Betra fiskveiðistjórnunarkerfi til framtíðar Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir skrifar 30. september 2011 06:00 Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis hefur verið með í umsagnarferli frumvarp til laga um stjórn fiskveiða sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mælti fyrir á Alþingi sl. vor. Af umsögnum að dæma eru afar skiptar skoðanir um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunar, fjölmargir umsagnaraðilar lýsa sig sammála þeim markmiðum sem sett eru fram í frumvarpinu en jafnframt kemur fram mikil andstaða við þær grundvallarbreytingar sem lagðar eru til á kerfinu og framsetningu frumvarpsins í heild. Það er því mat formanns og varaformanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis að taka verði frumvarpið til gagngerrar endurskoðunar áður en það verður lagt fram að nýju á 140. löggjafarþingi sem hefst 1. október nk. NýtingarsamningarÓlína Þorvarðardóttir alþingismaðurVið endurgerð frumvarpsins þarf að búa svo um hnúta að gætt verði jafnræðis við gerð og úthlutun nýtingarsamninga og aflaheimilda, ekki síst með skilyrtum, opnum tilboðum. Jafnframt því sé atvinnuréttur sjávarbyggðanna til nýtingar sjávarauðlindarinnar tryggður. Nauðsynlegt er að opna enn frekar á milli nýtingasamninga og leiguhluta ríkisins þannig að kvótalitlar útgerðir geti sótt um nýtingasamninga og handhafar nýtingasamninga geti leigt tímabundnar aflaheimildir úr leigupotti. Tryggja þarf ríkinu rétt til að endurúthluta nýtingarsamningum eða leigja að nýju aflaheimildir gjaldþrota útgerðarfyrirtækja eða fyrirtækja sem hætta af öðrum orsökum. Þak verði sett á hlutdeildarkerfið og það brotið upp að einhverju marki. Nýliðun, atvinnusköpun, jafnræði Til að tryggja réttláta skiptingu fiskveiðiauðlindarinnar og nægjanlega nýliðun teljum við heppilegast að farin verði blönduð leið, þ.e. að hægt sé að bjóða í nýtingasamninga ásamt því að nægjanlegt framboð aflaheimilda sé í leigupotti ríkisins. Almenni leiguhlutinn þarf að aukast verulega og verða raunverulegur valkostur þar sem eðlileg verðmyndun aflaheimilda er tryggð. Jafnhliða þarf að stórefla strandveiðar. Þetta samanlagt teljum við að geti byggt upp möguleika nýliða til áframhaldandi fjárfestinga og atvinnuþátttöku í greininni auk þess sem það stuðlar að dreifðri eignaraðild. Í dag fá t.d. 50 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin úthlutað 84% af aflamarki þessa árs. ByggðaráðstafanirVið leggjum til að horfið verði frá hugmyndum um byggðapotta og þar með miðstýringarvaldi ráðherra hverju sinni við úthlutun byggðakvóta. Þess í stað verði leigupottur stækkaður nægilega til þess að verða raunhæfur valkostur á móti nýtingarsamningum. Aflaheimildir úr leigupotti teljum við rétt að svæðistengja og skilyrða við ákveðið lágmark aflaheimilda. Hafa verður hugfast að þó að horfið verði frá beinum byggðakvóta verður ríkið að geta brugðist við áföllum í atvinnumálum sjávarbyggða með samningum um ráðstöfun aflaheimilda til sveitarfélaga/fyrirtækja sem skilyrt væru til ákveðins tíma. Frjálsar strandveiðar í skilgreindri strandveiðihelgi Hugmynd okkar um stórefldar strandveiðar er sú að þær verði gefnar frjálsar innan skilgreindrar strandveiðihelgi með ströngum skilyrðum. ŸVeiðitímabilið verði sex mánuði ársins. ŸBátar minni en 15 brúttótonn. ŸTvær handfærarúllur um borð. ŸSkráður eigandi sigli bátnum og geri ekki út aðra báta jafnhliða. ŸVeitt verði 5 daga vikunnar. Aðrar takmarkanir teljum við óþarfar af hálfu löggjafans, því veður, vélarafl og náttúra munu sjá um að skilyrða veiðarnar innan þeirra marka sem löggjafinn reiknar með að falli undir þessar veiðar í aflaheimildum (þ.e. samanlagður byggða- og strandveiðikvóti). Þessar umhverfisvænu sjálfbæru veiðar myndu skila mörg hundruð störfum og stórauknum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. FiskvinnslaVið leggjum til að lögskyldað verði að bjóða allan óunninn fisk á innlendan markað og skilið verði milli veiða og vinnslu. Að þessu verði stefnt í áföngum þannig að vaxandi hluti fari á innanlandsmarkað uns t.d. 80% er náð. Þessi breyting gæti skapað um eitt þúsund störf. Tryggja verður að fiskvinnsla í landi og á sjó sitji við sama borð og búi við sambærilegt rekstrarumhverfi, og að allur afli skili sér að landi og sé nýttur í vinnslu. Brýnt er að áframhaldandi vinna við gerð nýs frumvarps um stjórn fiskveiða miði að þjóðfélagslega arðbærri og sanngjarnri nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Til grundvallar höfum við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar, álit mannréttindanefndar SÞ, að ógleymdri tillögu stjórnlagaráðs um nýtt auðlindarákvæði í stjórnarskrá. Það er traustur grunnur að byggja á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðanir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis hefur verið með í umsagnarferli frumvarp til laga um stjórn fiskveiða sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mælti fyrir á Alþingi sl. vor. Af umsögnum að dæma eru afar skiptar skoðanir um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunar, fjölmargir umsagnaraðilar lýsa sig sammála þeim markmiðum sem sett eru fram í frumvarpinu en jafnframt kemur fram mikil andstaða við þær grundvallarbreytingar sem lagðar eru til á kerfinu og framsetningu frumvarpsins í heild. Það er því mat formanns og varaformanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis að taka verði frumvarpið til gagngerrar endurskoðunar áður en það verður lagt fram að nýju á 140. löggjafarþingi sem hefst 1. október nk. NýtingarsamningarÓlína Þorvarðardóttir alþingismaðurVið endurgerð frumvarpsins þarf að búa svo um hnúta að gætt verði jafnræðis við gerð og úthlutun nýtingarsamninga og aflaheimilda, ekki síst með skilyrtum, opnum tilboðum. Jafnframt því sé atvinnuréttur sjávarbyggðanna til nýtingar sjávarauðlindarinnar tryggður. Nauðsynlegt er að opna enn frekar á milli nýtingasamninga og leiguhluta ríkisins þannig að kvótalitlar útgerðir geti sótt um nýtingasamninga og handhafar nýtingasamninga geti leigt tímabundnar aflaheimildir úr leigupotti. Tryggja þarf ríkinu rétt til að endurúthluta nýtingarsamningum eða leigja að nýju aflaheimildir gjaldþrota útgerðarfyrirtækja eða fyrirtækja sem hætta af öðrum orsökum. Þak verði sett á hlutdeildarkerfið og það brotið upp að einhverju marki. Nýliðun, atvinnusköpun, jafnræði Til að tryggja réttláta skiptingu fiskveiðiauðlindarinnar og nægjanlega nýliðun teljum við heppilegast að farin verði blönduð leið, þ.e. að hægt sé að bjóða í nýtingasamninga ásamt því að nægjanlegt framboð aflaheimilda sé í leigupotti ríkisins. Almenni leiguhlutinn þarf að aukast verulega og verða raunverulegur valkostur þar sem eðlileg verðmyndun aflaheimilda er tryggð. Jafnhliða þarf að stórefla strandveiðar. Þetta samanlagt teljum við að geti byggt upp möguleika nýliða til áframhaldandi fjárfestinga og atvinnuþátttöku í greininni auk þess sem það stuðlar að dreifðri eignaraðild. Í dag fá t.d. 50 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin úthlutað 84% af aflamarki þessa árs. ByggðaráðstafanirVið leggjum til að horfið verði frá hugmyndum um byggðapotta og þar með miðstýringarvaldi ráðherra hverju sinni við úthlutun byggðakvóta. Þess í stað verði leigupottur stækkaður nægilega til þess að verða raunhæfur valkostur á móti nýtingarsamningum. Aflaheimildir úr leigupotti teljum við rétt að svæðistengja og skilyrða við ákveðið lágmark aflaheimilda. Hafa verður hugfast að þó að horfið verði frá beinum byggðakvóta verður ríkið að geta brugðist við áföllum í atvinnumálum sjávarbyggða með samningum um ráðstöfun aflaheimilda til sveitarfélaga/fyrirtækja sem skilyrt væru til ákveðins tíma. Frjálsar strandveiðar í skilgreindri strandveiðihelgi Hugmynd okkar um stórefldar strandveiðar er sú að þær verði gefnar frjálsar innan skilgreindrar strandveiðihelgi með ströngum skilyrðum. ŸVeiðitímabilið verði sex mánuði ársins. ŸBátar minni en 15 brúttótonn. ŸTvær handfærarúllur um borð. ŸSkráður eigandi sigli bátnum og geri ekki út aðra báta jafnhliða. ŸVeitt verði 5 daga vikunnar. Aðrar takmarkanir teljum við óþarfar af hálfu löggjafans, því veður, vélarafl og náttúra munu sjá um að skilyrða veiðarnar innan þeirra marka sem löggjafinn reiknar með að falli undir þessar veiðar í aflaheimildum (þ.e. samanlagður byggða- og strandveiðikvóti). Þessar umhverfisvænu sjálfbæru veiðar myndu skila mörg hundruð störfum og stórauknum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. FiskvinnslaVið leggjum til að lögskyldað verði að bjóða allan óunninn fisk á innlendan markað og skilið verði milli veiða og vinnslu. Að þessu verði stefnt í áföngum þannig að vaxandi hluti fari á innanlandsmarkað uns t.d. 80% er náð. Þessi breyting gæti skapað um eitt þúsund störf. Tryggja verður að fiskvinnsla í landi og á sjó sitji við sama borð og búi við sambærilegt rekstrarumhverfi, og að allur afli skili sér að landi og sé nýttur í vinnslu. Brýnt er að áframhaldandi vinna við gerð nýs frumvarps um stjórn fiskveiða miði að þjóðfélagslega arðbærri og sanngjarnri nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Til grundvallar höfum við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar, álit mannréttindanefndar SÞ, að ógleymdri tillögu stjórnlagaráðs um nýtt auðlindarákvæði í stjórnarskrá. Það er traustur grunnur að byggja á.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun