Náttúruarfurinn: Úr vörn í sókn 16. september 2011 06:00 Á tyllidögum vitnum við Íslendingar oft með stolti til sögu- og menningararfs þjóðarinnar og fyrir því er ríkuleg innistæða. Sama máli gegnir um náttúruarfinn. Reyndar höfum við gengið óheyrilega á hann bæði að efnislegum og andlegum gæðum. Það lýsir sér e.t.v. best í aldalangri gróður- og jarðvegseyðingu, og í seinni tíð með slakri skipulagningu landnýtingar, þ.m.t. víðtækri uppbyggingu mannvirkja til raforkuframleiðslu á víðernum hálendisins. Það voru vissulega þeir tímar á Íslandi að við lögðum okkur bækur til munns, að við borðuðum menningararfinn. En það var sárafátækt sem rak fólk til þess. Náttúruarfurinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja á velmegunartímum, þrátt fyrir síaukna þekkingu okkar á honum og mikilvægi hans. Náttúruauðurinn: Sérstaða íslenskrar náttúru Sérstaða íslenskrar náttúru felst í einstöku landslagi, mótuðu af eldsumbrotum og breytingum jökla. Hér eru afar umfangsmikil hraun, einstakir fossar og einhver mestu víðerni í allri Evrópu. Lífríki er víða sérstætt, m.a. í ferskvatni og á háhitasvæðum. Á hálendinu er að finna miklar andstæður eyðimarka og gróðurvinja sem láta fáa ósnortna. Hér má finna kyrrð og njóta þagnar, gæði sem eru hverfandi í heimi sem sífellt verður þéttbýlli. Þá eru hér gjöful fiskimið, og allmiklar orkulindir í fallvötnum og jarðvarma. Þetta er náttúruauðurinn, arfur sem við berum ábyrgð á gagnvart samtímanum og framtíðinni, og gagnvart Íslendingum sem og öðrum jarðarbúum. Hér skiptir fámenni í stóru landi miklu máli, því við eigum enn óráðstafað talsverðu landrými og auðlindum. Við eigum valkosti, en því fylgir líka mikil ábyrgð. Mun okkur bera gæfu til að verja þennan arf okkar, líkt og menningararfinn á sínum tíma, svo hann nýtist einnig komandi kynslóðum? Úr vörn í sókn Náttúruvernd og umgengni við náttúruauðinn er margslungið samfélagslegt fyrirbæri. Á undanförnum árum hefur náttúruverndarumræðan verið hörð og erfið og fyrst og fremst snúist um virkjanamál, sem sennilega fór hæst í kringum Kárahnjúkavirkjun. Umræðan hefur verið í farveginum „með eða á móti“ virkjunum, jafnvel með eða á móti atvinnuuppbyggingu, og fólki stillt upp í tvær andstæðar fylkingar. Sama má segja um umræðu um ágengar tegundir. Óeðlilegt er að stilla hlutum upp með þessum hætti. Í ljósi mikilvægis náttúruauðsins sem grundvallarundirstöðu í afkomu og velsæld mannsins, væri mun eðlilegra að umræðan snerist um að svara fyrir hugmyndir sem skerða náttúruauðinn. Almennt séð þurfum við þó í sameiningu að þróa umræðuna frá því að snúast fyrst og fremst um að bregðast við eftir á (slökkvistarf) yfir í mun forvirkari eða fyrirbyggjandi farveg. Til þess eru fjölmörg tækifæri með samræðu, menntun og miðlun. Okkur tókst að bjarga menningararfinum og við eigum líka alla möguleika til að standa vörð um náttúruarfinn. Snúum úr vörn í sókn. Jákvæð teikn á lofti Við erum nú stödd í afdrifaríku tímabili í sögu náttúruverndar á Íslandi. Við erum að teikna upp og festa í sessi verndar- og virkjanakosti og setja ný náttúruverndarlög. Vinna að rammaáætlun og hvítbók um náttúruvernd veita okkur tækifæri til að gera þetta faglega og með langtímasýn í huga. Sem dæmi má nefna að ekki má líðast að skipta virkjana- og verndarkostum eftir einhverju taflborði ólíkra pólitískra hagsmuna, heldur á rökum um skynsamlega nýtingu og verndun náttúruauðsins, þess arfs sem við þurfum að gæta. Höfum þetta að leiðarljósi í vinnunni fram undan og okkur mun farast hún vel úr hendi. Til hamingju með Dag íslenskrar náttúru. Til hamingju með náttúruna sjálfa! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðanir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á tyllidögum vitnum við Íslendingar oft með stolti til sögu- og menningararfs þjóðarinnar og fyrir því er ríkuleg innistæða. Sama máli gegnir um náttúruarfinn. Reyndar höfum við gengið óheyrilega á hann bæði að efnislegum og andlegum gæðum. Það lýsir sér e.t.v. best í aldalangri gróður- og jarðvegseyðingu, og í seinni tíð með slakri skipulagningu landnýtingar, þ.m.t. víðtækri uppbyggingu mannvirkja til raforkuframleiðslu á víðernum hálendisins. Það voru vissulega þeir tímar á Íslandi að við lögðum okkur bækur til munns, að við borðuðum menningararfinn. En það var sárafátækt sem rak fólk til þess. Náttúruarfurinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja á velmegunartímum, þrátt fyrir síaukna þekkingu okkar á honum og mikilvægi hans. Náttúruauðurinn: Sérstaða íslenskrar náttúru Sérstaða íslenskrar náttúru felst í einstöku landslagi, mótuðu af eldsumbrotum og breytingum jökla. Hér eru afar umfangsmikil hraun, einstakir fossar og einhver mestu víðerni í allri Evrópu. Lífríki er víða sérstætt, m.a. í ferskvatni og á háhitasvæðum. Á hálendinu er að finna miklar andstæður eyðimarka og gróðurvinja sem láta fáa ósnortna. Hér má finna kyrrð og njóta þagnar, gæði sem eru hverfandi í heimi sem sífellt verður þéttbýlli. Þá eru hér gjöful fiskimið, og allmiklar orkulindir í fallvötnum og jarðvarma. Þetta er náttúruauðurinn, arfur sem við berum ábyrgð á gagnvart samtímanum og framtíðinni, og gagnvart Íslendingum sem og öðrum jarðarbúum. Hér skiptir fámenni í stóru landi miklu máli, því við eigum enn óráðstafað talsverðu landrými og auðlindum. Við eigum valkosti, en því fylgir líka mikil ábyrgð. Mun okkur bera gæfu til að verja þennan arf okkar, líkt og menningararfinn á sínum tíma, svo hann nýtist einnig komandi kynslóðum? Úr vörn í sókn Náttúruvernd og umgengni við náttúruauðinn er margslungið samfélagslegt fyrirbæri. Á undanförnum árum hefur náttúruverndarumræðan verið hörð og erfið og fyrst og fremst snúist um virkjanamál, sem sennilega fór hæst í kringum Kárahnjúkavirkjun. Umræðan hefur verið í farveginum „með eða á móti“ virkjunum, jafnvel með eða á móti atvinnuuppbyggingu, og fólki stillt upp í tvær andstæðar fylkingar. Sama má segja um umræðu um ágengar tegundir. Óeðlilegt er að stilla hlutum upp með þessum hætti. Í ljósi mikilvægis náttúruauðsins sem grundvallarundirstöðu í afkomu og velsæld mannsins, væri mun eðlilegra að umræðan snerist um að svara fyrir hugmyndir sem skerða náttúruauðinn. Almennt séð þurfum við þó í sameiningu að þróa umræðuna frá því að snúast fyrst og fremst um að bregðast við eftir á (slökkvistarf) yfir í mun forvirkari eða fyrirbyggjandi farveg. Til þess eru fjölmörg tækifæri með samræðu, menntun og miðlun. Okkur tókst að bjarga menningararfinum og við eigum líka alla möguleika til að standa vörð um náttúruarfinn. Snúum úr vörn í sókn. Jákvæð teikn á lofti Við erum nú stödd í afdrifaríku tímabili í sögu náttúruverndar á Íslandi. Við erum að teikna upp og festa í sessi verndar- og virkjanakosti og setja ný náttúruverndarlög. Vinna að rammaáætlun og hvítbók um náttúruvernd veita okkur tækifæri til að gera þetta faglega og með langtímasýn í huga. Sem dæmi má nefna að ekki má líðast að skipta virkjana- og verndarkostum eftir einhverju taflborði ólíkra pólitískra hagsmuna, heldur á rökum um skynsamlega nýtingu og verndun náttúruauðsins, þess arfs sem við þurfum að gæta. Höfum þetta að leiðarljósi í vinnunni fram undan og okkur mun farast hún vel úr hendi. Til hamingju með Dag íslenskrar náttúru. Til hamingju með náttúruna sjálfa!
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun