„Gömlu dagana gefðu mér“ 9. nóvember 2011 06:00 Ég er einn af þeim sem hafa verið í hálfgerðri „depressjon“ undanfarin misseri og saknað gömlu góðu daganna, þegar við græddum á tá og fingri og gátum keypt allt sem auga og hönd á festi með vildarkjörum. Við áttum fjármálasnillinga á heimsmælikvarða og lögðum metnað okkar í að auka hagvöxt og hlífðum okkur hvergi. Við áttum líka afburða stjórnmálamenn sem vissu hvað okkur þegnunum var fyrir bestu og þeir ásamt bönkum, fjármálafyrirtækjum og kaupahéðnum lögðu sig í framkróka um að leiðbeina okkur um hvernig best mætti ráðstafa þeim miklu afgangstekjum sem flestir höfðu til ráðstöfunar og voru í vandræðum með að koma í lóg. Með dyggri aðstoð auglýsenda og fjölmiðla tókst þó að leysa þetta vandamál og við gátum keypt hlutdeild í fjölmörgum arðvænlegum fyrirækjum svo sem bönkum og sparisjóðum auk ýmissa smærri hluta svo sem lóða, jeppa, sumarhúsa og rafdrifinna hjónarúma. Sem betur fór þurftum við aldrei að hugsa um hvað þetta kostaði heldur bara hve mikið við þurftum að borga á mánuði og þar sem launin voru alltaf að hækka og kjörin að batna var það svo sem ekkert vandamál. Allra hagstæðast var svo auðvitað að þurfa ekki að borga þetta í íslenskum krónum heldur í jenum, svissneskum frönkum, dollurum eða evrum og þar sem þetta voru frekar ómerkilegir gjaldmiðlar miðað við hina sterku íslensku krónu var þetta ákjósanlegur kostur. Nú um stundir finnst mér illa vegið að þessum brautryðjendum velferðarinnar sem margir hverjir hafa nú lagst út eða sæta illri meðferð af yfirvöldum sem þó eru ekki lengur dönsk. En nú hillir undir betri tíma. Opnur dagblaða og flatskjáir landsmanna auglýsa á ný vildarkjör frá handhöfum nýrra kennitalna. Því skulum við nú grípa tækifærið og þar sem mikil eftirspurn er eftir hagvexti er t.d. upplagt að kaupa sér allt að 10 ára gamlan bíl á frábærum lánakjörum þar sem afföll, viðgerðarkostnaður og vextir eru kjörin leið til að auka hagvöxt og stuðla þar með að auknum lífsgæðum í þessu landi. Ergo: Geymdur eyrir er hvort sem er glataður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég er einn af þeim sem hafa verið í hálfgerðri „depressjon“ undanfarin misseri og saknað gömlu góðu daganna, þegar við græddum á tá og fingri og gátum keypt allt sem auga og hönd á festi með vildarkjörum. Við áttum fjármálasnillinga á heimsmælikvarða og lögðum metnað okkar í að auka hagvöxt og hlífðum okkur hvergi. Við áttum líka afburða stjórnmálamenn sem vissu hvað okkur þegnunum var fyrir bestu og þeir ásamt bönkum, fjármálafyrirtækjum og kaupahéðnum lögðu sig í framkróka um að leiðbeina okkur um hvernig best mætti ráðstafa þeim miklu afgangstekjum sem flestir höfðu til ráðstöfunar og voru í vandræðum með að koma í lóg. Með dyggri aðstoð auglýsenda og fjölmiðla tókst þó að leysa þetta vandamál og við gátum keypt hlutdeild í fjölmörgum arðvænlegum fyrirækjum svo sem bönkum og sparisjóðum auk ýmissa smærri hluta svo sem lóða, jeppa, sumarhúsa og rafdrifinna hjónarúma. Sem betur fór þurftum við aldrei að hugsa um hvað þetta kostaði heldur bara hve mikið við þurftum að borga á mánuði og þar sem launin voru alltaf að hækka og kjörin að batna var það svo sem ekkert vandamál. Allra hagstæðast var svo auðvitað að þurfa ekki að borga þetta í íslenskum krónum heldur í jenum, svissneskum frönkum, dollurum eða evrum og þar sem þetta voru frekar ómerkilegir gjaldmiðlar miðað við hina sterku íslensku krónu var þetta ákjósanlegur kostur. Nú um stundir finnst mér illa vegið að þessum brautryðjendum velferðarinnar sem margir hverjir hafa nú lagst út eða sæta illri meðferð af yfirvöldum sem þó eru ekki lengur dönsk. En nú hillir undir betri tíma. Opnur dagblaða og flatskjáir landsmanna auglýsa á ný vildarkjör frá handhöfum nýrra kennitalna. Því skulum við nú grípa tækifærið og þar sem mikil eftirspurn er eftir hagvexti er t.d. upplagt að kaupa sér allt að 10 ára gamlan bíl á frábærum lánakjörum þar sem afföll, viðgerðarkostnaður og vextir eru kjörin leið til að auka hagvöxt og stuðla þar með að auknum lífsgæðum í þessu landi. Ergo: Geymdur eyrir er hvort sem er glataður.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar