„Gömlu dagana gefðu mér“ 9. nóvember 2011 06:00 Ég er einn af þeim sem hafa verið í hálfgerðri „depressjon“ undanfarin misseri og saknað gömlu góðu daganna, þegar við græddum á tá og fingri og gátum keypt allt sem auga og hönd á festi með vildarkjörum. Við áttum fjármálasnillinga á heimsmælikvarða og lögðum metnað okkar í að auka hagvöxt og hlífðum okkur hvergi. Við áttum líka afburða stjórnmálamenn sem vissu hvað okkur þegnunum var fyrir bestu og þeir ásamt bönkum, fjármálafyrirtækjum og kaupahéðnum lögðu sig í framkróka um að leiðbeina okkur um hvernig best mætti ráðstafa þeim miklu afgangstekjum sem flestir höfðu til ráðstöfunar og voru í vandræðum með að koma í lóg. Með dyggri aðstoð auglýsenda og fjölmiðla tókst þó að leysa þetta vandamál og við gátum keypt hlutdeild í fjölmörgum arðvænlegum fyrirækjum svo sem bönkum og sparisjóðum auk ýmissa smærri hluta svo sem lóða, jeppa, sumarhúsa og rafdrifinna hjónarúma. Sem betur fór þurftum við aldrei að hugsa um hvað þetta kostaði heldur bara hve mikið við þurftum að borga á mánuði og þar sem launin voru alltaf að hækka og kjörin að batna var það svo sem ekkert vandamál. Allra hagstæðast var svo auðvitað að þurfa ekki að borga þetta í íslenskum krónum heldur í jenum, svissneskum frönkum, dollurum eða evrum og þar sem þetta voru frekar ómerkilegir gjaldmiðlar miðað við hina sterku íslensku krónu var þetta ákjósanlegur kostur. Nú um stundir finnst mér illa vegið að þessum brautryðjendum velferðarinnar sem margir hverjir hafa nú lagst út eða sæta illri meðferð af yfirvöldum sem þó eru ekki lengur dönsk. En nú hillir undir betri tíma. Opnur dagblaða og flatskjáir landsmanna auglýsa á ný vildarkjör frá handhöfum nýrra kennitalna. Því skulum við nú grípa tækifærið og þar sem mikil eftirspurn er eftir hagvexti er t.d. upplagt að kaupa sér allt að 10 ára gamlan bíl á frábærum lánakjörum þar sem afföll, viðgerðarkostnaður og vextir eru kjörin leið til að auka hagvöxt og stuðla þar með að auknum lífsgæðum í þessu landi. Ergo: Geymdur eyrir er hvort sem er glataður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég er einn af þeim sem hafa verið í hálfgerðri „depressjon“ undanfarin misseri og saknað gömlu góðu daganna, þegar við græddum á tá og fingri og gátum keypt allt sem auga og hönd á festi með vildarkjörum. Við áttum fjármálasnillinga á heimsmælikvarða og lögðum metnað okkar í að auka hagvöxt og hlífðum okkur hvergi. Við áttum líka afburða stjórnmálamenn sem vissu hvað okkur þegnunum var fyrir bestu og þeir ásamt bönkum, fjármálafyrirtækjum og kaupahéðnum lögðu sig í framkróka um að leiðbeina okkur um hvernig best mætti ráðstafa þeim miklu afgangstekjum sem flestir höfðu til ráðstöfunar og voru í vandræðum með að koma í lóg. Með dyggri aðstoð auglýsenda og fjölmiðla tókst þó að leysa þetta vandamál og við gátum keypt hlutdeild í fjölmörgum arðvænlegum fyrirækjum svo sem bönkum og sparisjóðum auk ýmissa smærri hluta svo sem lóða, jeppa, sumarhúsa og rafdrifinna hjónarúma. Sem betur fór þurftum við aldrei að hugsa um hvað þetta kostaði heldur bara hve mikið við þurftum að borga á mánuði og þar sem launin voru alltaf að hækka og kjörin að batna var það svo sem ekkert vandamál. Allra hagstæðast var svo auðvitað að þurfa ekki að borga þetta í íslenskum krónum heldur í jenum, svissneskum frönkum, dollurum eða evrum og þar sem þetta voru frekar ómerkilegir gjaldmiðlar miðað við hina sterku íslensku krónu var þetta ákjósanlegur kostur. Nú um stundir finnst mér illa vegið að þessum brautryðjendum velferðarinnar sem margir hverjir hafa nú lagst út eða sæta illri meðferð af yfirvöldum sem þó eru ekki lengur dönsk. En nú hillir undir betri tíma. Opnur dagblaða og flatskjáir landsmanna auglýsa á ný vildarkjör frá handhöfum nýrra kennitalna. Því skulum við nú grípa tækifærið og þar sem mikil eftirspurn er eftir hagvexti er t.d. upplagt að kaupa sér allt að 10 ára gamlan bíl á frábærum lánakjörum þar sem afföll, viðgerðarkostnaður og vextir eru kjörin leið til að auka hagvöxt og stuðla þar með að auknum lífsgæðum í þessu landi. Ergo: Geymdur eyrir er hvort sem er glataður.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun