Töfrar í tónlistarhúsi Kjartan Ólafsson skrifar 25. október 2011 06:00 Hátíðin Norrænir músíkdagar var stofnsett árið 1888 og er því er ein elsta tónlistarhátíð heims á sínu sviði. Hátíðin var að þessu sinni haldin í einu nýjasta tónlistarhúsi Evrópu – Hörpunni í Reykjavík – en skipuleggjandi var Tónskáldafélag Íslands. Orðspor Hörpunnar hefur nú þegar borist víða um heim og af því tilefni lagði fjöldi erlendra gesta leið sína til Íslands til að hlýða á framsækna nútímatónlist í tónlistarhúsinu nýja. Að auki kom fjöldi fulltrúa erlendra fjölmiðla til landsins til að kynna sér nýja norræna tónlist „í einu besta tónlistarhúsi heims" – eins og einn hinna erlendu gesta orðaði það. Þeir voru allir sem einn stórhrifnir af hljómburði og töfrum hússins og áttu stundum erfitt með að útskýra fyrir sjálfum sér hvers vegna slíkt hús væri ekki til í þeirra heimalandi, þrátt fyrir að allar forsendur væru þar fyrir hendi. Aðsókn að Norrænum músíkdögum á Íslandi náði nýjum hæðum – þúsundir gesta hlustuðu agndofa þegar fjölbreytt nútímatónlistin hljómaði í sérhönnuðum sölum Hörpunnar í flutningi fremstu tónlistarmanna landsins. Tónlistarhúsið Harpa er án efa eitt besta heppnaða tónlistarhús heims í dag. Salirnir fjórir, hver með sinni sérstöðu, skiluðu tónlistinni á besta veg og þannig náði hin margbreytilega samsetning nútímatónlistarinnar að njóta sín í smæstu atriðum – nokkuð sem aldrei hefur áður gerst á Íslandi. Á upphafstónleikum Norrænna músíkdaga 2011 lék Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg verk eftir norræn tónskáld af yngri kynslóðinni. Stílbrigði tónverkanna náðu fullkomlega að njóta sín í salnum og var upplifun áheyrenda eftir því. Ljóst var að Harpan náði að njóta sín til hins ítrasta í fjölbreyttri efnisskrá hátíðarinnar. Hvert smáatriði í hönnun hússins skilaði sér í enn meiri hljómgæðum. Tónlist sem nær að hljóma í góðum tónlistarsölum lifir ekki aðeins í augnablikinu heldur nær að hljóma áfram inn í framtíðina – í hugum áheyrenda. Tónlistarhúsið Harpa er hannað þannig að allar tegundir tónlistar frá öllum tímum tónlistarsögunnar eiga að geta fengið að njóta sín. Lífæð hússins eru listamennirnir sem þar starfa hverju sinni en ekki síður starfsfólk hússins sem á örskömmum tíma hefur náð færni í skipulagningu og framkvæmd ólíkra tónleikaforma eins og finna má á þéttskipaðri tónlistarhátíð sem þessari. Flóknar skiptingar milli tónleika voru frábærlega leystar af hendi og með ósérhlífni, kurteisi og mikilli fagmennsku stuðluðu þau að því að tónlistin náði að njóta sín með mun betri hætti en nokkru sinni hefur þekkst hér á landi. Harpa er þegar orðin einn helsti sendiherra íslenskrar tónlistar á erlendum vettvangi. Jákvætt orðspor hússins hefur orðið til þess að nú þegar hafa borist fjölmargar fyrirspurnir erlendis frá um næstu tónlistarhátíð nútímatónlistar hér á landi, Myrka músíkdaga, sem fara mun fram þar í húsi í lok janúar á næsta ári. Það er von okkar að tónlistarhúsið Harpa verði áfram lifandi umgjörð um fjölbreytt tónlistarlíf samtímans, öllu íslensku tónlistarfólki verði gert kleift að starfa þar að sinni listsköpun og að tónlistin fái þannig að lifa þar og hljóma – inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Hátíðin Norrænir músíkdagar var stofnsett árið 1888 og er því er ein elsta tónlistarhátíð heims á sínu sviði. Hátíðin var að þessu sinni haldin í einu nýjasta tónlistarhúsi Evrópu – Hörpunni í Reykjavík – en skipuleggjandi var Tónskáldafélag Íslands. Orðspor Hörpunnar hefur nú þegar borist víða um heim og af því tilefni lagði fjöldi erlendra gesta leið sína til Íslands til að hlýða á framsækna nútímatónlist í tónlistarhúsinu nýja. Að auki kom fjöldi fulltrúa erlendra fjölmiðla til landsins til að kynna sér nýja norræna tónlist „í einu besta tónlistarhúsi heims" – eins og einn hinna erlendu gesta orðaði það. Þeir voru allir sem einn stórhrifnir af hljómburði og töfrum hússins og áttu stundum erfitt með að útskýra fyrir sjálfum sér hvers vegna slíkt hús væri ekki til í þeirra heimalandi, þrátt fyrir að allar forsendur væru þar fyrir hendi. Aðsókn að Norrænum músíkdögum á Íslandi náði nýjum hæðum – þúsundir gesta hlustuðu agndofa þegar fjölbreytt nútímatónlistin hljómaði í sérhönnuðum sölum Hörpunnar í flutningi fremstu tónlistarmanna landsins. Tónlistarhúsið Harpa er án efa eitt besta heppnaða tónlistarhús heims í dag. Salirnir fjórir, hver með sinni sérstöðu, skiluðu tónlistinni á besta veg og þannig náði hin margbreytilega samsetning nútímatónlistarinnar að njóta sín í smæstu atriðum – nokkuð sem aldrei hefur áður gerst á Íslandi. Á upphafstónleikum Norrænna músíkdaga 2011 lék Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg verk eftir norræn tónskáld af yngri kynslóðinni. Stílbrigði tónverkanna náðu fullkomlega að njóta sín í salnum og var upplifun áheyrenda eftir því. Ljóst var að Harpan náði að njóta sín til hins ítrasta í fjölbreyttri efnisskrá hátíðarinnar. Hvert smáatriði í hönnun hússins skilaði sér í enn meiri hljómgæðum. Tónlist sem nær að hljóma í góðum tónlistarsölum lifir ekki aðeins í augnablikinu heldur nær að hljóma áfram inn í framtíðina – í hugum áheyrenda. Tónlistarhúsið Harpa er hannað þannig að allar tegundir tónlistar frá öllum tímum tónlistarsögunnar eiga að geta fengið að njóta sín. Lífæð hússins eru listamennirnir sem þar starfa hverju sinni en ekki síður starfsfólk hússins sem á örskömmum tíma hefur náð færni í skipulagningu og framkvæmd ólíkra tónleikaforma eins og finna má á þéttskipaðri tónlistarhátíð sem þessari. Flóknar skiptingar milli tónleika voru frábærlega leystar af hendi og með ósérhlífni, kurteisi og mikilli fagmennsku stuðluðu þau að því að tónlistin náði að njóta sín með mun betri hætti en nokkru sinni hefur þekkst hér á landi. Harpa er þegar orðin einn helsti sendiherra íslenskrar tónlistar á erlendum vettvangi. Jákvætt orðspor hússins hefur orðið til þess að nú þegar hafa borist fjölmargar fyrirspurnir erlendis frá um næstu tónlistarhátíð nútímatónlistar hér á landi, Myrka músíkdaga, sem fara mun fram þar í húsi í lok janúar á næsta ári. Það er von okkar að tónlistarhúsið Harpa verði áfram lifandi umgjörð um fjölbreytt tónlistarlíf samtímans, öllu íslensku tónlistarfólki verði gert kleift að starfa þar að sinni listsköpun og að tónlistin fái þannig að lifa þar og hljóma – inn í framtíðina.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun