Viljum við enn vera í skotgröfum? 28. september 2011 06:00 Það vakti undrun mína á Alþingi hinn 16. september að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn því að skipuð yrði nefnd þingmanna til að vinna að þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Ekki var alveg auðvelt að skilja röksemdirnar fyrir því. Helst var að skilja að annars vegar væri heimurinn flóknari en hann hefði verið og hins vegar væru aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin hornsteinar að öryggis- og varnarmálastefnu Íslands. Sú sem þetta skrifar er hjartanlega sammála þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að þessu leyti – leiðirnar skilja þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Einmitt vegna þess að heimurinn hefur breyst er rétt að freista þess að ná samstöðu um hvernig þjóðaröryggi verði best tryggt í framtíðinni. Öryggi landsins er ekki lengur aðeins ógnað af hugsanlegum hernaðarátökum heldur einnig mengun, netárásum og tölvuglæpum, alþjóðlegri glæpastarfsemi og hryðjuverkum. Sú staðreynd að þessi málefni heyra ekki öll undir utanríkisráðuneytið breytir því ekki að horfast þarf í augu við þau og takast á við þau. Það er sannast segja léleg afsökun þess stjórnmálaflokks sem hafði forystu í utanríkismálum fram á síðustu ár að vilja ekki takast á við verkefnið vegna verkaskiptingar í stjórnarráðinu. Þingmenn eiga að horfa framhjá tækniatriðum af þessu tagi þegar þeir takast á við viðamikil verkefni eins og mótun þjóðaröryggisstefnu. Framsögumanni Sjálfstæðisflokksins um málið á Alþingi finnst of lítið gert úr hernaðarvá á norðurslóðum. Auðvitað er nauðsynlegt að halda vöku sinni að því leyti. Sú vakt má hins vegar ekki verða til þess að við skoðum ekki hlutina í hinu stóra samhengi og lítum til allra þeirra þátta sem nú á tímum geta ógnað öryggi okkar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvarta gjarnan undan skorti á samráði. Það skýtur því skökku við, þykir mér, að greiða atkvæði gegn því að samráð verði á milli stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi um þjóðaröryggisstefnu landsins. En kannski vilja sjálfstæðismenn endurlífga þann skotgrafahernað sem ríkti í utanríkismálum á dögum kalda stríðsins. Við hin höfðum vonað að hægt væri að varða veginn fram á við í þessum efnum þó að ekki verði allir sammála um alla hluti. Sannarlega vona ég að sjálfstæðismenn taki þátt í samráðinu þó að þeir telji það óþarft. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að skotgrafahernaður sé enn á óskalista einhverra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það vakti undrun mína á Alþingi hinn 16. september að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn því að skipuð yrði nefnd þingmanna til að vinna að þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Ekki var alveg auðvelt að skilja röksemdirnar fyrir því. Helst var að skilja að annars vegar væri heimurinn flóknari en hann hefði verið og hins vegar væru aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin hornsteinar að öryggis- og varnarmálastefnu Íslands. Sú sem þetta skrifar er hjartanlega sammála þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að þessu leyti – leiðirnar skilja þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Einmitt vegna þess að heimurinn hefur breyst er rétt að freista þess að ná samstöðu um hvernig þjóðaröryggi verði best tryggt í framtíðinni. Öryggi landsins er ekki lengur aðeins ógnað af hugsanlegum hernaðarátökum heldur einnig mengun, netárásum og tölvuglæpum, alþjóðlegri glæpastarfsemi og hryðjuverkum. Sú staðreynd að þessi málefni heyra ekki öll undir utanríkisráðuneytið breytir því ekki að horfast þarf í augu við þau og takast á við þau. Það er sannast segja léleg afsökun þess stjórnmálaflokks sem hafði forystu í utanríkismálum fram á síðustu ár að vilja ekki takast á við verkefnið vegna verkaskiptingar í stjórnarráðinu. Þingmenn eiga að horfa framhjá tækniatriðum af þessu tagi þegar þeir takast á við viðamikil verkefni eins og mótun þjóðaröryggisstefnu. Framsögumanni Sjálfstæðisflokksins um málið á Alþingi finnst of lítið gert úr hernaðarvá á norðurslóðum. Auðvitað er nauðsynlegt að halda vöku sinni að því leyti. Sú vakt má hins vegar ekki verða til þess að við skoðum ekki hlutina í hinu stóra samhengi og lítum til allra þeirra þátta sem nú á tímum geta ógnað öryggi okkar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvarta gjarnan undan skorti á samráði. Það skýtur því skökku við, þykir mér, að greiða atkvæði gegn því að samráð verði á milli stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi um þjóðaröryggisstefnu landsins. En kannski vilja sjálfstæðismenn endurlífga þann skotgrafahernað sem ríkti í utanríkismálum á dögum kalda stríðsins. Við hin höfðum vonað að hægt væri að varða veginn fram á við í þessum efnum þó að ekki verði allir sammála um alla hluti. Sannarlega vona ég að sjálfstæðismenn taki þátt í samráðinu þó að þeir telji það óþarft. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að skotgrafahernaður sé enn á óskalista einhverra.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun