Willum Þór ætlar að koma Leikni upp í efstu deild Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. október 2011 07:00 Willum Þór Þórsson. Mynd/Anton „Ég heillaðist af því sem menn höfðu fram að færa og þeim metnaði sem ríkir hérna. Þess vegna samdi ég við Leikni,“ sagði Willum Þór Þórsson, sem í gær skrifaði undir tveggja ára samning við 1. deildarlið Leiknis. Koma Willums í Breiðholtið vekur óneitanlega athygli enda er hann einn sigursælasti þjálfari landsins. Willum hefur verið að keppa um og vinna Íslandsmeistaratitla og var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastarfið áður en KSÍ hóf viðræður við Lars Lagerbäck. Nú er hann kominn aftur í grunninn að byggja upp lið, sem hann hefur gert áður með aðdáunarverðum árangri. „Þetta er spennandi verkefni. Starfið hefur verið gott hjá félaginu og mannvirkin hér eru til vitnis um að hér hafi menn byggt upp félag af þrautseigju og dugnaði. Menn hér eru metnaðarfullir og hafa stóra drauma,“ sagði Willum, en hann segir að stefnan sé eðlilega að koma félaginu í deild þeirra bestu á Íslandi. „Það eru bara tvö spennandi sæti í þessari deild og það eru efstu sætin. Það kemur sá dagur að Leiknir verður úrvalsdeildarlið ef menn halda þessari þolinmæði og þrautseigju áfram. Það er gaman að stíga hér inn og taka þátt í þessu verkefni. Auðvitað viljum við komast upp strax næsta sumar en hvort það er raunhæft á eftir að koma í ljós,“ sagði Willum en var hann með einhver önnur járn í eldinum? „Það komu skilaboð og þreifingar víða að en þegar ég fór að ræða við Leikni hafði það forgang. Það fór síðan á þennan veg og ég er virkilega ánægður með það.“ Þjálfarinn sigursæli viðurkennir að hann eigi örugglega aðeins eftir að sakna látanna úr efstu deild, sem fær þess utan talsvert meiri athygli en 1. deildin. „Vissulega er úrvalsdeildin stærri og meiri spenna. Ytri kröfur eru meiri, sem og athyglin. Kannski á ég eftir að sakna þess. Á móti eru kostir hér. Vinnan er samt alltaf sú sama. Ég er metnaðarfullur þjálfari með sterka fagvitund. Ég hef ástríðu fyrir starfinu og fótboltanum. Meðan svo er vil ég vinna með góðu fólki. Þetta er það verkefni sem mér stóð til boða. Þeir sem vildu fá mig sóttu það fast og mér líkaði hugarfar þeirra.“ Leiknir rétt náði að bjarga sér frá falli á síðustu leiktíð og því má telja líklegt að Willum þurfi að styrkja hópinn umtalsvert ef hann ætlar að koma liðinu upp í úrvalsdeild. Eru til peningar í slíkt í Breiðholtinu? „Miðað við núverandi mannskap er kannski bratt að ætla sér upp á næsta ári. Ég mun samt vinna þannig. Það er ekki rétt að fullyrða um stöðu fjárhagsins. Ég hef ekki kafað í reikninga félagsins. Það er samt ljóst að við þurfum einhverja styrkingu ef við ætlum að eiga raunhæfan möguleika á að fara upp. Hópurinn er samt góður og það voru ótrúlegar sveiflur á milli ára hjá Leikni.“ Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
„Ég heillaðist af því sem menn höfðu fram að færa og þeim metnaði sem ríkir hérna. Þess vegna samdi ég við Leikni,“ sagði Willum Þór Þórsson, sem í gær skrifaði undir tveggja ára samning við 1. deildarlið Leiknis. Koma Willums í Breiðholtið vekur óneitanlega athygli enda er hann einn sigursælasti þjálfari landsins. Willum hefur verið að keppa um og vinna Íslandsmeistaratitla og var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastarfið áður en KSÍ hóf viðræður við Lars Lagerbäck. Nú er hann kominn aftur í grunninn að byggja upp lið, sem hann hefur gert áður með aðdáunarverðum árangri. „Þetta er spennandi verkefni. Starfið hefur verið gott hjá félaginu og mannvirkin hér eru til vitnis um að hér hafi menn byggt upp félag af þrautseigju og dugnaði. Menn hér eru metnaðarfullir og hafa stóra drauma,“ sagði Willum, en hann segir að stefnan sé eðlilega að koma félaginu í deild þeirra bestu á Íslandi. „Það eru bara tvö spennandi sæti í þessari deild og það eru efstu sætin. Það kemur sá dagur að Leiknir verður úrvalsdeildarlið ef menn halda þessari þolinmæði og þrautseigju áfram. Það er gaman að stíga hér inn og taka þátt í þessu verkefni. Auðvitað viljum við komast upp strax næsta sumar en hvort það er raunhæft á eftir að koma í ljós,“ sagði Willum en var hann með einhver önnur járn í eldinum? „Það komu skilaboð og þreifingar víða að en þegar ég fór að ræða við Leikni hafði það forgang. Það fór síðan á þennan veg og ég er virkilega ánægður með það.“ Þjálfarinn sigursæli viðurkennir að hann eigi örugglega aðeins eftir að sakna látanna úr efstu deild, sem fær þess utan talsvert meiri athygli en 1. deildin. „Vissulega er úrvalsdeildin stærri og meiri spenna. Ytri kröfur eru meiri, sem og athyglin. Kannski á ég eftir að sakna þess. Á móti eru kostir hér. Vinnan er samt alltaf sú sama. Ég er metnaðarfullur þjálfari með sterka fagvitund. Ég hef ástríðu fyrir starfinu og fótboltanum. Meðan svo er vil ég vinna með góðu fólki. Þetta er það verkefni sem mér stóð til boða. Þeir sem vildu fá mig sóttu það fast og mér líkaði hugarfar þeirra.“ Leiknir rétt náði að bjarga sér frá falli á síðustu leiktíð og því má telja líklegt að Willum þurfi að styrkja hópinn umtalsvert ef hann ætlar að koma liðinu upp í úrvalsdeild. Eru til peningar í slíkt í Breiðholtinu? „Miðað við núverandi mannskap er kannski bratt að ætla sér upp á næsta ári. Ég mun samt vinna þannig. Það er ekki rétt að fullyrða um stöðu fjárhagsins. Ég hef ekki kafað í reikninga félagsins. Það er samt ljóst að við þurfum einhverja styrkingu ef við ætlum að eiga raunhæfan möguleika á að fara upp. Hópurinn er samt góður og það voru ótrúlegar sveiflur á milli ára hjá Leikni.“
Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira