Viljum við enn vera í skotgröfum? 28. september 2011 06:00 Það vakti undrun mína á Alþingi hinn 16. september að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn því að skipuð yrði nefnd þingmanna til að vinna að þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Ekki var alveg auðvelt að skilja röksemdirnar fyrir því. Helst var að skilja að annars vegar væri heimurinn flóknari en hann hefði verið og hins vegar væru aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin hornsteinar að öryggis- og varnarmálastefnu Íslands. Sú sem þetta skrifar er hjartanlega sammála þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að þessu leyti – leiðirnar skilja þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Einmitt vegna þess að heimurinn hefur breyst er rétt að freista þess að ná samstöðu um hvernig þjóðaröryggi verði best tryggt í framtíðinni. Öryggi landsins er ekki lengur aðeins ógnað af hugsanlegum hernaðarátökum heldur einnig mengun, netárásum og tölvuglæpum, alþjóðlegri glæpastarfsemi og hryðjuverkum. Sú staðreynd að þessi málefni heyra ekki öll undir utanríkisráðuneytið breytir því ekki að horfast þarf í augu við þau og takast á við þau. Það er sannast segja léleg afsökun þess stjórnmálaflokks sem hafði forystu í utanríkismálum fram á síðustu ár að vilja ekki takast á við verkefnið vegna verkaskiptingar í stjórnarráðinu. Þingmenn eiga að horfa framhjá tækniatriðum af þessu tagi þegar þeir takast á við viðamikil verkefni eins og mótun þjóðaröryggisstefnu. Framsögumanni Sjálfstæðisflokksins um málið á Alþingi finnst of lítið gert úr hernaðarvá á norðurslóðum. Auðvitað er nauðsynlegt að halda vöku sinni að því leyti. Sú vakt má hins vegar ekki verða til þess að við skoðum ekki hlutina í hinu stóra samhengi og lítum til allra þeirra þátta sem nú á tímum geta ógnað öryggi okkar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvarta gjarnan undan skorti á samráði. Það skýtur því skökku við, þykir mér, að greiða atkvæði gegn því að samráð verði á milli stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi um þjóðaröryggisstefnu landsins. En kannski vilja sjálfstæðismenn endurlífga þann skotgrafahernað sem ríkti í utanríkismálum á dögum kalda stríðsins. Við hin höfðum vonað að hægt væri að varða veginn fram á við í þessum efnum þó að ekki verði allir sammála um alla hluti. Sannarlega vona ég að sjálfstæðismenn taki þátt í samráðinu þó að þeir telji það óþarft. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að skotgrafahernaður sé enn á óskalista einhverra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Það vakti undrun mína á Alþingi hinn 16. september að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn því að skipuð yrði nefnd þingmanna til að vinna að þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Ekki var alveg auðvelt að skilja röksemdirnar fyrir því. Helst var að skilja að annars vegar væri heimurinn flóknari en hann hefði verið og hins vegar væru aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin hornsteinar að öryggis- og varnarmálastefnu Íslands. Sú sem þetta skrifar er hjartanlega sammála þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að þessu leyti – leiðirnar skilja þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Einmitt vegna þess að heimurinn hefur breyst er rétt að freista þess að ná samstöðu um hvernig þjóðaröryggi verði best tryggt í framtíðinni. Öryggi landsins er ekki lengur aðeins ógnað af hugsanlegum hernaðarátökum heldur einnig mengun, netárásum og tölvuglæpum, alþjóðlegri glæpastarfsemi og hryðjuverkum. Sú staðreynd að þessi málefni heyra ekki öll undir utanríkisráðuneytið breytir því ekki að horfast þarf í augu við þau og takast á við þau. Það er sannast segja léleg afsökun þess stjórnmálaflokks sem hafði forystu í utanríkismálum fram á síðustu ár að vilja ekki takast á við verkefnið vegna verkaskiptingar í stjórnarráðinu. Þingmenn eiga að horfa framhjá tækniatriðum af þessu tagi þegar þeir takast á við viðamikil verkefni eins og mótun þjóðaröryggisstefnu. Framsögumanni Sjálfstæðisflokksins um málið á Alþingi finnst of lítið gert úr hernaðarvá á norðurslóðum. Auðvitað er nauðsynlegt að halda vöku sinni að því leyti. Sú vakt má hins vegar ekki verða til þess að við skoðum ekki hlutina í hinu stóra samhengi og lítum til allra þeirra þátta sem nú á tímum geta ógnað öryggi okkar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvarta gjarnan undan skorti á samráði. Það skýtur því skökku við, þykir mér, að greiða atkvæði gegn því að samráð verði á milli stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi um þjóðaröryggisstefnu landsins. En kannski vilja sjálfstæðismenn endurlífga þann skotgrafahernað sem ríkti í utanríkismálum á dögum kalda stríðsins. Við hin höfðum vonað að hægt væri að varða veginn fram á við í þessum efnum þó að ekki verði allir sammála um alla hluti. Sannarlega vona ég að sjálfstæðismenn taki þátt í samráðinu þó að þeir telji það óþarft. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að skotgrafahernaður sé enn á óskalista einhverra.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar