Hvað er líknarmeðferð? 29. október 2011 06:00 Svandís Íris Hálfdánardóttir sérfræðingur í líknarhjúkrun, Landspítala Þegar fólk veikist af lífsógnandi sjúkdómi verða miklar breytingar á daglegu lífi, sem í raun fer úr skorðum. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að fólki sé mætt af virðingu og umhyggju af fagfólki í heilbrigðisþjónustunni og að það finni að brugðist sé við af fagmennsku og öryggi með heildarhagsmuni þess að leiðarljósi. Sjúkdómsmeðferð getur verið flókin og reynir á þann einstakling sem veikur er, sem og fjölskyldu hans. Í sumum tilfellum er lækningu ekki viðkomið en möguleiki er á að halda sjúkdóminum í skefjum um lengri eða skemmri tíma með umfangsmikilli og sérhæfðri meðferð. Líknarmeðferð er veitt þar sem um er að ræða langvinna og/eða lífsógnandi sjúkdóma svo sem krabbamein, ýmsa taugasjúkdóma og hjarta- og lungnasjúkdóma. Líknarmeðferð er yfirleitt í fyrstu veitt samhliða annarri meðferð en eftir því sem sjúkdómsástand versnar eykst vægi líknarmeðferðar. Slík meðferð er því ekki eingöngu veitt við lok lífs þó vægi líknarmeðferðar sé þá mest. Mikil áhersla er á að efla lífsgæði sjúklinga og styðja einstaklinginn og fjölskyldu hans í sjúkdómsferlinu og sorginni. Líknarmeðferð er skilgreind sem þjónusta við lífið og byggir hún á hugmyndafræði sem má rekja til Cicely Saunders (1918-2005), en hún stofnaði fyrsta líknarheimilið í Bretlandi árið 1967. Í líknarmeðferð eins og hún hefur þróast og fram kemur í skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO, 2002) er áherslan á að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra andspænis lífshættulegum sjúkdómi. Hornsteinn góðrar líknarmeðferðar felst í meðferð einkenna þar sem tekið er tillit til margra þátta, svo sem líkamlegra, sálfélagslegra og andlegra þarfa, gildismats, trúarþarfa og menningar. Líknarmeðferð gengur út frá þverfaglegri nálgun og áhersla er lögð á heildræna sýn á manneskjuna. Líknarmeðferð er hluti af þeirri meðferð sem veitt er sjúklingum á mörgum deildum Landspítala en þörf er þó fyrir sérhæfðar einingar sem starfa eftir hugmyndafræði líknarmeðferðar. Sérhæfð líknarmeðferð er einkum veitt á líknardeildum Landspítala, í Kópavogi og á Landakoti, hjá Heimahlynningu Landspítala sem og líknarráðgjafateymi Landspítala, Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu í Reykjavík, Heimahlynningu á Akureyri og heimahjúkrun á Suðurnesjum. Á þessum stöðum hefur verið byggð upp fagleg þekking og áratuga reynsla með áherslu á ólík þjónustustig til að mæta sem best ólíkum þörfum sjúklinga. Meginþorri sjúklinga sem fá þjónustu frá sérhæfðum þjónustuaðilum er sjúklingar með dreifðan og langt genginn sjúkdóm. Sjúklingar sem liggja á líknardeild eru þar aðallega vegna flókinna erfiðra einkenna og/eða umönnunar við lok lífs. Nú stendur fyrir dyrum endurskipulagning á líknarþjónustu sem veitt er á Landspítala og þar með líknardeildunum tveimur. Mikilvægt er í þeirri endurskipulagningu að setja í forgang þarfir þeirra sem eru með langvinna og/eða lífsógnandi sjúkdóma og þurfa á líknarmeðferð að halda. Líknarþjónustan þarf að geta áfram sinnt sérhæfðri líknarmeðferð til að mæta sem best þörfum þeirra sem eru með mikil einkenni sjúkdóms og skertar lífslíkur. Líknarmeðferð er ein af grunnstoðum góðrar heilbrigðisþjónustu og mikilvægt er að standa vörð um og styrkja þjónustuna, sem og áframhaldandi þróun og uppbyggingu hennar hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Svandís Íris Hálfdánardóttir sérfræðingur í líknarhjúkrun, Landspítala Þegar fólk veikist af lífsógnandi sjúkdómi verða miklar breytingar á daglegu lífi, sem í raun fer úr skorðum. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að fólki sé mætt af virðingu og umhyggju af fagfólki í heilbrigðisþjónustunni og að það finni að brugðist sé við af fagmennsku og öryggi með heildarhagsmuni þess að leiðarljósi. Sjúkdómsmeðferð getur verið flókin og reynir á þann einstakling sem veikur er, sem og fjölskyldu hans. Í sumum tilfellum er lækningu ekki viðkomið en möguleiki er á að halda sjúkdóminum í skefjum um lengri eða skemmri tíma með umfangsmikilli og sérhæfðri meðferð. Líknarmeðferð er veitt þar sem um er að ræða langvinna og/eða lífsógnandi sjúkdóma svo sem krabbamein, ýmsa taugasjúkdóma og hjarta- og lungnasjúkdóma. Líknarmeðferð er yfirleitt í fyrstu veitt samhliða annarri meðferð en eftir því sem sjúkdómsástand versnar eykst vægi líknarmeðferðar. Slík meðferð er því ekki eingöngu veitt við lok lífs þó vægi líknarmeðferðar sé þá mest. Mikil áhersla er á að efla lífsgæði sjúklinga og styðja einstaklinginn og fjölskyldu hans í sjúkdómsferlinu og sorginni. Líknarmeðferð er skilgreind sem þjónusta við lífið og byggir hún á hugmyndafræði sem má rekja til Cicely Saunders (1918-2005), en hún stofnaði fyrsta líknarheimilið í Bretlandi árið 1967. Í líknarmeðferð eins og hún hefur þróast og fram kemur í skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO, 2002) er áherslan á að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra andspænis lífshættulegum sjúkdómi. Hornsteinn góðrar líknarmeðferðar felst í meðferð einkenna þar sem tekið er tillit til margra þátta, svo sem líkamlegra, sálfélagslegra og andlegra þarfa, gildismats, trúarþarfa og menningar. Líknarmeðferð gengur út frá þverfaglegri nálgun og áhersla er lögð á heildræna sýn á manneskjuna. Líknarmeðferð er hluti af þeirri meðferð sem veitt er sjúklingum á mörgum deildum Landspítala en þörf er þó fyrir sérhæfðar einingar sem starfa eftir hugmyndafræði líknarmeðferðar. Sérhæfð líknarmeðferð er einkum veitt á líknardeildum Landspítala, í Kópavogi og á Landakoti, hjá Heimahlynningu Landspítala sem og líknarráðgjafateymi Landspítala, Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu í Reykjavík, Heimahlynningu á Akureyri og heimahjúkrun á Suðurnesjum. Á þessum stöðum hefur verið byggð upp fagleg þekking og áratuga reynsla með áherslu á ólík þjónustustig til að mæta sem best ólíkum þörfum sjúklinga. Meginþorri sjúklinga sem fá þjónustu frá sérhæfðum þjónustuaðilum er sjúklingar með dreifðan og langt genginn sjúkdóm. Sjúklingar sem liggja á líknardeild eru þar aðallega vegna flókinna erfiðra einkenna og/eða umönnunar við lok lífs. Nú stendur fyrir dyrum endurskipulagning á líknarþjónustu sem veitt er á Landspítala og þar með líknardeildunum tveimur. Mikilvægt er í þeirri endurskipulagningu að setja í forgang þarfir þeirra sem eru með langvinna og/eða lífsógnandi sjúkdóma og þurfa á líknarmeðferð að halda. Líknarþjónustan þarf að geta áfram sinnt sérhæfðri líknarmeðferð til að mæta sem best þörfum þeirra sem eru með mikil einkenni sjúkdóms og skertar lífslíkur. Líknarmeðferð er ein af grunnstoðum góðrar heilbrigðisþjónustu og mikilvægt er að standa vörð um og styrkja þjónustuna, sem og áframhaldandi þróun og uppbyggingu hennar hér á landi.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun