Skipulag höfuðborgarsvæðisins - magn eða gæði 8. nóvember 2011 06:00 Í dag er alþjóðlegi skipulagsdagurinn og því vel við hæfi að leiða hugann í meira mæli að skipulagsmálum en alla jafna. Ekkert svæði á Íslandi hefur verið skipulagt jafn mikið og höfuðborgarsvæðið og segja má að þar kristallist nálgun okkar Íslendinga í skipulagsmálum sem einkennist meira af magni en gæðum. Höfuðborgarsvæðið er ungt, varð til á seinni hluta síðustu aldar. Á miðri 20. öldinni voru kaupstaðirnir tveir Reykjavík og Hafnarfjörður sem engum datt í hug að spyrða saman. Frá þeim tíma hefur íbúafjöldi fjórfaldast, farið úr 50 þúsund í 200 þúsund. Í dag nær höfuðborgarsvæðið á milli þessara tveggja gömlu kaupstaða og þær raddir verða sífellt háværari að sameina beri þau sveitarfélög sem mynda höfuðborgarsvæðið. Um þetta hraðvaxtarskeið höfuðborgarsvæðisins gilda sömu lögmál og önnur slík. Kappið, sem er tvenns konar, vill verða meira en forsjáin. Annars vegar hefur verið kapp milli sveitarfélaga um fólk og fyrirtæki. Hins vegar hefur kappið birst í einskærri framkvæmdagleði sem nær sér reglulega á flug milli þess sem byggingariðnaðurinn hrynur. Þetta hefur haldist í hendur því þegar hamarshöggin byrja að dynja í einu sveitarfélaginu hefur það næsta kynt undir sínum mönnum og svo koll af kolli. Niðurstaðan af þessu kappi blasir við okkur; höfuðborgarsvæðið er samfelld en þó sundurlaus byggð sem dreifir sér yfir allt of stórt svæði. Það hefur verið rólegt í skipulagsmálum undanfarin tvö ár. Ýmis teikn eru nú á lofti um að brátt fari boltinn að rúlla á ný þó snúningarnir verði ekki eins hraðir og fyrir hrun. Þá vaknar sú spurning; höfum við eitthvað lært, mun okkur takast betur við að skipuleggja höfuðborgarsvæðið í framtíðinni? Svarið við þeirri spurningu gæti verið já, það gerist þó ekki sjálfkrafa. Áherslan verður að færast frá magni yfir í gæði ef næsta vaxtarskeið á að vera með öðrum hætti en það síðasta. Til að svo megi verða þarf að auka skilning á skipulagsmálum. Rannsóknir og athuganir á skipulagsmálum á Íslandi eru sáralitlar en hafa þó aukist upp á síðkastið. Því er ekki síst að þakka að íslenskir háskólar hafa í auknum mæli tekið upp kennslu og rannsóknir á sviði skipulagsmála. Það gefast því tækifæri til auka skilning þeirra sem koma að skipulagsmálum. Í tilefni alþjóðlega skipulagsdagsins vill Skipulagsfræðingafélag Íslands vekja athygli á afrakstri slíkrar vinnu með hádegisfundi í Þjóðarbókhlöðunni. Þar verður fjallað um þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðasta áratuginn sem er hluti af rannsóknarverkefni í HR. Einnig munu niðurstöður viðhorfskönnunar um helstu skipulagsmistök á höfuðborgarsvæðinu verða kynntar en sú könnun er hluti af meistaraverkefni við LbhÍ. Hvoru tveggja á erindi við alla þá sem láta sig skipulagsmál varða og vilja læra af fortíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegi skipulagsdagurinn og því vel við hæfi að leiða hugann í meira mæli að skipulagsmálum en alla jafna. Ekkert svæði á Íslandi hefur verið skipulagt jafn mikið og höfuðborgarsvæðið og segja má að þar kristallist nálgun okkar Íslendinga í skipulagsmálum sem einkennist meira af magni en gæðum. Höfuðborgarsvæðið er ungt, varð til á seinni hluta síðustu aldar. Á miðri 20. öldinni voru kaupstaðirnir tveir Reykjavík og Hafnarfjörður sem engum datt í hug að spyrða saman. Frá þeim tíma hefur íbúafjöldi fjórfaldast, farið úr 50 þúsund í 200 þúsund. Í dag nær höfuðborgarsvæðið á milli þessara tveggja gömlu kaupstaða og þær raddir verða sífellt háværari að sameina beri þau sveitarfélög sem mynda höfuðborgarsvæðið. Um þetta hraðvaxtarskeið höfuðborgarsvæðisins gilda sömu lögmál og önnur slík. Kappið, sem er tvenns konar, vill verða meira en forsjáin. Annars vegar hefur verið kapp milli sveitarfélaga um fólk og fyrirtæki. Hins vegar hefur kappið birst í einskærri framkvæmdagleði sem nær sér reglulega á flug milli þess sem byggingariðnaðurinn hrynur. Þetta hefur haldist í hendur því þegar hamarshöggin byrja að dynja í einu sveitarfélaginu hefur það næsta kynt undir sínum mönnum og svo koll af kolli. Niðurstaðan af þessu kappi blasir við okkur; höfuðborgarsvæðið er samfelld en þó sundurlaus byggð sem dreifir sér yfir allt of stórt svæði. Það hefur verið rólegt í skipulagsmálum undanfarin tvö ár. Ýmis teikn eru nú á lofti um að brátt fari boltinn að rúlla á ný þó snúningarnir verði ekki eins hraðir og fyrir hrun. Þá vaknar sú spurning; höfum við eitthvað lært, mun okkur takast betur við að skipuleggja höfuðborgarsvæðið í framtíðinni? Svarið við þeirri spurningu gæti verið já, það gerist þó ekki sjálfkrafa. Áherslan verður að færast frá magni yfir í gæði ef næsta vaxtarskeið á að vera með öðrum hætti en það síðasta. Til að svo megi verða þarf að auka skilning á skipulagsmálum. Rannsóknir og athuganir á skipulagsmálum á Íslandi eru sáralitlar en hafa þó aukist upp á síðkastið. Því er ekki síst að þakka að íslenskir háskólar hafa í auknum mæli tekið upp kennslu og rannsóknir á sviði skipulagsmála. Það gefast því tækifæri til auka skilning þeirra sem koma að skipulagsmálum. Í tilefni alþjóðlega skipulagsdagsins vill Skipulagsfræðingafélag Íslands vekja athygli á afrakstri slíkrar vinnu með hádegisfundi í Þjóðarbókhlöðunni. Þar verður fjallað um þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðasta áratuginn sem er hluti af rannsóknarverkefni í HR. Einnig munu niðurstöður viðhorfskönnunar um helstu skipulagsmistök á höfuðborgarsvæðinu verða kynntar en sú könnun er hluti af meistaraverkefni við LbhÍ. Hvoru tveggja á erindi við alla þá sem láta sig skipulagsmál varða og vilja læra af fortíðinni.
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar