Forsendur meirihluta sveitarstjórnar Voga út úr korti 13. október 2011 06:00 Núverandi meirihluti sveitarstjórnar Voga hefur byggt afstöðu sína um að háspennulínur þær sem Landsnet hyggst reisa skuli leggja í jörð að stórum hluta á greinargerð Almennu verkfræðistofunnar (AV) sem gerð var í mars 2008, eins og meðal annars kemur fram í frétt RÚV í kvöldfréttum sjónvarps, 11. október sl. Landsnet mótmælti strax á þeim tíma forsendum sem lagðar voru til grundvallar landverði í skýrslu AV og hvernig það var nýtt með margföldunaráhrifum til að lækka kostnaðarmun á milli háspennulína í lofti annars vegar og hins vegar háspenntra jarðstrengja. Hinn 17. október 2008 gerði sveitarfélagið Vogar tímamótasamkomulag við Landsnet um skipulagsmál er vörðuðu háspennulínur Landsnets í sveitarfélaginu. Við gerð þess samkomulags voru aðilar sammála um að ekki kæmi til greina að leggja til grundvallar þær forsendur sem AV gaf sér í sinni greinargerð. Greinargerð AV var gerð á þeim tíma þegar verðbóla fasteigna á suðvesturhorni landsins var í hámarki og hefur hún ekki verið endurskoðuð eftir efnahagslegt hrun í október 2008 sem hafði afgerandi áhrif á fasteignaverð til lækkunar. Þegar af þessari ástæðu er greinargerðin marklaus þegar kemur að samanburði á kostnaði framkvæmda við háspennulínur eða jarðstrengi. Hitt er þó alvarlegra að sú aðferðafræði sem byggt er á í greinargerðinni stenst ekki skoðun og hefur aldrei gert. Í greinargerð AV er farið yfir nokkrar forsendur Landsnets um fyrirhugaðar háspennulínur í landi Voga. Fram kemur að talið sé að stofnkostnaður jarðstrengja sé almennt verulega meiri en loftlína, eða um 2- til 9-falt meiri miðað við sömu rekstarspennu á bilinu 145-400 kV. Í niðurlagi greinargerðarinnar kemur fram að kostnaðarsamanburður AV á jarðstreng og loftlínu sé í stórum dráttum svipaður og fram kemur hjá Landsneti, að öðru leyti en því að landverð sé ekki tekið með í reikninginn hjá Landsneti. Þetta er ósönn fullyrðing og var leiðréttingu þegar komið á framfæri við AV vorið 2008. Við undirbúning framkvæmda sinna leggur Landsnet ríka áherslu á að meta aðstæður allar, þ.m.t. það verð sem áætla má að sé markaðsverð á framkvæmdasvæðinu. Hér er farið eftir hefðbundnum eignarréttarreglum en um framkvæmdir Landsnets hafa skapast fordæmi með úrskurðum matsnefndar eignarnámsbóta og dómum Hæstaréttar um afmörkun áhrifa af framkvæmdunum og bætur til landeigenda. Á síðastliðnum árum hefur Landsnet lokið við framkvæmdir við Sultartangalínu 3 (sem er 125 km að lengd) og Fljótsdalslínur 3 og 4 (sem eru hvor um sig 52 km að lengd), sem vörðuðu samtals meira en 50 jarðir og rúmlega 10 sveitarfélög. Lauk öllum málum nema þremur með samningum við landeigendur en af þeim þremur sem lauk með úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta var einu skotið til Hæstaréttar, þar sem dómur féll Landsneti í vil. Nær hefði verið að AV hefði stuðst við þessa aðferðafræði við ákvörðun á landverði. Í stað þess að miða við sambærilegar forsendur um landverð í sveitarfélaginu Vogum og Landsnet gerir ráð fyrir í sínum áætlunum er í forsendum AV landverð miðað við 500 kr./fm sem upphafsverð (á árinu 2009) eða 5 m. kr. fyrir hvern hektara lands. Í forsendunum er einnig gert ráð að landverð u.þ.b. tólffaldist á 40 árum, m.a. er gert ráð fyrir 30% hækkun landverðs fyrsta árið og svo fer hlutfallið lækkandi þannig að verðhækkunin er mjög brött í upphafi, eða sem svarar 150% hækkun landverðs á fimm árum. Að gefnum þessum forsendum og fleirum er fundið út að núvirtur heildarkostnaður af loftlínu (verðlag 2008) sé rúmlega 174 m. kr. samanborið við tæplega 247 m. kr. fyrir 1 km af jarðstreng. Þannig er fundið út að kostnaðarhlutfallið sé 1,4 í stað 5-7 sinnum meiri eins og Landsnet hefur bent á. Hvergi hefur hins vegar komið fram að í skýrslu AV er gerður sá fyrirvari að tölur um landverð byggi ekki á raunverulegu mati og undirstrikuð er mikil óvissa varðandi þróun þess til lengri tíma. Niðurstaða AV felur ekki í sér annað sjónarmið í raun en að hlutfall kostnaðar milli framkvæmda við háspennulínu og jarðstreng minnkar eftir því sem landverð er hærra. Það þarf þó að vera mjög hátt ef kostnaðarmunur nemur aðeins 1,4 og auðvelt er að misskilja málið. Þannig fellur fréttastofa RÚV í þá gildru í framangreindri frétt sinni að taka framkvæmdakostnað við Suðvesturlínuverkefnið, 27 milljarða króna, og margfalda þá tölu með stuðlinum 1,4 og þá fást 38 milljarðar króna. Þetta er hins vegar ekki rétt. Háspennulínur eru einungis hluti heildarkostnaðar verkefnisins, og aðeins sá þáttur er til umræðu hér. Ef áætlanir Landsnets myndu ganga eftir yrði kostnaðurinn um 27 milljarðar, ef Landsnet legði hins vegar línurnar í jörðu yrði þessi kostnaður um 73 milljarðar, en ef tekið væri mið af mati AV á landverði myndi verkefnið eins og Landsnet setur það upp með loftlínum kosta um 55 milljarða. Miðað við grunnforsendur AV um verðmæti lands á línuleiðinni væri heildarverðmæti 126 ha. jarðar í Vogum alls rúmlega 630 m. króna. Á tímabilinu 2009-2013 eykst verðmæti jarðarinnar miðað við forsendur AV um alls tæpar 756 m. króna og verður verðmæti hennar eftir tvö ár því alls rúmlega 1,3 milljarðar króna. Þess má geta að jörð þessi hefur nú verið auglýst til sölu í tæpt ár án þess að seljast. Ásett verð er 45 milljónir króna. Þá hefur Orkuveita Reykjavíkur nýverið selt jarðirnar Hvamm og Hvammsvík í Hvalfirði á 155 m. kr. Um 600 ha. lands er að ræða með góðum húsakosti en án jarðhitaréttinda og er söluverð um 260.000 kr. per ha. Landsnet býður landeigendum í sveitarfélaginu Vogum hærra verð fyrir landsréttindi vegna háspennulínunnar og hefur þegar náð samkomulagi við bæði sveitarfélag og einstaklinga á svæðinu. Það verð er þó mjög langt frá 5 m. kr. á hektara. Lokaniðurstaðan er þessi: Landsnet mun ekki taka ákvörðun um að leggja línurnar í jörðu nema Alþingi móti slíka stefnu. Lengri útgáfu þessarar greinar má lesa á landsnet.is og sudvesturlinur.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Núverandi meirihluti sveitarstjórnar Voga hefur byggt afstöðu sína um að háspennulínur þær sem Landsnet hyggst reisa skuli leggja í jörð að stórum hluta á greinargerð Almennu verkfræðistofunnar (AV) sem gerð var í mars 2008, eins og meðal annars kemur fram í frétt RÚV í kvöldfréttum sjónvarps, 11. október sl. Landsnet mótmælti strax á þeim tíma forsendum sem lagðar voru til grundvallar landverði í skýrslu AV og hvernig það var nýtt með margföldunaráhrifum til að lækka kostnaðarmun á milli háspennulína í lofti annars vegar og hins vegar háspenntra jarðstrengja. Hinn 17. október 2008 gerði sveitarfélagið Vogar tímamótasamkomulag við Landsnet um skipulagsmál er vörðuðu háspennulínur Landsnets í sveitarfélaginu. Við gerð þess samkomulags voru aðilar sammála um að ekki kæmi til greina að leggja til grundvallar þær forsendur sem AV gaf sér í sinni greinargerð. Greinargerð AV var gerð á þeim tíma þegar verðbóla fasteigna á suðvesturhorni landsins var í hámarki og hefur hún ekki verið endurskoðuð eftir efnahagslegt hrun í október 2008 sem hafði afgerandi áhrif á fasteignaverð til lækkunar. Þegar af þessari ástæðu er greinargerðin marklaus þegar kemur að samanburði á kostnaði framkvæmda við háspennulínur eða jarðstrengi. Hitt er þó alvarlegra að sú aðferðafræði sem byggt er á í greinargerðinni stenst ekki skoðun og hefur aldrei gert. Í greinargerð AV er farið yfir nokkrar forsendur Landsnets um fyrirhugaðar háspennulínur í landi Voga. Fram kemur að talið sé að stofnkostnaður jarðstrengja sé almennt verulega meiri en loftlína, eða um 2- til 9-falt meiri miðað við sömu rekstarspennu á bilinu 145-400 kV. Í niðurlagi greinargerðarinnar kemur fram að kostnaðarsamanburður AV á jarðstreng og loftlínu sé í stórum dráttum svipaður og fram kemur hjá Landsneti, að öðru leyti en því að landverð sé ekki tekið með í reikninginn hjá Landsneti. Þetta er ósönn fullyrðing og var leiðréttingu þegar komið á framfæri við AV vorið 2008. Við undirbúning framkvæmda sinna leggur Landsnet ríka áherslu á að meta aðstæður allar, þ.m.t. það verð sem áætla má að sé markaðsverð á framkvæmdasvæðinu. Hér er farið eftir hefðbundnum eignarréttarreglum en um framkvæmdir Landsnets hafa skapast fordæmi með úrskurðum matsnefndar eignarnámsbóta og dómum Hæstaréttar um afmörkun áhrifa af framkvæmdunum og bætur til landeigenda. Á síðastliðnum árum hefur Landsnet lokið við framkvæmdir við Sultartangalínu 3 (sem er 125 km að lengd) og Fljótsdalslínur 3 og 4 (sem eru hvor um sig 52 km að lengd), sem vörðuðu samtals meira en 50 jarðir og rúmlega 10 sveitarfélög. Lauk öllum málum nema þremur með samningum við landeigendur en af þeim þremur sem lauk með úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta var einu skotið til Hæstaréttar, þar sem dómur féll Landsneti í vil. Nær hefði verið að AV hefði stuðst við þessa aðferðafræði við ákvörðun á landverði. Í stað þess að miða við sambærilegar forsendur um landverð í sveitarfélaginu Vogum og Landsnet gerir ráð fyrir í sínum áætlunum er í forsendum AV landverð miðað við 500 kr./fm sem upphafsverð (á árinu 2009) eða 5 m. kr. fyrir hvern hektara lands. Í forsendunum er einnig gert ráð að landverð u.þ.b. tólffaldist á 40 árum, m.a. er gert ráð fyrir 30% hækkun landverðs fyrsta árið og svo fer hlutfallið lækkandi þannig að verðhækkunin er mjög brött í upphafi, eða sem svarar 150% hækkun landverðs á fimm árum. Að gefnum þessum forsendum og fleirum er fundið út að núvirtur heildarkostnaður af loftlínu (verðlag 2008) sé rúmlega 174 m. kr. samanborið við tæplega 247 m. kr. fyrir 1 km af jarðstreng. Þannig er fundið út að kostnaðarhlutfallið sé 1,4 í stað 5-7 sinnum meiri eins og Landsnet hefur bent á. Hvergi hefur hins vegar komið fram að í skýrslu AV er gerður sá fyrirvari að tölur um landverð byggi ekki á raunverulegu mati og undirstrikuð er mikil óvissa varðandi þróun þess til lengri tíma. Niðurstaða AV felur ekki í sér annað sjónarmið í raun en að hlutfall kostnaðar milli framkvæmda við háspennulínu og jarðstreng minnkar eftir því sem landverð er hærra. Það þarf þó að vera mjög hátt ef kostnaðarmunur nemur aðeins 1,4 og auðvelt er að misskilja málið. Þannig fellur fréttastofa RÚV í þá gildru í framangreindri frétt sinni að taka framkvæmdakostnað við Suðvesturlínuverkefnið, 27 milljarða króna, og margfalda þá tölu með stuðlinum 1,4 og þá fást 38 milljarðar króna. Þetta er hins vegar ekki rétt. Háspennulínur eru einungis hluti heildarkostnaðar verkefnisins, og aðeins sá þáttur er til umræðu hér. Ef áætlanir Landsnets myndu ganga eftir yrði kostnaðurinn um 27 milljarðar, ef Landsnet legði hins vegar línurnar í jörðu yrði þessi kostnaður um 73 milljarðar, en ef tekið væri mið af mati AV á landverði myndi verkefnið eins og Landsnet setur það upp með loftlínum kosta um 55 milljarða. Miðað við grunnforsendur AV um verðmæti lands á línuleiðinni væri heildarverðmæti 126 ha. jarðar í Vogum alls rúmlega 630 m. króna. Á tímabilinu 2009-2013 eykst verðmæti jarðarinnar miðað við forsendur AV um alls tæpar 756 m. króna og verður verðmæti hennar eftir tvö ár því alls rúmlega 1,3 milljarðar króna. Þess má geta að jörð þessi hefur nú verið auglýst til sölu í tæpt ár án þess að seljast. Ásett verð er 45 milljónir króna. Þá hefur Orkuveita Reykjavíkur nýverið selt jarðirnar Hvamm og Hvammsvík í Hvalfirði á 155 m. kr. Um 600 ha. lands er að ræða með góðum húsakosti en án jarðhitaréttinda og er söluverð um 260.000 kr. per ha. Landsnet býður landeigendum í sveitarfélaginu Vogum hærra verð fyrir landsréttindi vegna háspennulínunnar og hefur þegar náð samkomulagi við bæði sveitarfélag og einstaklinga á svæðinu. Það verð er þó mjög langt frá 5 m. kr. á hektara. Lokaniðurstaðan er þessi: Landsnet mun ekki taka ákvörðun um að leggja línurnar í jörðu nema Alþingi móti slíka stefnu. Lengri útgáfu þessarar greinar má lesa á landsnet.is og sudvesturlinur.is.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun