Nýjung á Alþingi í dag - Útbýting þingskjala á vefnum Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar 28. október 2011 06:00 Í kjölfar nýrra þingskapa verða margar nýjungar í störfum Alþingis á þessum vetri. Í dag, föstudag, verður í fyrsta sinn útbýtt þingskjölum á vef þingsins á milli þingfunda. Þetta var samþykkt með breytingum á þingsköpum í júní. Telst útbýting þingskjala á vef þingsins jafngilda útbýtingu á þingfundi. Hingað til hefur skjölum aðeins verið útbýtt á þingfundi. Breytingarnar munu hafa í för með sér mikla vinnuhagræðingu. Forseti Alþingis hefur í samræmi við ný þingsköp sett reglur um útbýtingu þingskjala á vef þingsins og í dag verður þingskjölum útbýtt þannig í fyrsta sinn. Í upphafi næsta fundar Alþingis mun forseti síðan lesa upp hvaða þingskjölum hefur verið útbýtt á vefnum og einnig hvaða þingskjölum verður útbýtt á þeim þingfundi sem þá hefst, eins og venja er. Meginreglan verður áfram að þingskjölum er útbýtt á þingfundi með tilkynningu forseta, en með nýju reglunum má einnig útbýta þingskjölum á vef fram til kl. 8 síðdegis. Útbýting þingskjala á vefnum hefur sama sess og þeim hefði verið útbýtt á þingfundi, m.a. varðandi fresti fyrir upphaf umræðu, en samkvæmt þingsköpum þurfa þingskjöl að hafa verið aðgengileg í tvo daga áður en hægt er að taka þau til umræðu. Sérstakir útbýtingarfundir heyra nú sögunni til. Þingmönnum verður tilkynnt ýmist með tölvupósti eða sms-skilaboðum, eftir því sem þeir óska, þegar ný þingskjöl hafa verið birt á vef Alþingis. Breytingarnar hafa það einnig í för með sér að þingmenn hafa betri og skjótari aðgang að svörum við fyrirspurnum og skýrslum sem Alþingi hefur samþykkt að biðja um. Áður voru svör við fyrirspurnum og skýrslur ekki aðgengileg fyrr en að loknum þinghléum, en verða nú birt á vefnum jafnóðum og þau berast Alþingi. Þótt þessi breyting, ein og sér, sé engin bylting í störfum Alþingis er hún gott dæmi um að Alþingi tileinkar sér tækninýjungar, og hefur raunar verið framarlega á því sviði undanfarin ár. Störfin á Alþingi eru í stöðugri framþróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í kjölfar nýrra þingskapa verða margar nýjungar í störfum Alþingis á þessum vetri. Í dag, föstudag, verður í fyrsta sinn útbýtt þingskjölum á vef þingsins á milli þingfunda. Þetta var samþykkt með breytingum á þingsköpum í júní. Telst útbýting þingskjala á vef þingsins jafngilda útbýtingu á þingfundi. Hingað til hefur skjölum aðeins verið útbýtt á þingfundi. Breytingarnar munu hafa í för með sér mikla vinnuhagræðingu. Forseti Alþingis hefur í samræmi við ný þingsköp sett reglur um útbýtingu þingskjala á vef þingsins og í dag verður þingskjölum útbýtt þannig í fyrsta sinn. Í upphafi næsta fundar Alþingis mun forseti síðan lesa upp hvaða þingskjölum hefur verið útbýtt á vefnum og einnig hvaða þingskjölum verður útbýtt á þeim þingfundi sem þá hefst, eins og venja er. Meginreglan verður áfram að þingskjölum er útbýtt á þingfundi með tilkynningu forseta, en með nýju reglunum má einnig útbýta þingskjölum á vef fram til kl. 8 síðdegis. Útbýting þingskjala á vefnum hefur sama sess og þeim hefði verið útbýtt á þingfundi, m.a. varðandi fresti fyrir upphaf umræðu, en samkvæmt þingsköpum þurfa þingskjöl að hafa verið aðgengileg í tvo daga áður en hægt er að taka þau til umræðu. Sérstakir útbýtingarfundir heyra nú sögunni til. Þingmönnum verður tilkynnt ýmist með tölvupósti eða sms-skilaboðum, eftir því sem þeir óska, þegar ný þingskjöl hafa verið birt á vef Alþingis. Breytingarnar hafa það einnig í för með sér að þingmenn hafa betri og skjótari aðgang að svörum við fyrirspurnum og skýrslum sem Alþingi hefur samþykkt að biðja um. Áður voru svör við fyrirspurnum og skýrslur ekki aðgengileg fyrr en að loknum þinghléum, en verða nú birt á vefnum jafnóðum og þau berast Alþingi. Þótt þessi breyting, ein og sér, sé engin bylting í störfum Alþingis er hún gott dæmi um að Alþingi tileinkar sér tækninýjungar, og hefur raunar verið framarlega á því sviði undanfarin ár. Störfin á Alþingi eru í stöðugri framþróun.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun