Nýjung á Alþingi í dag - Útbýting þingskjala á vefnum Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar 28. október 2011 06:00 Í kjölfar nýrra þingskapa verða margar nýjungar í störfum Alþingis á þessum vetri. Í dag, föstudag, verður í fyrsta sinn útbýtt þingskjölum á vef þingsins á milli þingfunda. Þetta var samþykkt með breytingum á þingsköpum í júní. Telst útbýting þingskjala á vef þingsins jafngilda útbýtingu á þingfundi. Hingað til hefur skjölum aðeins verið útbýtt á þingfundi. Breytingarnar munu hafa í för með sér mikla vinnuhagræðingu. Forseti Alþingis hefur í samræmi við ný þingsköp sett reglur um útbýtingu þingskjala á vef þingsins og í dag verður þingskjölum útbýtt þannig í fyrsta sinn. Í upphafi næsta fundar Alþingis mun forseti síðan lesa upp hvaða þingskjölum hefur verið útbýtt á vefnum og einnig hvaða þingskjölum verður útbýtt á þeim þingfundi sem þá hefst, eins og venja er. Meginreglan verður áfram að þingskjölum er útbýtt á þingfundi með tilkynningu forseta, en með nýju reglunum má einnig útbýta þingskjölum á vef fram til kl. 8 síðdegis. Útbýting þingskjala á vefnum hefur sama sess og þeim hefði verið útbýtt á þingfundi, m.a. varðandi fresti fyrir upphaf umræðu, en samkvæmt þingsköpum þurfa þingskjöl að hafa verið aðgengileg í tvo daga áður en hægt er að taka þau til umræðu. Sérstakir útbýtingarfundir heyra nú sögunni til. Þingmönnum verður tilkynnt ýmist með tölvupósti eða sms-skilaboðum, eftir því sem þeir óska, þegar ný þingskjöl hafa verið birt á vef Alþingis. Breytingarnar hafa það einnig í för með sér að þingmenn hafa betri og skjótari aðgang að svörum við fyrirspurnum og skýrslum sem Alþingi hefur samþykkt að biðja um. Áður voru svör við fyrirspurnum og skýrslur ekki aðgengileg fyrr en að loknum þinghléum, en verða nú birt á vefnum jafnóðum og þau berast Alþingi. Þótt þessi breyting, ein og sér, sé engin bylting í störfum Alþingis er hún gott dæmi um að Alþingi tileinkar sér tækninýjungar, og hefur raunar verið framarlega á því sviði undanfarin ár. Störfin á Alþingi eru í stöðugri framþróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Sjá meira
Í kjölfar nýrra þingskapa verða margar nýjungar í störfum Alþingis á þessum vetri. Í dag, föstudag, verður í fyrsta sinn útbýtt þingskjölum á vef þingsins á milli þingfunda. Þetta var samþykkt með breytingum á þingsköpum í júní. Telst útbýting þingskjala á vef þingsins jafngilda útbýtingu á þingfundi. Hingað til hefur skjölum aðeins verið útbýtt á þingfundi. Breytingarnar munu hafa í för með sér mikla vinnuhagræðingu. Forseti Alþingis hefur í samræmi við ný þingsköp sett reglur um útbýtingu þingskjala á vef þingsins og í dag verður þingskjölum útbýtt þannig í fyrsta sinn. Í upphafi næsta fundar Alþingis mun forseti síðan lesa upp hvaða þingskjölum hefur verið útbýtt á vefnum og einnig hvaða þingskjölum verður útbýtt á þeim þingfundi sem þá hefst, eins og venja er. Meginreglan verður áfram að þingskjölum er útbýtt á þingfundi með tilkynningu forseta, en með nýju reglunum má einnig útbýta þingskjölum á vef fram til kl. 8 síðdegis. Útbýting þingskjala á vefnum hefur sama sess og þeim hefði verið útbýtt á þingfundi, m.a. varðandi fresti fyrir upphaf umræðu, en samkvæmt þingsköpum þurfa þingskjöl að hafa verið aðgengileg í tvo daga áður en hægt er að taka þau til umræðu. Sérstakir útbýtingarfundir heyra nú sögunni til. Þingmönnum verður tilkynnt ýmist með tölvupósti eða sms-skilaboðum, eftir því sem þeir óska, þegar ný þingskjöl hafa verið birt á vef Alþingis. Breytingarnar hafa það einnig í för með sér að þingmenn hafa betri og skjótari aðgang að svörum við fyrirspurnum og skýrslum sem Alþingi hefur samþykkt að biðja um. Áður voru svör við fyrirspurnum og skýrslur ekki aðgengileg fyrr en að loknum þinghléum, en verða nú birt á vefnum jafnóðum og þau berast Alþingi. Þótt þessi breyting, ein og sér, sé engin bylting í störfum Alþingis er hún gott dæmi um að Alþingi tileinkar sér tækninýjungar, og hefur raunar verið framarlega á því sviði undanfarin ár. Störfin á Alþingi eru í stöðugri framþróun.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun