myndi til aukinnar hagsældar fyrir heimilin í landinu. Þar er sannarlega verk að vinna.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun